Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 22

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 22
22 23 öðru lagi var samþykkt erindi prófasts Vesturlandsprófastsdæmis varðandi úttekt þegar hann hverfur úr embætti og greiðslur fyrir landbætur og í þriðja lagi var samþykkt erindi sveitarfélagsins Skagafjörður varðandi lagningu ljósleiðara. Í þeirri samþykkt var tilgreint að hún væri í samræmi við stefnu kirkjuráðs í málaflokknum. Á (2)56. fundi voru lagðar fram og kynntar fundargerðir kirkjustarfshóps. Af níunda fundi hópsins var tekinn fyrir 1. liður Málefni Breiðabólsstaðar í Fljótshlíð. Makaskiptasamningur milli jarðanna Lambey og Breiðabólsstaðar. Kirkjuráð samþykkti gerð samningsins. Aurasel. Deila stendur um veiðitekjur úr ánni Affalli sem höfðu fallið til Breiðabólsstaðar. Óskað var heimildar kirkjuráðs til að fá ráðgjöf frá landamerkjasérfræðingi vegna deilunnar. Heimildin var samþykkt. Skálholt. Kirkjustarfshópur átti fund í Skálholti skv. fundargerð dags. 14. september 2016. Samþykkt var að taka saman skýrslu um nauðsynlegar framkvæmdir á staðnum, þ.á.m. um flutning vígslubiskups í s.k. rektorshús. Brattahlíð 5 í Hveragerði, óskað var eftir heimild til sölu eignarinnar. Heimildin var samþykkt. Málefni Skálholts og Mosfells. Fram kom tillaga um að gert verði verðmat fyrir eignina vegna hugsanlegar sölu hennar. Tillagan var samþykkt. Oddi á Rangárvöllum, fyrirhuguð veglagning og brúargerð yfir Þverá. Samþykkt var að verða við erindinu enda komi eðlilegt gjald fyrir vegstæðið af hálfu Vegagerðarinnar. Staðastaður, hæstaréttardómur í máli kirkjumálasjóðs gegn Kára H. Jónssyni. Framkvæmdastjóra var falið að ganga frá greiðslum á málskostnaði. Úrskurður Óbyggðanefndar á svæði 88. Erindi Inga Tryggvasonar hrl. Kirkjuráð telur ekki ástæðu til viðbragða. Framkvæmdastjóra var falið að svara erindi lögmannsins. Skráningarmál. Erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Samþykkt var að kanna hvort og þá hvaða úrræði kirkjumálasjóður hefur til að bregðast við úrskurði ráðuneytisins. Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála Verkefni kirkjuráðs á sviði fjármála voru til umfjöllunar á alls ellefu fundum á starfsárinu. Á (2)40. fundi er bókað að kirkjuráð samþykkti að fela framkvæmdastjóra að taka saman spurningar sem fram hafi komið vegna fyrri samþykktar um skipun þriggja manna nefndar til að skýra verksvið biskups og kirkjuráðs og setja nefndinni erindisbréf. Þá er bókað að kirkjuráð samþykki að fela framkvæmdastjóra að leita tilboða í aðkeypta innri endurskoðun. Að lokum er greint frá því að kirkjuráð hafi undirritað ársreikning Jöfnunarsjóðs sókna 2014. Á (2)41. fundi er samþykkt úthlutun úr Jöfnunarsjóði sókna. Þá er samþykkt að fela framkvæmdastjóra að svara umsókn Ástjarnarsóknar um úthlutun á styrk til sóknarinnar. Samþykkt er að fela framkvæmdastjóra að óska eftir því við Grafarvogssókn að leggja fram áætlun um hvernig sóknin hyggst greiða niður skuldir sínar. Samþykkt er að fela fjármálahópi kirkjuráðs að ræða við fulltrúa Hallgrímssóknar og fulltrúa Árbæjarkirkju. Fram fer önnur umræða um fjárhagsáætlun kristnisjóðs, kirkjumálasjóðs og rekstraráætlun biskupsstofu og samþykkt er að bjóða formanni PÍ og kjaramálafulltrúa PÍ á fund fjármálahóps kirkjuráðs til að fara yfir mál er varðaði erindi Prestafélags Íslands frá 10. nóvember til biskups Íslands og kirkjuráðs um endurskoðun á rekstrarformi

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.