Jökull - 01.12.2006, Síða 78
Society report
Hrútsfjallstindar
Guðjón Snær Steindórsson
Ásbúð 7, 210 Garðabæ
Íslenskir jöklar hafa mikið aðdáttarafl og þeirra má
njóta á ýmsan hátt. Jöklagöngur eru án efa sú leið sem
ég kýs helsta eða að ganga á tinda í jaðri jöklanna.
Í vestanverðum Öræfajökli, á milli Skaftafellsjökuls
og Svínafellsjökuls, eru Hrútsfjallstindar. Tindarn-
ir eru fjórir og er sá hæsti 1875 m hár. Þeir hafa
um nokkuð skeið verið aðgreindir sem Suðurtindur
(1854 m), Miðtindur (1852 m), Hátindur (1875 m)
og Vesturtindur (1756 m). Þessir fögru tindar hafa
löngum heillað fjallgöngufólk en gangan á þá þykir
fremur krefjandi og er ekki á allra færi. Um nokkr-
ar leiðir er að ræða á Hrútsfjallstinda, jafnt til klifurs
eða göngu. Lýsingar á leiðum þessum má finna í árs-
riti íslenska Alpaklúbbsins árið 1993 og á heimasíðu
hans (www.isalp.is). Fyrst var gengið á þrjá tindanna
þann 19. ágúst 1953 og reyndar voru þar á ferð félag-
ar í Jöklarannsóknafélaginu. Á fjórða tindinn, sem nú
er nefndur Suðurtindur, var svo fyrst gengið á 7. maí
1982. Sú leið sem hér er sagt frá, upp suðvesturhlíð
Eystra-Hrútsfjalls, var fyrst farin árið 1981 og í ágúst
1983 var farið á Suðurtind eftir henni. Hækkunin af
Svínafellsjökli upp á hæsta tindinn er um 1400 metr-
ar. Ferð þessa fór ég ásamt Snævari Guðmundssyni
félaga mínum um miðjan maí 2005.
Til þess að komast að rótum Hrútsfjalls er fyrst
gengið inn Svínafellsjökul, um 5 km leið. Ætlun okk-
ar var að fara fyrst inn undir fjallið og leggja okk-
ur þar í nokkra stund áður en fjallgangan sjálf hæf-
ist. Við lögðum af stað upp Svínafellsjökul síðdegis
þann 15. maí og gekk ferðin vel þrátt fyrir að jökull-
inn væri töluvert sprunginn. Að ganga inn í þennan
fagra fjallasal er mikilfenglegt enda rísa hæstu tind-
ar og hlíðar landsins umhverfis. Við vorum um tvo
tíma inn að Hrútsfjalli og gengum þá af jöklinum í um
400 m hæð og upp í gróna urð í undirhlíðum Vestara-
Hrútsfjalls. Þar er „Stóri steinninn“ svonefndi, risa-
vaxið grettistak þar sem fjallamenn leggjast gjarnan
við til hvíldar áður en farið er upp á Hrútsfjallstinda.
Þarna er sannkallaður sælureitur og friðsældin algjör
en þó stöku sinnum rofin af drunum frá falli Svína-
fellsjökuls. Það vekur athygli að jafnvel rjúpan hef-
ur fundið sér athvarf hér. Þetta umhverfi hefur mikið
breyst frá því ég var hér fyrst á ferð fyrir rúmum 20
árum. Það er ótrúlegt nú hvað jöklarnir hér hafa hop-
að. Þar sem áður voru úfnir skriðjöklar sjást nú aðeins
berir klettar og urðir.
Kort af umhverfi Hrútsfjallstinda. – A Lambert Con-
formal Conic, ISN93 datum map produced by Matt-
hew Roberts showing the location of Mt. Hrútsfjall.
Elevation contours are placed at 10 m intervals.
Við sváfum í nokkra tíma undir berum himni áður
en við lögðum af stað í sjálft klifrið. Svefnbúnaður-
inn var skilinn eftir og við tókum aðeins það nauð-
synlegasta með enda ætlunin að vera fljótir í förum og
hafa léttar byrðar. För okkar lá í fyrstu upp Vestara-
Hrútsfjall en í um 800 m hæð fórum við yfir skrið-
76 JÖKULL No. 56, 2006