Jökull


Jökull - 01.12.2006, Page 87

Jökull - 01.12.2006, Page 87
Society report Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995-2004 og 2004–2005 Oddur Sigurðsson Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík; osig@os.is YFIRLIT — Árið 2004 var enn eitt hlýindaárið með löngu sumri sem sjá má á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Úrkoma var yfir meðallag einkum um veturinn. Samt var snjólétt á fjöllum mestan part vetrar, enda lengst af hlýtt þrátt fyrir hörð kuldaköst. Sumarið 2005 var sæmilega hlýtt en það haustaði snemma. Í lok ágúst setti snjó í fjöll og á jökla. September var kaldur um allt land svo að jöklamælingastaðir voru sums staðar á kafi við haustvitjun þannig að ekki var unnt að mæla. Þar af leiðandi skiluðu sér færri mælingar en ella hefði verið og voru þær einungis 37 þetta árið. Á 7 stöðum, sem vitjað var, reyndist ekki unnt að mæla eða niðurstöður ekki marktækar af öðrum ástæðum. Á 33 stöðum telst jökuljaðarinn hafa hopað en gengið fram á tveim stöðum, það er Reykjarfjarðarjökull, sem hefur enn ekki bitið úr nálinni með síðasta framhlaup, og á einum stað á Skeiðarárjökli austanverðum án þess að nokkur sérstök skýring hafi fundist á því. Mælingar voru nú hafnar á Steinsholtsjökli í fyrsta sinn og er gott að hafa þær til samanburðar við Gígjökul, sem hefur breyst gífurlega að undanförnu. AFKOMUMÆLINGAR Hér fylgja í töflu 1 afkomutölur hvers árs á Sátu- jökli frá 1988 og á Þjórsárjökli og Blágnípujökli frá 1989 samkvæmt mælingum Orkustofnunar (Oddur Sigurðsson, 1989, 1991 og 1993; Oddur Sigurðsson og Ólafur Jens Sigurðsson 1998; Oddur Sigurðsson og fl. 2004). Neðst í töflu fyrir hvern jökul er samantekið fyr- ir öll árin meðalvetrarafkoma, meðalsumarafkoma, samanlögð ársafkoma og meðalhæð jafnvægislínu. Þar kemur í ljós að mest snjóar á Þjórsárjökul. Þar leysir líka mest og jafnvægislína er þar miklu neðar á jöklinum en á þeim hliðunum sem snúa í norður og suðvestur. ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR Drangajökull Kaldalónsjökull – Jökulsporðurinn þynnist mjög og hefur hörfað til brekkuróta segir í mælingaskýrslu Ind- riða á Skjaldfönn. Þar er eins konar vatnsrennibraut sem sorfist hefur í tímans rás. Pistill Indriða 9. nóvember 2005 segir m.a.: „Vet- urinn kom aftan að okkur í þetta sinn og hauststörf, svo sem húsamokstur, heimaslátrun og sviðamennsku er fyrst nú að ljúka. Um árferði er þetta helst að segja. Tíðarfar ágætt í nóvember og desember og snjólaust. Janúar kaldur og setti niður nokkurn snjó sem tók þó að mestu upp neðan brúna í þorrahlýindum. Vorveðrátta í besta máta í mars og apríl. Maí kald- ur, þurr og sólríkur, frost flestar nætur fram í fyrstu viku júní. Þá brá til sumarveðráttu en þurrkar þó til baga fyr- ir gróður. Brunnu víða harðlend tún. Úrkoma næg og sprettutíð fyrri helming júlí. Heyskap bjargað í sam- felldum þurrka og góðviðriskafla seinni part mánaðar- ins. Eftir það hryssingur í ágúst og til 21. september. Þá tók við vetur með viku jarðbönnum fyrir fé á lág- lendi en stórfenni til fjalla. Tíð síðan stirð, umhleyp- ingasöm og köld. Vilja margir Vestfirðingar meina að þeir hafi lítið orðið varir við sumarið og haustið hafi farið alveg hjá garði. JÖKULL No. 56, 2006 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.