Þróttur - 15.12.1920, Side 17
í> ft Ó T T U R
23
Skíðamót í Svíþjóð.
I Bollnas veitir maður'því þegar athygli, að
aBir, ungir og gamlir, fara varla svo milli húsa
að ekki séu þeir með smásleða, svipaða þess-
ari mynd, sem þeir
kalla »sparkstátt-
ing« (sporningur).
Eru þeir notaðir
þannig, að staðið
er öðrum fæti á
sleðameiðinum,
stuðst við brikina, og spyrnt sér áfram hinum
feti. Þeir eru mjög þægilegir, ef flytja þarf með
sér böggla eða þessháttar. Og í hálku eru þeir
a við sand eða mannbrodda. Sé hálft og frost-
lítið, flýta þeir ferð töluvert, því þá má láta
Þá fara allhratt á sléttu og jafnvel upp hæga
bfekku. { Reykjavik og fleiri sunnlenskum bæjum
rnundu þeir geta orðið að miklu gagni. —
Þessa viku (21.—28. febr.), sem eg hefi dvalið
^ér, hefir Skiðamót fyrir Svía verið háð hér.
Tóku um 600 hundruð íþróttamenn þátt í því.
Fyrstu 4 dagana voru þreyttar skotraunir á
skíðum. Var erfitt fyrir ókunnugan að fylgjast
01 eð því hvernig þau fóru fram, og það í þess-
mannfjölda. En þátt-takan sýnir það ljós-
ast, að hér eru rnargir menn bæði skíð- og
skot-fimir.
Á miðvikudag hófust skíðahlaupin. Þá var
kept f 30 og 60 rasta (km.) hlaupum. Þátt-
tukendur voru 270 í 30 rasta hlaupinu, en að
ems 38 f 60 rasta hlaupinu. Þeir runnu af stað
eftir töluröð með 30 sek. millibili.
Sá, er fyrstur kom inn í 60 rasta hlaupinu
Var nr. 30, og hafði þannig farið fram úr 29
keppinautum sínum. Þótti það vel gert og fékk
hann 1. verðlaun. Hann heitir H. Isaksson, frá
^meá, og rann skeiðið á 5 tím. 29 mín. 5 sek.
(Nr. 6 varð 2, nr. 5 3 og nr. 22 4, á 5,41s2,
5.5349 0g 5,5951).
Við 30 rasta hlaupið var miklu meiri spenn-
Ingnr í fólkinu. Tveir með beztu skíðamönnun-
Um höfðu farið af stað með þeim siðustu (nr.
255 og 265). Er sá síðarnefndi héðan frá Boll-
w o
nas og frægur skíðamaður.
Hiaupararnir fóru bráðum að smátínast inn
aftur, en fæstir gáfu þeim verulegan gaum.
Aihr biðu á öndinni eftir köppunum.
Nú kom einn og á ágætum tíma 2,2 6 22;
hann var nr. 96; heitir Vinnberg. Og lengi
komst enginn fram úr honum. Loks kom nr.
255, A. Lingvall, frá Budiksvall. Hann hafði
hlaupið skeiðið á 2,2 406. Þó klöppuðu að eins
félagar hans, kunningjar og hlutleysingjar fyrir
honum. En Bollnas-búar geymdu það alt handa
goðinu sínu, A. Person. Nú voru 5 mínútur
eftir af tíma Lingvalls. Þær liðu og tvær í við-
bót. Þá rann hann inn við dynjandi Iófutak og
húrrahróp. En tími hans var 2,2 643. og varð
hann því að eins þriðji. (Hinn 4. rann á 2,27 26).
Nú var öllum spenningi lokið, og héldu því
flestir heim til sín aðrir en dómararnir, starfs-
menn mótsins og nánustu vinir og kunningjar
þeirra, sem eftir voru. Þeir smákomu inn og
var auðséð, að þeir höfðu engu síður en þeir
fyrstu lagt getu sína og mátt í hlaupið, og þvi
ósvikinn skerf til íþróttarinnar og endurreysnar
hreystinni. En bræður þeirra og systur og ör-
fáir vinir voru nær ein um að votta þeim
virðingu sína og þökk fyrir þelta. — Og eg
beið til að klappa fyrir þeim síðasta. —
Þessa viku hafa allir blettir og götur hér
verið krökt af skiðafólki, eldra og yngra, —
altítt að sjá 4 — 5 ára börn þar á meðal, brölt-
andi á skíðum sínum. Og einn dagur íþrótta-
mótsins var líka helgaður börnunum eingöngu
og alt til vandað engu síður en fyrir þá eldri.
Er auðséð að Svíar skilja það, að »hvað ung-
ur nemur gamall temur«. Væri vel að það væri
athugað heima, að meðan íþróttirnar komast
ekki inn í leiki barnanna, verða þær ekki
þjóðar eign, né sýna alment heillaáhrif sín.
Barnakapphlaupin hér voru stilt við aldur
þeirra og þroska. Það voru 500—5000 stiku
hlaup. Tóku þátt í þeim um 450 börn. Áhug-