Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Page 33
33
Kristnisjóður og Jöfnunarsjóður sókna
Í skýringu 2 með ársreikningi kirkjumálasjóðs kemur fram að framlög til sjóðsins hafi numið
132,7 m.kr. á árinu 2015. Þar beri hæst framlög úr kristnisjóði og Jöfnunarsjóði sókna. Í
ársbyrjun 2006 hafi verið ákveðið að færa verkefni kristnisjóðs yfir á kirkjumálasjóð og því
færist framlagstekjur kristnisjóðs óskiptar til kirkjumálasjóðs. Framlög frá Jöfnunarsjóði
sókna séu tvíþætt, annars vegar séu 15% af tekjum hans færðar yfir á kirkjumálasjóð til
styrktar kirkjulegri félags- og menningarstarfsemi og hins vegar önnur framlög. Þessar
ráðstafanir hafi verið gerðar til einföldunar stjórnsýslu. Í ríkisreikningi er staða sjóðanna
birt en þar er rekstrarafkoma þeirra jafnan núll og ef tekjuafgangur verður á þeim er hann
færður í ríkissjóð með lokafjárlögum. Sjóðirnir hafa ekki efnahag, eiga engar eignir og
skulda ekkert.
Samantekt
Svo sem fram kemur af ofangreindri umfjöllun má draga saman afkomu þess sem nefna
má samstæðu þjóðkirkjunnar, þ.e. rekstrarreiknings biskupsstofu, kirkjumálsjóðs,
kristnisjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna og er hún jákvæð sem nemur kr. 236.073.296.