Þróttur - 15.12.1920, Qupperneq 6

Þróttur - 15.12.1920, Qupperneq 6
ÞRÖTTUÍ'i iá sænski. Söngurinn var ágætur og setti mikinn svip á hátíðina. — Þá kom flugvél fljúgandi yfir leikvanginn. — — Þó mikið væri um dýrðir vorum við eigi jafn hrifnir og búast hefði mátt við. Má kanske kenna því um að nokkru leyti, að leikvangur- inn var ekki nærri fullskipaður, og eins því, að allar þjóðir áttu eigi sína fulltrúa þar, t. d. var enginn frá Miðveldunum eða Rússum. — Opnunarhátíðinni var lokið kl. 4 síðd., og hafði þá staðið fullar tvær klukkustundir. — Leikvangurinn. Hann liggur utanvert við borgina (Antwerpen), suð-vestan megin, skamt frá hervirkjunum við díkin; þ. e. varnarvatnsskurðina, er liggja í hálfhring um borgina. Það var Va kl. stunda akstur þangað með sporvagni frá miðbænum; en töluvert lengra ef skifta þurfti um vagn. f*ar var áður leikvöllur borgarbúa en varð endurbættur mjög fyrir þetta alheimsmót. Hið þekta verzlunarhús Humphreys Ltd. í London sá um byggingu leikvangsins, undir stjórn og eftirliti verkfræðinganna H. E. Holts og Perry þess, er sá um byggingu leikvanganna í London 1908 og Stockholmi 1912. Leikvangurinn snýr frá suð-austri til norð- vesturs. Hann er sporöskjulagaður og yfirbygður á tvo vegu. Undir yflrbyggingunni eru pallsæti, en þar undir og bakvið mörg herbergi er not- uð voru fyrir búningaherbergi leikmanna, bað- herbergi, ýmiskonar skrifstofur og fleira. Fyrir framan suma baðklefana voru smá- herbergi, sem notuð voru til þess að nudda þátttakendur eftir baðið.----- Fyrir báðum endum vallarins er steinbogi, er stendur á mörgum steinsúlum. Eins og sjá ÍT--------------------------------^ Stærsti og minsti þátttakandinn. IV -V) má á meðfylgjandi mynd eru tveir turn- ar, annar þeirra sigurboginn — í austurhorn- inu, er var 18 stikur á hæð — var notaður fyrir sigurfánann, þ. e. fána þeirra þjóðar er sigurhlaut í kappraununum. En hann var oftast dregin upp, um leið og úrslitin voru kunngerð. keikvangurinn,

x

Þróttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.