Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 18

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 18
18 19 15. mál, er varðar tillögu til þingsályktunar um presta sem vígslumenn. Kirkjuþing ályktaði að prestum þjóðkirkjunnar sé ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing tók undir með biskupi sem tók af öll tvímæli um að biskup muni ekki gera tillögu til ráðherra um sérstakar reglur sem heimila prestum að synja fólki um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. 16. mál, er varðar ályktun við skýrslu þjóðmálanefndar. Kirkjuþing 2015 lýsti yfir ánægju sinni með málþingið ,,Hver er þá náungi minn?“ sem þjóðmálanefnd stóð fyrir í Norræna húsinu, 22. október sl. 17. mál, er varðar skipun viðræðuhóps við ríkisvaldið um fjárhagsleg samskipti íslenska ríkisins og hinnar íslensku þjóðkirkju. Kirkjuþing kaus þrjá fulltrúa í viðræðuhóp og beindi því til kirkjuráðs að láta nefndinni í té nauðsynlega aðstöðu og fjármuni. Kirkjuráð mun tryggja viðræðuhópnum aðstöðu og fjárveitingu. Kirkjuþing unga fólksins 2016 Kirkjuþing unga fólksins kemur saman árlega. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Þar eiga sæti fulltrúar prófastsdæma þjóðkirkjunnar og fulltrúar frá KFUM og KFUK með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti. Fulltrúarnir skulu vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar. Kirkjuþing unga fólksins var haldið á biskupsstofu hinn 30. apríl 2016. Sjö mál voru á dagskrá, en sex fengu framgang og voru lögð fram til kynningar. Málin fjölluðu um kynningu á siðareglum kirkjunnar, um að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, um breytingar á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins varðandi meðferð þingmála kirkjuþings unga fólksins, um æskulýðsstarf í söfnuðum þjóðkirkjunnar, um umhverfismál og um eftirfylgd með málum kirkjuþings unga fólksins. Kirkjuráð sendi kirkjuþingi unga fólksins þakkir fyrir ábendingar og góðar tillögur. Ályktanir kirkjuþings unga fólksins 2016 Kirkjuþing unga fólksins – KUF kom saman á biskupsstofu þann 30. apríl 2016. Kirkju- þings fulltrúar voru tuttugu frá átta prófastsdæmum, ásamt fulltrúa frá KFUM/K. Margrét Arnardóttir úr Suðurlandsprófastsdæmi var kjörinn forseti þingsins og hún var jafnframt kjörin áheyrnarfulltrúi á kirkjuþing hið almenna. Sjö mál lágu fyrir þinginu að þessu sinni og var m.a. ályktað um meðferð mála á kirkjuþingi unga fólksins og starfsreglur kirkjuþings unga fólksins. Fannst kirkjuþingsfulltrúunum meðferð mála ekki nægilega skilvirk og skýr. Sömu mál lægju fyrir þinginu ár eftir ár og ef ekki ætti að taka störf þingsins alvarlega hver væri þá tilgangurinn með því. Þau lögðu til að á milli þinga starfaði nefnd kirkjuþingsfulltrúa sem sæi um að þrýsta á og fylgjast með meðferð þingmála og væri tengill KUF við kirkjuráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.