Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 20

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 20
20 21 Umhverfismál Kirkjuþingi unga fólksins er umhugað um náttúruna og var þingið í ár m.a. pappírslaust sem spor í átt að grænni kirkju. Á hverju ári hafa umhverfismál legið fyrir þinginu. Kirkjuþing unga fólksins fagnar því að á biskupsstofu sé starfandi nefnd sem vinnur eftir Ljósaskrefinu og umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar, en skorar um leið á þjóðkirkjuna í heild að fylgja í þau fótspor og vera leiðandi afl í samfélaginu í umhverfisvernd. Tillaga um að fella starfsreglur kirkjuþings unga fólksins á brott og leggja þingið niður Á þriðja tug sjálfboðaliða sitja þingið á hverju ári og gefa vinnu sína til að reyna að stuðla að jákvæðum breytingum innan kirkjunnar en uppskera lítið. Þingið hefur komið saman á hverju ári frá 2011 og sömu mál eru lögð fyrir þingið aftur og aftur, kirkjuþingsfulltrúar fá litlar upplýsingar um afdrif og meðferð þingmála og lítill árangur er sjáanlegur af störfum þingsins. Ef ekki á að taka störf kirkjuþings unga fólksins alvarlega af hverju er þá verið að halda slíkt þing? Í umræðum og nefndarvinnu var lagt til að þetta mál yrði fellt en því meiri áhersla ætti að vera á málinu um meðferð kirkjuþingsmála. Samþykkt var að koma á fót nefnd sem héldi utan um og fylgdi eftir málum KUF. Vantrauststillaga á kirkjuráð Lögð var fyrir þingið vantrauststillaga á kirkjuráð vegna meðferða mála kirkjuþings unga fólksins, en málið var lagt fram til að ítreka þá ósk kirkjuþingsfulltrúa að störf þeirra séu tekin alvarlega og að mál af kirkjuþingi unga fólksins fái eðlilega meðferð. Málið var fellt. Lýkur hér umfjöllun um kirkjuþing unga fólksins og ályktanir þess. Verkefni kirkjuráðs Fyrsti fundur kirkjuráðs eftir 52. kirkjuþing var 240. fundur og var haldinn hinn 17. nóvember á síðasta ári. Alls urðu fundir kirkjuráðs 17 á kirkjuþingsárinu eins og áður hefur komið fram og var síðasti fundur fyrir núverandi kirkjuþing sá 256. í röðinni. Í skýrslu þessari verður vísað til fundanna um gjörðir kirkjuráðs í númeraröð og til hægðarauka verður einungis vísað til þess tugar sem þeir tilheyra. Þannig verður 240. fundur nefndur 40. fundur, 241. fundur verður nefndur 41. fundur o.s.frv. Einungis verður fjallað um mál sem tekin voru á dagskrá og hlutu þar afgreiðslu af hálfu ráðsins eða skuldbindandi ákvörðun var tekin um. Verkefni kirkjuráðs á fasteignasviði Verkefni fasteignasviðsins voru til umfjöllunar á tólf fundum kirkjuráðs á starfsárinu. Á (2)40. fundi var greint frá dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli sem varðaði dúntekju í s.k. Hagahólma. Kirkjumálasjóður var stefnandi í málinu en Héraðsdómur dæmdi stefnda í hag. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og á 256. fundi kom fram að Hæstiréttur hefði staðfest dóm Héraðsdóms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.