Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 18

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 18
18 19 15. mál, er varðar tillögu til þingsályktunar um presta sem vígslumenn. Kirkjuþing ályktaði að prestum þjóðkirkjunnar sé ekki heimilt að synja tveimur einstaklingum um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. Kirkjuþing tók undir með biskupi sem tók af öll tvímæli um að biskup muni ekki gera tillögu til ráðherra um sérstakar reglur sem heimila prestum að synja fólki um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar. 16. mál, er varðar ályktun við skýrslu þjóðmálanefndar. Kirkjuþing 2015 lýsti yfir ánægju sinni með málþingið ,,Hver er þá náungi minn?“ sem þjóðmálanefnd stóð fyrir í Norræna húsinu, 22. október sl. 17. mál, er varðar skipun viðræðuhóps við ríkisvaldið um fjárhagsleg samskipti íslenska ríkisins og hinnar íslensku þjóðkirkju. Kirkjuþing kaus þrjá fulltrúa í viðræðuhóp og beindi því til kirkjuráðs að láta nefndinni í té nauðsynlega aðstöðu og fjármuni. Kirkjuráð mun tryggja viðræðuhópnum aðstöðu og fjárveitingu. Kirkjuþing unga fólksins 2016 Kirkjuþing unga fólksins kemur saman árlega. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Þar eiga sæti fulltrúar prófastsdæma þjóðkirkjunnar og fulltrúar frá KFUM og KFUK með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti. Fulltrúarnir skulu vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna. Kirkjuþing unga fólksins er vettvangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar. Kirkjuþing unga fólksins var haldið á biskupsstofu hinn 30. apríl 2016. Sjö mál voru á dagskrá, en sex fengu framgang og voru lögð fram til kynningar. Málin fjölluðu um kynningu á siðareglum kirkjunnar, um að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, um breytingar á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins varðandi meðferð þingmála kirkjuþings unga fólksins, um æskulýðsstarf í söfnuðum þjóðkirkjunnar, um umhverfismál og um eftirfylgd með málum kirkjuþings unga fólksins. Kirkjuráð sendi kirkjuþingi unga fólksins þakkir fyrir ábendingar og góðar tillögur. Ályktanir kirkjuþings unga fólksins 2016 Kirkjuþing unga fólksins – KUF kom saman á biskupsstofu þann 30. apríl 2016. Kirkju- þings fulltrúar voru tuttugu frá átta prófastsdæmum, ásamt fulltrúa frá KFUM/K. Margrét Arnardóttir úr Suðurlandsprófastsdæmi var kjörinn forseti þingsins og hún var jafnframt kjörin áheyrnarfulltrúi á kirkjuþing hið almenna. Sjö mál lágu fyrir þinginu að þessu sinni og var m.a. ályktað um meðferð mála á kirkjuþingi unga fólksins og starfsreglur kirkjuþings unga fólksins. Fannst kirkjuþingsfulltrúunum meðferð mála ekki nægilega skilvirk og skýr. Sömu mál lægju fyrir þinginu ár eftir ár og ef ekki ætti að taka störf þingsins alvarlega hver væri þá tilgangurinn með því. Þau lögðu til að á milli þinga starfaði nefnd kirkjuþingsfulltrúa sem sæi um að þrýsta á og fylgjast með meðferð þingmála og væri tengill KUF við kirkjuráð.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.