Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Síða 64
64 65
24. mál kirkjuþings 2016
Flutt af biskupi Íslands
Þingsályktun
um samkirkjustefnu þjóðkirkjunnar
Kirkjuþing 2016 samþykkir samkirkjustefnu þjóðkirkjunnar.
Samkirkjustefna þjóðkirkjunnar
Þjóðkirkjan telur köllun kristinnar kirkju til einingar mikilvæga og leggur áherslu á að
sú eining sé sýnileg í biðjandi, boðandi og þjónandi starfi; með samræðu, samfélagi og
samstarfi. Sjálfsmynd okkar sem lúterskrar kirkju er að starfa af heilindum með öðrum
kirkjum.
Greinargerð
1. Hvað er samkirkjulegt starf?
Samkirkjumál eru þýðing á hugtaki sem á rætur í gríska orðinu oikoumene, sem þýðir
í raun hinn byggði heimur. Í yfirfærðri merkingu er það þau sem byggja saman hinn
kristna heim – hin kristna kirkja sem er ein þó að hún greinist í margar deildir. Kristur
bað fyrir lærisveinum sínum og þeim sem tækju trú fyrir orð þeirra – að allir væru þeir
eitt. (Jóh 20:23).
Samkirkjuhreyfingin vinnur að því að græða mein og vinna að einingu kristinnar
kirkju, einingu sem þó tekur mið af fjölbreytni kristinna safnaða um allan heim og
ólíkra kirkjudeilda. Í heimi þar sem kristin trú er víða á undanhaldi eða jaðarsett verður
ekki hjá því komist að kristnar kirkjur vinni saman.
Samkirkjulegt starf hefur fyrst og fremst verið skilgreint sem samstarf kirkjudeilda.
Það er þó einnig notað hér á landi um samstarf við systurkirkjur erlendis, s.s. norrænar
kirkjur eða við Lúterska heimssambandið. Þjóðkirkjan á einnig í samstarfi við fólk af
öðrum trúarbrögðum en um það er notað hugtakið þvertrúarlegt starf (interfaith).
Samkirkjulegt starf þjóðkirkjunnar á sér stað innanlands og á alþjóðavettvangi meðal
annars með þátttöku í hinni alþjóðlegu samkirkjulegu hreyfingu. Í þessu skjali er orðið
samkirkjulegt starf notað um samstarf kirkna innanlands og utan og kirkjudeilda.
Vinnan að einingu kristins fólks og kirkjunnar snýr bæði að kenningarlegum
málefnum og samstarfi. Markmiðið er að vinna í átt að einingu, vitandi að sú eining
felur í sér fjölbreytni. Margt hefur áunnist og markvisst samstarf og samræður skilað
árangri sem er sýnilegur í yfirlýsingum og skjölum og í viðamiklum verkefnum sem
kirkjurnar hafa sinnt saman. Þar má meðal annars nefna hvernig unnið hefur verið
að sameiginlegum skilningi á skírn, altarissakramenti og embættum (Lima skýrslan),
yfirlýsingu um sameiginlegan skilning um réttlætingu af náð (Lúterska heimssambandið
og kaþólska kirkjan) og gagnkvæmri viðurkenningu á embættum og sáttmála um að
vaxa saman í lífi og starfi (Porvoo sáttmálinn).
Markmið samkirkjuhreyfingarinnar er að vinna að sýnilegri einingu hinnar kristnu