Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Blaðsíða 34
34 35
Rekstraráætlanir ársins 2017
Biskupsstofa
Gert er ráð fyrir að ríkissjóður standi að fullu við kirkjujarðasamkomulagið enda um
samningsbundið framlag að ræða. Framlag, eða endurgjald, ríkissjóðs verður þá skv.
reiknilíkani því sem notað er til að reikna það út 2.250,5 m.kr. Það skiptist þannig að
til greiðslu launakostnaðar eru 1.981,3 m.kr. og til greiðslu annars rekstrarkostnaðar eru
269,2 m.kr. Fyrstu drög að áætluninni gera ráð fyrir að jöfnuður verði í rekstrinum miðað
við þessar tekjuforsendur, tekjuafgangur verði 9 m.kr. sem er 0,4% af tekjum.
Kirkjumálasjóður
Í drögum að áætlun kirkjumálasjóðs er gert ráð fyrir að framlag ríkissjóðs verði 309,6
m.kr. en það er framreiknað framlag gildandi fjárlaga. Rekstrinum er skipt í almenna
starfsemi sjóðsins og starfsemi fasteignasviðs. Rekstrargjöld vegna almennrar starfsemi
sjóðsins eru áætluð 224,4 m.kr. og eru þau alfarið fjármögnuð af framlagi ríkissjóðs.
Rekstrargjöld fasteignasviðsins eru áætluð 155,4 m.kr. Af framlagi ríkissjóðs renna því 85,3
m.kr. til fasteignasviðsins en 70,2 m.kr. eru fjármagnaðar af sértekjum, þ.e. leigutekjum.
Samkvæmt þessu er því gert ráð fyrir jöfnuði í rekstri sjóðsins en sá jöfnuður fæst með
því að rekstrarkostnaður fasteigna sjóðsins er framreiknaður með áætlun Hagstofunnar
um 3,9% verðlagsbreytingar milli ára og mismunurinn er færður á viðhalds- og
stofnkostnaðarliðinn.
Kirkjumálasjóður Ársáætlun 2017 (drög 1)
Almenn starfsemi
Tekjur
Framlag ríkissjóðs -309.622.000
Flutt á fasteignasvið 85.255.153
Tekjur samtals -224.366.847
Gjöld
Kirkjuþing 33.235.292
Kirkjuráð 22.024.648
Kirkjumálasjóður – framlög 40.044.816
Kirkjumálasjóður – nefndir 26.465.064
Kirkjumálasjóður – laun og lífeyrisskuldbindingar 35.739.999
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar 27.430.699
Prestastefna, leikmannastefna 15.900.000
Fjármunatekjur – fjármagnsgjöld 23.526.329
Gjöld samtals 224.366.847
Almenn starfsemi samtals 0