Þróttur - 15.12.1920, Page 29

Þróttur - 15.12.1920, Page 29
35 ÞRÓTTUR Þeim íþróttum sem í. S. í. hefir á slefnuskrá s,nni. Það mundi flýta fyrir því, að héðan yrðu Sendir menn um allar sveitir landsins, til að kenna íþróttir. Arsskýrsla sambandsfélaga í. S. í. í síðastl. mánuði var öllum félögum innan S. í. send ársskýrsla-eyðublöð. Eru spurn- ingar þær er fél. ber að svara heldur fleiri en aður. Er þess fastlega vænst að fél. bregðist vel við og sendi skýrslurnar greinilega út- fyltar til stjórnar í. S. 1. fyrir 1. apríl n. k. ~~~ Munið að aldrei verður hægt að sjá hve fjölmennir við erum, eða hvaða íþróltir eru mest iðkaðar hér, ef þessar skýrslur heimtast ekki. ^yndarlegt íþróttamót fyrir Norðlendinga-fjórðung var haldið á Akureyri 17. júní sl., að tilhlutun U. M. F. Akureyrar. Kristján hankaritari Karlsson setti ttiótið. þá fóru fram ræðuhöld, en að þeim ^nknum hófust iþróltirnar. Fyrst var fimleikasýning undir stjórn Lárusar Rist kennara. Vöruhúsið i Reykjavík. Landsins stærsta ullarvöru- og karl- tRannafataverzlun. Fyrsta flokks karl- ttiannasaumastofa. Stærstu birgðir af fataefnum, hálslíni, höttum, húfum, regnkápum og frökkttm. — Alls kon- ar sængurfatnaður, rúm, íiður, dúnn o. fl. o. fl. Vörur sendar á allar hafnir gegn eftirkröfu. Sérlega lágt heildsöluverð til kaupmanna. Heildsala. — Smásala. Simi 158. Símnefni: Vöruhúsið. Þá var hástökk og slökk Björn Björnsson 1,*° st. 100 stiku hlaupið vann Vigfús Friðriksson á 13 sek.; en 100 st. drengja-hlaupið Artliúr Guðmundsson á 15 sek. 1000 st. hlaupið vann Jón Benediklsson á 3 min. 37 sek; og einnig bar hann sigur í langstökki á 5,27 st. Þá var 50 st. sund og var Ólafur Magnússon í Bitru fyrstur á 38 sek. Loks var sýnd knatt- spyrna. Mót þetla fór vel fram og er vonandi að U. M. F. A. haldi slik mót fyrir Norðlendinga- fjórðung a. m. k. árlega. Heilsufræði. Steingr. læknis Matthíassonar er komin út í II. útgáfu endurbættri. Pað er bók sem ætti að vera til á hverju heimili. Hreinlæti okkar íslend- inga og hreysti mundi eigi jafn ábótavant, ef slíkar bækur næðu maklegri útbreiðslu þ, e. væru til á hverju einasta heimili. Sundbók í. S. í. Fyrsta heíti hennar kemur úl í næsta mán- uði. Heftin verða alls þrjú. N ýir ávextir fást ekki. En alt annað Jólasælgæti í Liverpool. Verzlið við þá sem anglýsa í Þrótti.

x

Þróttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þróttur
https://timarit.is/publication/1299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.