Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 66

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2016, Side 66
66 67 stóru samkirkjulegu samtakanna. Þá hefur þjóðkirkjan tekið þátt í starfi evrópsku kærleiksþjónustunnar, Eurodiakonia. Á Íslandi hefur verið starfrækt formlegt samstarf milli kristinna safnaða frá því um 1980 þegar Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi var stofnuð að frumkvæði þjóðkirkjunnar. Óformleg samvinna á sér miklu lengri sögu, til dæmis um Alþjóðlegan bænadag kvenna, starf sem forystukonur Hjálpræðishersins leiddu lengst af. Sjálfstæð félög og stofnanir innan kirkjunnar starfa einnig oft á samkirkjulegum grunni. Hjálparstarf kirkjunnar starfar t.d. náið með samkirkjulegu hjálparsamtökunum ACT, Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) er í samstarfi við European Fellowship of Christian Churches, Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum (ÆSKR) er í samstarfi við Ecumenical Youth Council of Europe. 3. Framtíðarsýn í samkirkjulegu starfi Kristin kirkja er kölluð til að vinna að einingu kristins fólks, bræðra okkar og systra. Við erum kölluð til að starfa með þeim að því að breiða út fagnaðarerindið í orði og verki og vinna að því að við getum í sátt mæst við altarisborðið. Samkirkjulegt starf er mikilvægur þáttur í starfi kirkjunnar og kemur öllum skírðum einstaklingum við. Samkirkjulegt starf hérlendis og erlendis minnir okkur á ábyrgð okkar á náunganum og er þáttur í því að vinna að réttlæti öllum til handa, friði og verndun sköpunarinnar. 4. Markmið samkirkjulegs starfs þjóðkirkjunnar Þjóðkirkjan vill vinna að sýnilegri einingu kirkjunnar. Við viljum geta haft sameiginlegt helgihald. i. Við störfum með samkirkjulegum samtökum, hérlendis og erlendis, að því sem eykur samstöðu, t.d. samræður um guðfræði í heiminum. ii. Við biðjum fyrir einingu kirkjunnar, fyrir öðrum kirkjudeildum og kristnu fólki um allan heim. Við erum hluti hinnar alþjóðlegu kirkju Krists og við berum ábyrgð í kristnu samfélagi iii. Við tökum þátt í alþjóðlegu starfi sem stuðlar að einingu kirkjunnar. iv. Við leggjum okkar af mörkum til að aðstoða kirkjur sem eiga undir högg að sækja. v. Við leggjum áherslu á að fræða söfnuðina um ólíkar kirkjudeildir og ólíkar aðstæður. vi. Við hvetjum söfnuði þjóðkirkjunnar til að leggja sitt af mörkum í hjálparstarfi á erlendum vettvangi, t.d. með því að styrkja skipulagt kirkjulegt hjálparstarf. 5. Áætlun Til þess að ná þessum markmiðum leggjum við áherslu á samkirkjulegt starf á sviði safnaðarins, prófastsdæmisins og biskupsdæmisins.

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.