Jökull - 01.12.2006, Side 87
Society report
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995-2004 og
2004–2005
Oddur Sigurðsson
Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is
YFIRLIT — Árið 2004 var enn eitt hlýindaárið með löngu sumri sem sjá má á vefsíðu Veðurstofu Íslands.
Úrkoma var yfir meðallag einkum um veturinn. Samt var snjólétt á fjöllum mestan part vetrar, enda lengst af
hlýtt þrátt fyrir hörð kuldaköst. Sumarið 2005 var sæmilega hlýtt en það haustaði snemma. Í lok ágúst setti
snjó í fjöll og á jökla. September var kaldur um allt land svo að jöklamælingastaðir voru sums staðar á kafi
við haustvitjun þannig að ekki var unnt að mæla. Þar af leiðandi skiluðu sér færri mælingar en ella hefði verið
og voru þær einungis 37 þetta árið. Á 7 stöðum, sem vitjað var, reyndist ekki unnt að mæla eða niðurstöður
ekki marktækar af öðrum ástæðum. Á 33 stöðum telst jökuljaðarinn hafa hopað en gengið fram á tveim stöðum,
það er Reykjarfjarðarjökull, sem hefur enn ekki bitið úr nálinni með síðasta framhlaup, og á einum stað á
Skeiðarárjökli austanverðum án þess að nokkur sérstök skýring hafi fundist á því. Mælingar voru nú hafnar á
Steinsholtsjökli í fyrsta sinn og er gott að hafa þær til samanburðar við Gígjökul, sem hefur breyst gífurlega að
undanförnu.
AFKOMUMÆLINGAR
Hér fylgja í töflu 1 afkomutölur hvers árs á Sátu-
jökli frá 1988 og á Þjórsárjökli og Blágnípujökli frá
1989 samkvæmt mælingum Orkustofnunar (Oddur
Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993; Oddur Sigurðsson
og Ólafur Jens Sigurðsson 1998; Oddur Sigurðsson
og fl. 2004).
Neðst í töflu fyrir hvern jökul er samantekið fyr-
ir öll árin meðalvetrarafkoma, meðalsumarafkoma,
samanlögð ársafkoma og meðalhæð jafnvægislínu.
Þar kemur í ljós að mest snjóar á Þjórsárjökul. Þar
leysir líka mest og jafnvægislína er þar miklu neðar á
jöklinum en á þeim hliðunum sem snúa í norður og
suðvestur.
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Jökulsporðurinn þynnist mjög og
hefur hörfað til brekkuróta segir í mælingaskýrslu Ind-
riða á Skjaldfönn. Þar er eins konar vatnsrennibraut
sem sorfist hefur í tímans rás.
Pistill Indriða 9. nóvember 2005 segir m.a.: „Vet-
urinn kom aftan að okkur í þetta sinn og hauststörf,
svo sem húsamokstur, heimaslátrun og sviðamennsku
er fyrst nú að ljúka.
Um árferði er þetta helst að segja. Tíðarfar ágætt
í nóvember og desember og snjólaust. Janúar kaldur
og setti niður nokkurn snjó sem tók þó að mestu upp
neðan brúna í þorrahlýindum.
Vorveðrátta í besta máta í mars og apríl. Maí kald-
ur, þurr og sólríkur, frost flestar nætur fram í fyrstu
viku júní.
Þá brá til sumarveðráttu en þurrkar þó til baga fyr-
ir gróður. Brunnu víða harðlend tún. Úrkoma næg og
sprettutíð fyrri helming júlí. Heyskap bjargað í sam-
felldum þurrka og góðviðriskafla seinni part mánaðar-
ins. Eftir það hryssingur í ágúst og til 21. september.
Þá tók við vetur með viku jarðbönnum fyrir fé á lág-
lendi en stórfenni til fjalla. Tíð síðan stirð, umhleyp-
ingasöm og köld. Vilja margir Vestfirðingar meina að
þeir hafi lítið orðið varir við sumarið og haustið hafi
farið alveg hjá garði.
JÖKULL No. 56, 2006 85