Jökull


Jökull - 01.12.2006, Síða 92

Jökull - 01.12.2006, Síða 92
Oddur Sigurðsson okkur að veruleg breyting hafi orðið þarna við mynni Jökuldals. Nú hefur jökuljaðarinn hörfað frá klettun- um austan við Lakahnútu og komnir grófir áraurar alla leið inn í Jökuldalinn. Þar er bilið milli klettanna og jökulsins varla minna en 70 m. Á þessum aurum sýn- ist þó enn vera „dauður jökull“ á kafla því að Deildará hverfur sums staðar í sand og einnig sáust þar smá pyttir með ís í börmunum. Yfir að líta hefur Breiðamerkurjökull lækk- að áberandi í ár þegar miðað er við fjöllin í kring: Breiðamerkurfjall, Esjufjöll, Suðursveitarfjöll, einkum Fellsfjall og svo jökulskerin þrjú Systrasker, Bræðrasker og Kárasker.“ Enn fremur segir Helgi um Fjallsjökul – „Þar hef- ur kannski mesta breytingin verið á vesturjaðrinum, þar sem hann mætir Hrútárjökli. Þar er komin íslaus geil langt norður milli jökulstraumanna. Dálítil ár- spræna rennur eftir henni og fellur svo austur í Fjalls- árlón eftir djúpum farvegi eða gili sem hún byrjaði að grafa í september 2002 gegnum haftið upp af Gamla- seli. Yfir þetta gil liggur mælingarlínan. Nú tókst okkur að mæla þarna með því að nota fjarlægðarmæl- inn og mæla síðan frá gilbarminum að jökulsporðin- um þar. Til að mæla Fjallsjökul framan við Bæjarsker notuðum við fjarlægðarmælinn, því að Fjallsá, sem rennur þar meðfram, var heldur erfið til að vaða. Í janúar síðastliðinn vetur mældum við Hálfdán dýpi í Fjallsárlóni á nokkrum stöðum, þ.e. á vestasta hlutan- um þar sem flatur jökull lá yfir til skamms tíma. Mesta dýpi var um 50 m nálægt jökulveggnum, en víðast var dýpið um 45 m. Á lóninu var lagnaðarís 50–60 cm þykkur. Lónið var leirlitað eins og venjulega, en á talsverðu svæði langt frá landi skipti ísinn um lit og var nærri tær og þar reyndist ísinn aðeins 5 cm þykk- ur eða ekki meira en sæmilegt mannhald. Við sáum ekki aðra skýringu á þessu fyrirbrigði en að þar væri kaldaverms-uppspretta á botninum sem þessu veldur. Hrútárjökull hefur greinilega lækkað í ár, sérstak- lega sá hluti sem er nálægt Sauðafelli í Ærfjalli. En syðri hlutinn er í meira jafnvægi eftir því sem séð verður. Þó hefur í sumar á mælingarlínunni rofnað smá spilda og myndað þar lónpoll. Annars staðar er jaðarinn hulinn samfelldu grjótlagi. Við könnuðum sporð Kvíárjökuls þann 19. sept- ember og töldum ekki hægt að koma við mælingu þar svo að gagni væri. Helstu einkenni eða breyting er hvað suðurhluti hans lækkar og lónið þar er að stækka og mótast. Það mældist í vetur um 15 m djúpt. Nú mældum við hæð frá þessu lóni upp á háa grjótjök- ulbunkann sem er þar fast norðan við á jökulsporð- inum og reyndist hann vera um 72 m. Á einum stað sást að jökull náði út að bakkanum á þessu jaðarlóni. Þetta var aðeins mjór jökultangi eða aðeins um 5–10 m breiður og hæðin aðeins 1–2 m upp fyrir vatnsborð- ið. Hann virtist vera tengdur jökulsporðinum og leit úr fyrir að geta verið á floti. Nú í haust blasir Hólárjökull við í allri sinni hæð þegar farið er um veginn.“ Heinabergsjökull – Stefna vestari línunnar var nú lag- færð þannig að Eyjólfur Guðmundsson segir mæling- una ekki samanburðarhæfa við fyrra ár. Löng geil er að myndast í norðanverðum jöklinum, sem veldur því innan tíðar að mælilínan lendir ekki í jöklinum. Henni var snúið um nokkrar gráður til að fylgja jöklinum. Mæling frá vörðu niðri við lón gaf 25 m hop. Rjúpnabrekkujökull – Smári Sigurðsson segir í skýrslu sinni: „ Á liðnum vetri snjóaði mjög lítið á umræddu svæði eins og tvo síðastliðna vetur. Til marks um það þá var stóra, svarta öskuflekki úr Grím- svatnagosinu frá haustdögum 2004 að sjá á austaverð- um Dyngjujökli um miðjan mars. Askan virðist því ásamt lítilli vetrarákomu flýta enn meira fyrir bráðnun jökulsins. Hvað vetrarákomu varðar á þessu svæði þá var til að mynda Trölladyngja og Dyngjuháls nánast alveg snjólaus upp úr miðjum júní.“ TAFLA YFIR JÖKLABREYTINGAR Nú hefur taflan yfir jöklabreytingarnar verið óbreytt um árabil og farin að ganga sér nokkuð til húðar og segir varla þá sögu sem ætlast má til. Tímabilinu, sem liðið er síðan mælingarnar hófust, má skipta í þrennt. Frá 1930–1970 má segja að flestir jöklar á landinu hafi rýrnað til mikilla muna. Næsta aldar- fjórðung þar á eftir, þ.e. 1970–1995 var mun kald- ara og hófst raunar með hafísárunum á 7. áratugnum. Þorri jökla á landinu bústnaði á þeim tíma sem glöggt má sjá á sporðabreytingum. Síðan 1995 hefur afkoma jökla verið afar rýr svo vandfundinn er annar áratug- ur sem hefur verið jöklun landsins jafn harður. Þess vegna eru breytingarnar settar upp í þessum tímabil- 90 JÖKULL No. 56, 2006
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.