Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 17

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 17
17 Kirkjuþing ályktaði, í samræmi við þingsályktanir kirkjuþings unga fólksins, að áfram verði unnið að fræðslu meðal leiðtoga í æskulýðsstörfum, unnið verði að umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar og hún kynnt í söfnuðum landsins og mótuð verði rafræn samskipti og siðareglur í tengslum við þau fyrir æskulýðsleiðtoga og annað starfsfólk þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð mun taka mið af þessu í störfum sínum. Kirkjuþing ályktaði að beina því til kirkjuráðs að skipað verði sem fyrst í fjármálahóp kirkjuráðs sbr. 12. gr. núgildandi starfsreglna um kirkjuráð nr. 817/2000 þar sem fram kemur að kirkjuráð geti skipað starfshópa sér til ráðgjafar og aðstoðar við stefnumótun og að sinna tilteknum verkefnum. Kirkjuráð samþykkti að skipa í starfshópana á næsta fundi sínum. 5. mál, starfsreglur um breytingu á starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar. Kirkjuþing ályktaði að kirkjuráði verði falið að skipa þriggja manna starfshóp sem skoði málið í tengslum við stefnumörkun þjóðkirkjunnar um eignir og eignastýringu. Starfshópurinn hafi til hliðsjónar þær skýrslur sem unnar hafa verið um eignir þjóðkirkjunnar undanfarin ár. Kirkjuráð samþykkti að skipa nefndina á næsta fundi sínum. 7. mál, endurskoðun starfsreglna um kjör til kirkjuþings nr. 301/2013. Kirkjuþing samþykkti að nefnd sem skipuð var á kirkjuþingi 2014 um endurskoðun starfsreglna um kjör til kirkjuþings vinni að málinu áfram og skili tillögum sínum fyrir kirkjuþing 2016. 8. mál, er varðar starfsþjálfun prestsefna. Kirkjuþing ályktaði að fela kirkjuráði að taka til endurskoðunar núgildandi starfsreglur um þjálfun prestsefna frá 2002 með það í huga að leita leiða til að styrkja hana þannig að hún standist samanburð við starfsþjálfun prestsefna á hinum Norðurlöndunum. Kirkjuráð samþykkti að taka starfsreglurnar til endurskoðunar. 11.-12. mál, er varðar tillögu að starfsreglum um val og veitingu prestsembætta. Kirkjuþing samþykkti nýjar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta. Athugasemdir hafa borist frá innanríkisráðuneytinu um að nauðsynlegt sé að gera lagfæringar á þeim starfsreglum sem samþykktar voru á kirkjuþingi. Kirkjuráð samþykkti að lagfæra textann til samræmist við ábendingar ráðuneytisins. 14. mál, er varðar þingsályktun um fræðslumál. Kirkjuþing ályktaði að ekki væri þörf á að gera könnun á stöðu kristinfræðikennslu í skólum, enda er hún bæði kostnaðarsöm, tímafrek og niðurstaða hennar ekki til þess fallin að ná fram breytingum. Lögð verði rík áhersla á framkvæmd fræðslunnar fremur en könnun. Kirkjuráð samþykkti að taka málið til umfjöllunar við gerð fjárhagsætlunar 2016 og fá upplýsingar frá þjónustusviði um hvaða verkefni eru á dagskránni á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.