Þróttur - 20.12.1922, Page 14
02
ÞEOTTUR
Úísýni af Loðmundí.
LoSirmndar er liæsta f jal1 á Landmanna-
afrétti, annaö en Hekla. Upp á þetta fjall
hafa fáir ferðamenn komið, líklega ekki
aðrir en Björn Gunnlaugsson 1834 og Þor-
valdur Thoroddsen 1889. Hvorugnr mun
hafa verið heppinn mcö veður, en af Loð-
mundi er eitthvert hið besta út.sýni á land-
inu, þegar hjart er loft og stilt veöur.
YiS lágum í tjaldi viö Landmannahelli,
fyrir austan Heklu, og vorum á leið til
Piskivatna.
Pyrsta nóttin í óbygðum. Eg vaknaöi
með hrolli þegar skamt lifði nætur og gat
ekki sofnað. Eg lá vakandi og beið þess að
birti. Pélagar mínir höfðu breitt yfir höf-
uS og sváfu fast og' liátt. Eg tók alt sem eg
náSi til og vafði um höfuð mér, því aö það
er gamalla manna mál, að þeim verði ekki
Loðmundur.
(Mynd: Nafnlauscifjelagið).
kalt og sé vel borgið, sem er nógu vel bú-
inn til liöfuðsins. pegar því var lokið fór
mér að hlýna.
Fátt er jafnvel þegiS og afturelding í
óbygðum. Næturkuldinn er oft talsverður,
þótt a‘S sumarlagi sé, og þaS er eins og öll
náttúran sé hnípin og skjálfandi í bláleitu
morgunhúminu, skömmu áSur en sólin skín
yfir fjalla hnúkana. En þegar sólin hefir
skiniS um stund og þurkað grösin, þá verð-
ur alt lifandi, og þá er eins og livert strá sé
önnum kafið.
Þegar viS litum út, var bjart veður og
gott; þá er við vorum ferðbúnir,
héldum við sem leið lá inn meS
Hellisfjalli og náSum eftir skamma stund
aS LoSmundarvatni. ÞaS er allstórt vatn,
sem liggur alveg viS rætur fjallsins, svo
að fara verður utan í brattri fjallshlíð-
inni til þess að komast innfyrir. Eg var
sem á glóðum í hvert skifti sem áburðar-
hestunum skrikaði fótur, aS þeir mundu
velta meS allan farangurinn í vatniS. En
alt fór slysalaust, og áSum viS hjá norð-
austurenda vatnsins.
Veður var nú oröið mjög heitt, enda var
sólin komin hátt á loft. Við réðumst aS
fjallinu austanverðu, því aS þar er skemst
upp aS íara. Gengur þar út úr því ás og
fóruni við upp eftir honum, og svo upp
snarbratta hlíSina. Uppgangan var all-
erfiS, enda var hitinn mikill, svo að svit-
inn draup af liverju höfuShári og rann í
lækjum eftir andlitinu. Stundum fór liann
í augun svo að dapraSist sjónin með illum
sviða, þegar saltiS gerði vart viS sig.
Þegar vio komumst upp fyrir ásinn
opnaSist fyrir okkur útsýni norður og'
austur yfir. ViS héldum lítiS eitt hærra
upp Iilíoina og stönsuSuni svo og hvíld-
um okkur. Eg hafði aldrei séS jafn ein-
kennilegt landslag. Pyrir framan okkur
voru ömurlegustu öræfi landsins. Lengst
burtu í austri og norðri risu jöklarnir í