Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 6

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 6
6 7 Það er fólkið sem þiggur þjónustuna og tekur þátt í starfinu sem á að meta hversu vel kirkjunni tekst til. Það eru þarfir þeirra sem okkur ber að sinna og þeirra væntingar sem við eigum að uppfylla. Það er ekki bara að maður verði var við ákall um breytingar í þjóðfélaginu heldur einnig þörf og þrá hjá fólki að gera eitthvað nýtt í sínu lífi. Bækur um leitina að hamingjunni seljast vel og fjöldinn allur af „gúrú-um“ bjóða fram þjónustu sína. Sumir þeirra segja að einstaklingar geti breyst á augabragði og að allt verði nýtt og betra á eftir. Ég hef verið á slíkum samkomum í London og Róm. Þar var heilmikil stemming og margt athyglisvert að sjá. Það sem mér fannst merkilegast var sú mikla þrá sem fólk hafði á því að breyta, sættast við fortíð og takast á við lífið með nýju hugarfari áhuga og ástríðu. Við þekkjum vel bók þar sem er sagt frá fólki sem breytist gjörsamlega á einu augabragði. Símon Pétur var ekki kjarkmaður fyrr en eftir gjöf heilags anda og Sál varð nýr maður eftir atvikið á veginum til Damaskus. Trúað fólk hefur lengi vitnað um að það hafi frelsast, endurfæðst á augabragði. Í haust kynntist ég blindum manni sem heitir Miles Hilton Barber. Hann missti sjónina þegar hann var 21 árs og lifði í þunglyndi þar til hann var fimmtugur. Þá ákvað hann að horfa ekki á það hvað hann gæti ekki gert heldur einbeita sér að því sem hann gæti gert. Miles hafði alltaf haft áhuga á því að fljúga og hafði ætlað sér að verða flugmaður þegar hann var unglingur. Augnsjúkdómurinn batt enda á þann draum. Eftir þessa miklu viðhorfsbreytingu þegar hann varð fimmtugur, ákvað hann að fljúga fisflugvél frá London til Sidney í Ástralíu. Fisflugvélin hans var eitthvað sem virtist samsett úr tveimur borðstólum, segli og sláttuvélamótor. En á þessu flaug hann til Sidney. Síðan hefur Miles afrekað margt ótrúlegt sem jafnvel mun yngra fólk með fulla sjón myndi ekki hafa kjark til að gera. Mér fannst saga Miles svo stórkostleg að ég fékk hann hingað til lands nú í október þar sem hann flutti 12 fyrirlestra. Ein eftirminnilegasta myndin sem Miles sýndi okkur var af honum blindum að ýta vini sínum fótalausum í hjólastól á botni Rauðahafsins. Þegar hann var spurður af hverju þeir hefðu farið að kafa í Rauðahafinu svaraði hann: Af því blindur maður og fótalaus maður höfðu aldrei gert þetta fyrr. Það þurfti að sýna fram á að þetta væri hægt. Það sem fólkinu sem sótti fyrirlestrana fannst svo aðdáunarvert við þennan mann var hve glaður hann var og hamingjusamur. Skilaboð Miles eru sígild. Það eru engar hindranir til nema þær sem við sættum okkur við. Getum við sem berum mikla ábyrgð í íslensku þjóðkirkjunni lært eitthvað af Miles Hilton Barber? Gæti verið skynsamlegt fyrir okkur að tileinka okkur þá hugsun að það séu engar hindranir nema þær sem við sættum okkur við? Að allt gangi betur ef viðhorfið er jákvætt og við erum glöð? Að horfa til þess sem við getum gert í stað þess að vera stopp við það sem við teljum að ekki sé hægt? Mitt svar er já við getum lært mikið af þessum manni. Er ekki stórkostlegt að eftir að hafa lifað undir oki þunglyndis í 29 ár þá endurfæðist maðurinn og ákveður að verða ævintýramaður sem lætur drauma sína rætast? Jafnvel þó honum sé sagt að eitthvað sé ekki hægt þá svarar hann: Víst er það hægt, það hefur bara ekki verið gert áður! Frá því ég fór að taka þátt í starfi kirkjunnar fyrir u.þ.b. 10 árum hef ég oft verið að fást við erfið mál og of oft óþarfa leiðindamál. Stundum verið að reyna að leysa ágreining og

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.