Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.2006, Qupperneq 78

Jökull - 01.12.2006, Qupperneq 78
Society report Hrútsfjallstindar Guðjón Snær Steindórsson Ásbúð 7, 210 Garðabæ Íslenskir jöklar hafa mikið aðdáttarafl og þeirra má njóta á ýmsan hátt. Jöklagöngur eru án efa sú leið sem ég kýs helsta eða að ganga á tinda í jaðri jöklanna. Í vestanverðum Öræfajökli, á milli Skaftafellsjökuls og Svínafellsjökuls, eru Hrútsfjallstindar. Tindarn- ir eru fjórir og er sá hæsti 1875 m hár. Þeir hafa um nokkuð skeið verið aðgreindir sem Suðurtindur (1854 m), Miðtindur (1852 m), Hátindur (1875 m) og Vesturtindur (1756 m). Þessir fögru tindar hafa löngum heillað fjallgöngufólk en gangan á þá þykir fremur krefjandi og er ekki á allra færi. Um nokkr- ar leiðir er að ræða á Hrútsfjallstinda, jafnt til klifurs eða göngu. Lýsingar á leiðum þessum má finna í árs- riti íslenska Alpaklúbbsins árið 1993 og á heimasíðu hans (www.isalp.is). Fyrst var gengið á þrjá tindanna þann 19. ágúst 1953 og reyndar voru þar á ferð félag- ar í Jöklarannsóknafélaginu. Á fjórða tindinn, sem nú er nefndur Suðurtindur, var svo fyrst gengið á 7. maí 1982. Sú leið sem hér er sagt frá, upp suðvesturhlíð Eystra-Hrútsfjalls, var fyrst farin árið 1981 og í ágúst 1983 var farið á Suðurtind eftir henni. Hækkunin af Svínafellsjökli upp á hæsta tindinn er um 1400 metr- ar. Ferð þessa fór ég ásamt Snævari Guðmundssyni félaga mínum um miðjan maí 2005. Til þess að komast að rótum Hrútsfjalls er fyrst gengið inn Svínafellsjökul, um 5 km leið. Ætlun okk- ar var að fara fyrst inn undir fjallið og leggja okk- ur þar í nokkra stund áður en fjallgangan sjálf hæf- ist. Við lögðum af stað upp Svínafellsjökul síðdegis þann 15. maí og gekk ferðin vel þrátt fyrir að jökull- inn væri töluvert sprunginn. Að ganga inn í þennan fagra fjallasal er mikilfenglegt enda rísa hæstu tind- ar og hlíðar landsins umhverfis. Við vorum um tvo tíma inn að Hrútsfjalli og gengum þá af jöklinum í um 400 m hæð og upp í gróna urð í undirhlíðum Vestara- Hrútsfjalls. Þar er „Stóri steinninn“ svonefndi, risa- vaxið grettistak þar sem fjallamenn leggjast gjarnan við til hvíldar áður en farið er upp á Hrútsfjallstinda. Þarna er sannkallaður sælureitur og friðsældin algjör en þó stöku sinnum rofin af drunum frá falli Svína- fellsjökuls. Það vekur athygli að jafnvel rjúpan hef- ur fundið sér athvarf hér. Þetta umhverfi hefur mikið breyst frá því ég var hér fyrst á ferð fyrir rúmum 20 árum. Það er ótrúlegt nú hvað jöklarnir hér hafa hop- að. Þar sem áður voru úfnir skriðjöklar sjást nú aðeins berir klettar og urðir. Kort af umhverfi Hrútsfjallstinda. – A Lambert Con- formal Conic, ISN93 datum map produced by Matt- hew Roberts showing the location of Mt. Hrútsfjall. Elevation contours are placed at 10 m intervals. Við sváfum í nokkra tíma undir berum himni áður en við lögðum af stað í sjálft klifrið. Svefnbúnaður- inn var skilinn eftir og við tókum aðeins það nauð- synlegasta með enda ætlunin að vera fljótir í förum og hafa léttar byrðar. För okkar lá í fyrstu upp Vestara- Hrútsfjall en í um 800 m hæð fórum við yfir skrið- 76 JÖKULL No. 56, 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.