Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Qupperneq 5

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Qupperneq 5
5 Setningarræða forseta kirkjuþings, Magnúsar E. Kristjánssonar Kirkjuþing 2016, 54. kirkjuþing hinnar íslensku þjóðkirkju er sett. Ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin á kirkjuþing, kirkjuþingsfulltrúar, starfsmenn og gestir. Hér í upphafi máls míns vil ég geta þess að innanríkisráðherra, frú Ólöf Nordal hafði þekkst boð um að koma og vera með okkur hér í dag en vegna alvarlega veikinda hennar gat ekki orðið af því. Við sendum henni okkar bestu óskir og batakveðjur héðan af kirkjuþingi um leið og við biðjum góðan Guð um vernda hana, lækna og styrkja. Sjá, ég geri alla hluti nýja Þetta fyrirheit í Opinberunarbókinni hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið því í samfélaginu er víða kallað eftir breytingum, breyttum vinnubrögðum, breyttu samtali, breyttri umgengni. Oft finnst mér að það sé kallað eftir breytingum og einhverju nýju án þess að það fylgi hvernig á að breyta. Mér finnst oft áherslan vera frekar að fólk vilji fara frá einhverju ástandi fremur en að fara að einhverju. Stundum virðist vanta leiðsögn, sýn, lausnir og leiðir. Í öðrum tilfellum er skýr sýn á úrbætur og ný vinnubrögð. Kallað er eftir gegnsæi og krafan um fyrirmyndarvinnubrögð er víða uppi. Þessu er mætt með ýmsum hætti. Kópavogur hefur t.d. tekið upp opið bókhald sem þýðir að almenningur getur skoðað bókhald sveitarfélagsins og fylgst með öllum útgjöldum. Ekki er ólíklegt að fyrr en seinna verði opið bókhald sjálfsagt hjá sveitarfélögum og stofnunum. Er kannski sjálfsagt að þjóðkirkjan og sóknir hennar taki upp opið bókhald? Mikið er rætt um hvernig góður leiðtogi eigi að vera og hvernig eigi að stýra verkefnum. Nú um helgina er The Global Leadership Summit á Íslandi. Þessi merkilega ráðstefna sem Willow Creek samtökin standa að og hefur verið haldin hér á landi frá 2009 virðist dafna og stækka með hverju árinu. Fjöldi stjórnenda sækir ráðstefnuna og það er ánægjulegt að fólk úr safnaðarstarfi þjóðkirkjunnar sækir hana einnig til að læra hvernig má breyta, bæta og styrkja kirkjustarf. Á kirkjan að stuðla að frekari þjálfun og endurmenntun fólks sem sinnir ábyrgðarhlutverkum innan hennar? Mörg fyrirtæki og stofnanir mæla hve ánægt fólk er með þjónustuna sem veitt er. Sumir birta jafnvel niðurstöðu slíkra kannana óháð því hver niðurstaðan er. Eru slíkar kannanir eitthvað sem við ættum að taka upp? Víða eru standar með litríkum brosandi og sorgmæddum andlitum. Fólk er beðið að láta í ljós hve vel væntingum þeirra var mætt með því að velja andlit á takkaborðinu. Mundi fara vel á því að slíkir standar væru í kirkjum? Þetta gert af því það er talið eðlilegt að stofnanir og stjórnendur sé ábyrgir gagnvart almenningi, notendum þjónustunnar. Eftir því sem vinnubrögð af þessu tagi verða almennari verður mikilvægara fyrir kirkjuna að gera eins, þó betur færi á því að mínu mati að hún hefði forgöngu í því að innleiða fyrirmyndar vinnubrögð. Ég er þeirrar skoðunar að það verði sífellt mikilvægara fyrir þjóðkirkjuna að vita hversu vel þjónusta hennar uppfyllir þarfir fólksins. Hvað finnst fólki hún gera vel, hvað er ekki í lagi, hverju þarf að breyta, hvað er það sem á að gera meira af?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.