Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 11
11
á kynslóðir presta um árabil sagði í grein um lífsgildin og börnin: „Kristinn siður hefur haft
mótandi áhrif á einstaklinga og þjóðir allt frá upphafi vega kristinnar sögu. Þegar kristinn
siður ruddi sér braut til áhrifa meðal þróttmikilla, heiðinna þjóða norðurálfu, mýkti hann
skap manna, lægði ofstopa, dró úr hefnigirni og gæddi allt líf þjóðanna siðfágun.“ Ég vil
ekki að andvaraleysi kirkjunnar varðandi fræðslu og tilboð um hana verði til þess að trú,
von og kærleikur gleymist, en á þessi atriði kristinnar trúar lagði Lúter áherslu.
Það er tiltölulega auðvelt að setja fram fræðsluefni nú á dögum til þess eru margar
leiðir. En það er ekki nóg. Það þarf að fylgja því eftir að fræðsla komist til skila.
Prófastsdæmin hafa m.a. það hlutverk að standa fyrir fræðslu. Hvert prófastsdæmi getur
tekið að sér málaflokk hvað fræðsluna varðar. Kirkjuráð verður að gera ráð fyrir fjármagni
til verkefnisins í fjárhagsáætlun sinni. Fræðslumiðstöðvar um landið geta komið efninu á
framfæri, en hlutverk þeirra er að standa að fræðslu fyrir fullorðna. Samvinna kirkjunnar
og fræðslumiðstöðvanna er ekki nýlunda en aðalatriðið er að vinna stíft að því að koma
efninu á framfæri og vinna að því að vekja áhuga fólks á efninu. Það er ekki nóg að
útbúa efni og auglýsa námskeið. Aðal vinnan felst í því að vekja áhuga fólks. Til þess þarf
mannafla, til þess þarf fjármagn.
Fyrir tveimur vikum fór fram landsmót æskulýðsfélaganna, en það hefur verið haldið í
októbermánuði um áraraðir. Mótið fór fram á Akureyri að þessu sinni og sóttu það um 500
ungmenni víðs vegar að af landinu. Undanfarin ár hefur æskulýðssamband þjóðkirkjunnar
verið í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar í tengslum við landsmótin. Unglingarnir eru
með þeim hætti minnt á að vera „gjörendur orðsins og eigi aðeins heyrendur þess“ eins
og Jakob postuli orðar í riti sínu. Þátttakendur fá fræðslu og láta gott af sér leiða. Þau hafa
frelsað þrælabörn úr skuldaánauð og safnað fyrir fátæk ungmenni á Íslandi svo dæmi
sé tekið. Í ár var þemað í takt við verkefni okkar tíma, „Flóttamenn og fjölmenning.“
Ungmennin söfnuðu fötum áður en þau fóru að heiman fyrir flóttafólk og hælisleitendur
á Íslandi, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon en í síðasttöldu löndunum vinnur lúterska
heimssambandið með flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og fleirum að hjálparstarfi.
Undirbúningur og allt utanumhald þessara landsmóta er til fyrirmyndar í alla staði. Mikil
þekking og reynsla hefur orðið til og ég fullyrði að þarna er kirkjan í farabroddi faglegheita
og skipulags.
Fyrir nokkrum árum samþykkti kirkjuþing að setja á oddinn vinnu við forvarnir gegn
kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi. Sú vinna hefur verið í gangi síðan og er nú farin að taka
á sig mynd í formi námskeiða, fræðslumyndbands, gæðavottunar og fleira. Um er að ræða
samstarfsverkefni fræðslusviðs og fagráðsins sem ber yfirskriftina Verklag í viðkvæmum
aðstæðum. Þetta er sístætt verkefni sem stöðugt þarf að halda á lofti og tryggja að lifi til
framtíðar. Unnið er að því að allt starfsfólk kirkna landsins fái tiltekna fræðslu og undirriti
vilja sinn til þess að vinna samkvæmt þessu verklagi.
Með þessu móti mun kirkjan vera í fararbroddi hér á landi hvað varðar forvarnir
gegn kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi þar sem byggt er á alþjóðlegum stöðlum og
samþykktum. Vinna þessi tengist því óneitanlega gæðastjórnun innan kirkjunnar og
vinnustaðamenningu. Stefnt er að því að ýta verkefninu úr vör á haustmánuðum 2017.
Þar sem um svo mikilvægt og viðkvæmt verkefni er að ræða er brýnt að tryggja því