Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 6

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 6
6 7 Það er fólkið sem þiggur þjónustuna og tekur þátt í starfinu sem á að meta hversu vel kirkjunni tekst til. Það eru þarfir þeirra sem okkur ber að sinna og þeirra væntingar sem við eigum að uppfylla. Það er ekki bara að maður verði var við ákall um breytingar í þjóðfélaginu heldur einnig þörf og þrá hjá fólki að gera eitthvað nýtt í sínu lífi. Bækur um leitina að hamingjunni seljast vel og fjöldinn allur af „gúrú-um“ bjóða fram þjónustu sína. Sumir þeirra segja að einstaklingar geti breyst á augabragði og að allt verði nýtt og betra á eftir. Ég hef verið á slíkum samkomum í London og Róm. Þar var heilmikil stemming og margt athyglisvert að sjá. Það sem mér fannst merkilegast var sú mikla þrá sem fólk hafði á því að breyta, sættast við fortíð og takast á við lífið með nýju hugarfari áhuga og ástríðu. Við þekkjum vel bók þar sem er sagt frá fólki sem breytist gjörsamlega á einu augabragði. Símon Pétur var ekki kjarkmaður fyrr en eftir gjöf heilags anda og Sál varð nýr maður eftir atvikið á veginum til Damaskus. Trúað fólk hefur lengi vitnað um að það hafi frelsast, endurfæðst á augabragði. Í haust kynntist ég blindum manni sem heitir Miles Hilton Barber. Hann missti sjónina þegar hann var 21 árs og lifði í þunglyndi þar til hann var fimmtugur. Þá ákvað hann að horfa ekki á það hvað hann gæti ekki gert heldur einbeita sér að því sem hann gæti gert. Miles hafði alltaf haft áhuga á því að fljúga og hafði ætlað sér að verða flugmaður þegar hann var unglingur. Augnsjúkdómurinn batt enda á þann draum. Eftir þessa miklu viðhorfsbreytingu þegar hann varð fimmtugur, ákvað hann að fljúga fisflugvél frá London til Sidney í Ástralíu. Fisflugvélin hans var eitthvað sem virtist samsett úr tveimur borðstólum, segli og sláttuvélamótor. En á þessu flaug hann til Sidney. Síðan hefur Miles afrekað margt ótrúlegt sem jafnvel mun yngra fólk með fulla sjón myndi ekki hafa kjark til að gera. Mér fannst saga Miles svo stórkostleg að ég fékk hann hingað til lands nú í október þar sem hann flutti 12 fyrirlestra. Ein eftirminnilegasta myndin sem Miles sýndi okkur var af honum blindum að ýta vini sínum fótalausum í hjólastól á botni Rauðahafsins. Þegar hann var spurður af hverju þeir hefðu farið að kafa í Rauðahafinu svaraði hann: Af því blindur maður og fótalaus maður höfðu aldrei gert þetta fyrr. Það þurfti að sýna fram á að þetta væri hægt. Það sem fólkinu sem sótti fyrirlestrana fannst svo aðdáunarvert við þennan mann var hve glaður hann var og hamingjusamur. Skilaboð Miles eru sígild. Það eru engar hindranir til nema þær sem við sættum okkur við. Getum við sem berum mikla ábyrgð í íslensku þjóðkirkjunni lært eitthvað af Miles Hilton Barber? Gæti verið skynsamlegt fyrir okkur að tileinka okkur þá hugsun að það séu engar hindranir nema þær sem við sættum okkur við? Að allt gangi betur ef viðhorfið er jákvætt og við erum glöð? Að horfa til þess sem við getum gert í stað þess að vera stopp við það sem við teljum að ekki sé hægt? Mitt svar er já við getum lært mikið af þessum manni. Er ekki stórkostlegt að eftir að hafa lifað undir oki þunglyndis í 29 ár þá endurfæðist maðurinn og ákveður að verða ævintýramaður sem lætur drauma sína rætast? Jafnvel þó honum sé sagt að eitthvað sé ekki hægt þá svarar hann: Víst er það hægt, það hefur bara ekki verið gert áður! Frá því ég fór að taka þátt í starfi kirkjunnar fyrir u.þ.b. 10 árum hef ég oft verið að fást við erfið mál og of oft óþarfa leiðindamál. Stundum verið að reyna að leysa ágreining og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.