Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 21

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 21
21 Á (2)41. fundi voru tekin fyrir sex mál er vörðuðu fasteignasviðið. Fjórum af þeim var lokið með ákvörðun en þau vörðuðu (1) uppgjör við afhendingu prestssetursjarðarinnar Reynivalla, (2) erindi sóknarprestsins á Melstað varðandi ærgildi sem kirkjuráð samþykkti en klofnaði í afstöðu sinni og bókuðu tveir kirkjuráðsmenn að ærgildi í eigu kirkjujarða sem ekki væru í notkun ætti að selja þá þegar, (3) dóm Hæstaréttar í máli er varðaði Hrunaheiðar þar sem kirkjuráð samþykkti að greiða bætur vegna málsins samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar og að lokum (4) erindi frá ábúanda að Hálsi 2 í Fnjóskadal þar sem hann sótti um leyfi til landbúnaðarstarfsemi í atvinnuskyni en kirkjuráð samþykkti beiðnina. Á (2)42. fundi var til umfjöllunar erindi sem kirkjuþing 2015 beindi til kirkjuráðs um að skipaður yrði þriggja manna starfshópur sem skoði ályktun við starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar í tengslum við stefnumörkun um eignir og eignastýringu. Kirkjuráð samþykkti að skipa í starfshópinn Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, formann, Egil Heiðar Gíslason og Ásbjörn Jónsson. Á (2)43. fundi var kynnt kauptilboð í Laugaveg 31 og samþykkt að hvorki stæði til að leigja né selja Kirkjuhúsið, Laugavegi 31, að svo stöddu. Á (2)46. fundi var fundargerð kirkjustarfshóps lögð fram. Á fundinum voru alls átta mál til umfjöllunar er vörðuðu fasteignasviðið. Þremur þeirra lauk með ákvörðun ráðsins. Fyrsta málið varðaði breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar og lagningu mótorcross brautar í nágrenni Borgar á Mýrum. Kirkjuráð samþykkti að mótmælunum yrði komið á framfæri við viðeigandi aðila. Þá var samþykkt að rafstrengur í landi Brúna yrði lagður í jörð. Að lokum var samþykkt erindi frá RARIK um að háspennukerfi frá Stóra Kroppi að Reykholti verði endurnýjað. Á (2)50. fundi samþykkti kirkjuráð að fela kirkjustarfshópi að gera drög að eignastefnu fyrir næsta kirkjuráðsfund og byggja hana á fasteignastefnu þjóðkirkjunnar frá 2012. Á (2)51. fundi samþykkti kirkjuráð að tekjur af lóðarleigu vegna fjarskiptamasturs á prestssetursjörðinni Laufási megi renna til Laufáskirkju. Þá er samþykkt tillaga kirkjustarfshóps um að auglýsa jörðina Valþjófsstað til leigu, en undanskilja þau svæði sem sveitarfélagið hefur þá þegar til afnota. Að lokum er bókað að sóknarpresti Staðastaðarprestakalls hafi verið gerð grein fyrir því að reiknað sé með því að sóknarprestur taki við húsnæðinu og jörðinni frá 1. júlí 2016 og greiði leigu frá þeim tíma. Á (2)53. fundi eru til umfjöllunar fjögur mál en engu þeirra lauk með ákvörðun. Á (2)54. fundi voru til umfjöllunar þrjú mál og lauk þeim öllum með ákvörðun. Í fyrsta lagi var samþykkt erindi umhverfissviðs Mosfellsbæjar og Lágafellssóknar um breytingu á deiliskipulagi varðandi hringtorg á Þingvallavegi. Þá var samþykkt að veita Lágafellssókn umbeðna heimild til að brúa gilið milli kirkju og kirkjugarðs. Að lokum samþykkt beiðni sóknarnefndarinnar um stuðning við erindi þess efnis að Vegagerðin standi að gerð heimreiðar milli kirkju og prestsseturs, vegtengingu yfir gilið milli kirkju og nýs kirkjugarðs að Mosfelli ásamt bifreiðastæðum í samræmi við c lið 8. gr. vegalaga. Allar samþykktirnar voru háðar því skilyrði að viðunandi samningar náist við hlutaðeigandi aðila, bæjaryfirvöld og Vegagerðina um fjármögnun og þátt Vegagerðarinnar í framkvæmdum þeim sem sóknarnefndin hefur fyrirhugað að standa að samkvæmt erindi sínu til kirkjuráðs. Í

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.