Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 53

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 53
53 3. gr. 16. gr. starfsreglnanna orðist svo: ■Kirkjuráð heldur fund mánaðarlega að jafnaði. Heimilt er að fella niður einn fund á tímabilinu júní-ágúst ár hvert. Forseti ráðsins getur boðað til aukafundar ef brýna nauðsyn ber til. Einnig skal halda fund ef tveir eða fleiri kirkjuráðsmenn óska þess. □Heimilt er kirkjuráðsmönnum að taka þátt í kirkjuráðsfundi með fjarfundarbúnaði ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. □Fund skal boða með dagskrá, bréflega eða í tölvupósti, með viku fyrirvara að jafnaði. Jafnframt skulu erindi sem óskað er eftir að tekin séu fyrir í kirkjuráði hafa borist fyrir fundarboðun. 4. gr. 17. gr. starfsreglnanna orðist svo: ■Kirkjuráð ræður sér fundarritara. Hann ritar fundargerð sem borin skal upp til sam- þykktar á fundinum eða send kirkjuráðsmönnum eigi síðar en viku eftir fundinn til samþykktar. Í fundargerð skal greina stutt og skilmerkilega frá framlagningu máls og niðurstöðu í því. Hver kirkjuráðsmaður á rétt á að fá bókað um afstöðu sína eða annað sem tengist þeim dagskrárlið sem til umræðu er. □Fundargerð skal send kirkjuþingsmönnum þegar eftir að hún liggur fyrir. Samþykkt fundargerð er opinber og öllum aðgengileg, nema lög mæli fyrir um annað. 5. gr. ■Starfsreglur þessar sem settar eru skv. heimild í 59. gr. laga um stöðu stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, öðlast gildi 1. janúar 2017.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.