Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 29

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 29
29 Kirkjuþing afgreiddi skýrslu kirkjuráðs með eftirfarandi þingsályktun: Kirkjuþing 2016 ályktar um mikilvægi kirkjuþings unga fólksins. Mikilvægt er að lögð sé áhersla á faglega vinnu varðandi þróun siðareglna þjóðkirkjunnar og menntun starfsfólks verði efld hvað varðar umgengni við fólk í viðkvæmum aðstæðum. Brýnt er að efla vitund starfsfólks, launaðs og ólaunaðs um ábyrgð sína í samskiptum við börn og unglinga sbr. ályktun kirkjuþings unga fólksins. Við tökum undir ályktun kirkjuþings unga fólksins um málsvara barna- og æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar. Allsherjarnefnd tekur einnig undir með þeim að kirkjan standi vörð um æskulýðsstarf í söfnuðum. Kirkjuþing 2016 tekur undir umfjöllun kirkjuþings unga fólksins um umhverfismál og fagnar þeirri stefnu að gera kirkjuþing pappírslaust. Kirkjuþing 2016 leggur áherslu á mikilvægi tilvistar kirkjuþings unga fólksins og hvetur það til að starfa áfram. Kirkjuþing 2016 ályktar mikilvægi þess að bæta skuli stöðu kynningar- og upplýsingamála þjóðkirkjunnar og áréttar ályktun kirkjuþings 2015 sama efnis. Kirkjuþing 2016 ályktar mikilvægi þess að kirkjuráð vinni vel saman að heill og hag þjóðkirkjunnar.

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.