Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 24

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 24
24 25 sam þykkir kirkju ráð að fela fjármála hópi kirkju ráðs að kanna hagkvæmni og möguleika á útvistun bókhaldsvinnu í samráði og samstarfi við framkvæmdastjóra kirkjuráðs og skrifstofu- og mannauðsstjóra biskupsstofu. Á (2)51. fundi er bókað að fram hafi verið lögð fundargerð fjármálahóps. Þá segir að kirkjuráð samþykki að ljúka við skráningu verklags fjármála biskupsstofu og sjóða kirkjunnar fyrir septembermánuð nk. og kirkjuráð samþykki að fresta útvistun bókhalds Skálholts til 1. janúar 2017. Næst eru tekin fyrir málefni Skálholts. Þar segir að nokkur mál hafi verið kynnt og séu til athugunar en síðan segir að kirkjuráð samþykki að veita úr kirkjumálasjóði 47.5 m.kr. til viðhalds í Skálholti, með þeim fyrirvara að sex mánaða uppgjör kirkjumálasjóðs sýni fram á að svigrúm sé til þess. Kirkjuráð samþykkti að fela fjármálahópi kirkjuráðs að fylgja málinu eftir. Næst er bókað að kirkjuráð samþykki að gangast í ábyrgð vegna lántöku Ástjarnarsóknar Kjalarnesprófastsdæmi að fjárhæð allt að 60 m.kr. Sóknin hafi verið stofnuð af kirkjuþingi 2001 og síðan þá hafi starfsaðstaðan verið óviðunandi. Sú sérstaða safnaðarins sé grundvöllur ákvörðunar kirkjuráðs og sé ekki fordæmisgefandi fyrir aðra söfnuði. Séra Gísli Gunnarsson óskaði eftir að bókað yrði að hann sæti hjá við afgreiðslu málsins. Nokkur mál voru lögð fram til kynningar og að lokum var lagt fram erindi frá verkefnisstjóra kirkjutónlistar dagsett í júní 2016 varðandi nýjan samning við Fjölís. Kirkjuráð samþykkti samninginn. Á (2)53. fundi var lögð fram og kynnt fundargerð fjár mála hóps. Þá var tekið fyrir erindi nefndar um fimm alda minningu sið bótarinnar. Kirkjuráð samþykkti að veita nefndinni vilyrði fyrir 13 m.kr. fjár veitingu sem nefndin sækir um samkvæmt fjárhagsáætlun. Vilyrðið er háð því að svigrúm sé í kirkjumálasjóði en það kemur í ljós við heildarfjárhags- áætlunar gerð kirkju málasjóðs og fer afgreiðsla málsins fram á úthlutunarfundi kirkjuráðs í desember. Næst var tekið fyrir erindi frá Stórólfshvolfssókn með bréfi dags. 15. ágúst sl. Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að svara erindi fulltrúa sóknarnefndar og jafnframt að fela starfsfólki fasteignasviðs að kynna sér málið í héraði. Þá var tekið fyrir erindi og umsókn um fjárveitingu lagt fram frá undirbúningshópi sem hefur í hyggju að láta rita og gefa út ævisögu Jóns Vídalín Skálholtsbiskups í tilefni af því að um þessar mundir eru 350 ár frá fæðingu hans (2016), 300 ár frá fyrstu útgáfu Húspostillunnar (2018) og 300 ára ártíðar hans (2020). Kirkjuráð tók vel í erindið og mun afgreiða umsóknina við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2017. Að lokum voru teknir fyrir ársreikningar Jöfnunarsjóðs sókna og kirkjumálasjóðs fyrir árið 2015. Kirkjuráð undirritaði ársreikning Jöfnunarsjóðs sókna 2015 en samþykkti svohljóðandi bókun vegna ársreiknings kirkjumálasjóðs: Reikningar kirkjumálasjóðs, frekari upplýsingar frá 251. kirkjuráðsfundi, liður 2 a iii. Kirkjuráð samþykkti að óska eftir frekari upplýsingum, tölulegum upplýsingum um reikninga og viðfangsefni kirkjumálasjóðs, sem kynntir voru á 251. kirkjuráðsfundi. Á (2)54. fundi var lögð fram og kynnt fundargerð fjármálahóps. Þá voru lögð fram og kynnt drög að hálfs árs upp gjöri biskupsstofu og kirkjumálasjóðs. Næst voru lögð fram drög að bréfi til ríkisv aldsins varðandi efndir á kirkju jarða sam komu laginu og sam þykkt að forseti kirkjuráðs undirriti bréfið fyrir hönd kirkjuráðs og sendi það forsætis-, fjármála og efna hags- og innan ríkis ráðuneyti. Þá kynnti kirkjuráð þann vilja sinn að unnið veði að

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.