Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 16

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 16
16 17 Starfshópar kirkjuráðs Starfshópar kirkjuráðs, lagahópur, fjármálahópur og kirkjustarfshópur, eiga sér samsvörun í föstum þingnefndum kirkjuþings og eru skipaðir formanni viðkomandi þingnefndar, fulltrúa úr kirkjuráði og fulltrúa biskups Íslands. Starfsfólk kirkjuráðs Framkvæmdastjóri kirkjuráðs Ellisif Tinna Víðisdóttir lét af störfum hinn 20. september s.l. en 253. fundur kirkjuráðs samþykkti hinn 16. ágúst að leysa hana undan starfsskyldum fram kvæmda stjóra og ráða Odd Einarsson í starfið tímabundið. Oddur hefur starfað sem sér fræðingur í innan ríkis ráðu neytinu en honum var veitt leyfi frá því starfi í þessu skyni. Hann er guðfræðingur að mennt og fyrrum sóknar prestur og hefur auk þess meistaragráðu í opin berri stjórnsýslu. Annað starfsfólk kirkjuráðs eru Guðrún Finnbjarnardóttir fulltrúi og Arnór Skúlason arkitekt sem gegnir stöðu verkefnis stjóra á fasteignasviði. Verkefni kirkjuráðs á starfsárinu Reglulegt kirkjuþing, 52. kirkjuþing 2015, hófst í Grensásskirkju þann 24. október og stóð til 28. október en var þá frestað og framhaldið í Digraneskirkju 15. og 16. apríl 2016. Á þinginu voru lögð fram 22 mál, kirkjuráð lagði fram fjögur mál, löggjafarnefnd átta mál, þingmannamál voru fimm, tvö flutt af biskupi Íslands, eitt flutt af biskupafundi, eitt af þjóðmálanefnd, eitt af starfshópi kirkjuþings 2014. Gerðir kirkjuþings eru gefnar út og þeim dreift til þingfulltrúa, presta, formanna sóknar- nefnda o. fl. Þar eru breytingar á starfsreglum, nýjar starfsreglur, ályktanir og samþykktir kirkjuþings. Kirkjuráð hefur unnið að framkvæmd og kynningu þeirra mála sem kirkjuþing fól ráðinu að sinna. Jafnframt hafa samþykktar starfsreglur verið birtar í Stjórnartíðindum. Skal nú gerð grein fyrir störfum kirkjuráðs við framkvæmd samþykkta kirkjuþings. Ályktanir og samþykktir 52. kirkjuþings 2015 og viðbrögð kirkjuráðs við þeim Kirkjuþing ályktaði að framvegis skuli fylgja rökstuðningur við skipan fólks í nefndir á vegum kirkjuráðs. Kirkjuráð samþykkti að þess verði gætt framvegis. Kirkjuþing ályktaði um mikilvægi þess að ráðinn verði fjölmiðla- og upplýsingafulltrúi þjóðkirkjunnar sem fyrst enda er brýnt að efla kynningar- og upplýsingamál þjóðkirkjunnar. Kirkjuráði er mikilvægi málsins ljóst og vísar til 7. dagskrárliðar þessa (240.) fundar. Kirkjuþing hvetur til þess að hugmyndir starfshóps um nýliðun innan þjóðkirkjunnar verði teknar til greina. Kirkjuráð mun vinna með hugmyndir starfshópsins og taka málið til skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2016. Kirkjuþing ályktaði að tímasetning kirkjuþings skuli ekki stangast á við landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð mun í samstarfi við forsætisnefnd gæta þess framvegis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.