Þróttur - 15.12.1920, Síða 30
36
ÞRÓTTUR
Tl P n 1111 P óskar ÖIIum fl'eði,e9ra jóia
11 U1 °9 9ott tarsæ,t nýár.
HeimMiieistari atviuniiniaima í hnefaieik
(þyngsta flokki) heitir Jack Dempsey. Hann
sigraði fyrverandi heimsmeistara Jess Willard í
fjórðu lotu. Mótið fór fram í Bandaríkjunum
(Toledo, Ohio); 40 þús. áhorfendur sóttu það,
og komust færri að en vildu. Hnefaleikmót
þetta þykir eitt hið allra sögulegasta, sem háð
hefir verið, bæði vegna þess hve það stóð stutt
yfir og eins hve yfirburðir sigurvegarans voru
miklir. Það er sagt að Indíána blóð renni í
æðum þessa nýja heimsmeistara, en það sé
blandað skorzku og írsku blóði; á það að vera
heimsins bezta kynblöndun, að því er Torsten
Tenger segir í Idrottsbladet.
Jack Dempsey hefir að eins einu sinni verið
sigraður i hnefaleik, var það í fyrsta skiftið
sem hann kom opinberlega fram. Hann er 1,80
stikur á hæð og 170 pund á þyngd.
Það hefir komið til orða að Jóhannes glímu-
kappi Jósefsson þreytti við J. D. Átti Jóhannes
að reyna að leggja hann með glímubrögðum
einum eða sjálfsvörn sinni, en J. D. að berja
hann niður. Farið skyldi eftir venjulegum hnefa-
leikslögum (þ. e. hnefaleikslögum Marquis of
Queensberry).
Ekkert hefir orðið úr þessu móti enn þá, og
hefir þó Jóhannes oft skorað hann á hólm.
Fari svo að J. Ð. taki ekki þessari áskorun
Jóhannesar, þá er það sú fyrsta hólmgöngu-
áskorunin sem hann neitar.
Líklega vill J. D. heldur keppa við frægasta
hnefaleiksm. Norðurálfunnar, Ceorg Carpentier
—, þvi þar er til mikils fjárs að vinna. Tvær
miljónir króna er boðið í það að fá að halda
mót þetta. Sagt er að það eigi að fara fram í
Vesturheimi. —
Fyrsti heimsmeistari atvinnumanna i hnefa-
leik hét John L. Sullivan. Héjt hann þeirri tign
í 10 ár, frá 1882—92. James J. Coibelt hét sá
næsti og var hann ósigraður í 5 ár (1892—97).
Robert Fritzimmons hét sá þriðji. Hann var
heimsmeistari í 2 ár (1897—99). James J. Jef-
fries var heimsmeistari frá 1899—1906. Tommy
Burns frá 1907 — 8. Jack Johnson svertingi frá
1908—15. Jess Willard frá 1915—19 og Jack
Dempsey frá 1919.
af
Dreng j af ötum,
Drengjafrökkum,
Telpukápum,
Telpukjólum.
x\Uir þurfa að klæðast á jólunum.
Kaupið því hjá
Si M leiniigsu
IflLA-BAZAE
Bazar! Bazar !
Frá og með deginum í dag gefst
öllum ahnenningi tækifæri á að
gera verulega góð og hagfeld
innkaup á JÓLA-BAZAR okkar.
óvcnju stórt úrval af allskonar
leikföngum og sérlega snotrum
jólagjöfnm fyrir alla, en þó
einkum fyrir börn og unglinga.
Lítið fyrst inn til okkar,
alþekt vörugæði okkar og sann-
:: virði eru beztu meðmælin ::
SIMI 599.
il „CULLFOSr
HAFNARSTRÆTI 15.
SIMI 599.
Verzlið við þá sem auglýsa í krótti.