Jökull


Jökull - 01.12.2006, Page 96

Jökull - 01.12.2006, Page 96
Society report Jarðfræðafélag Íslands Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2005 Í stjórn Jarðfræðafélagsins störfuðu Ármann Hösk- uldsson (formaður), Börge Johannes Wigum (vara- form.), Bjarni Richter (gjaldkeri), Kristín Vogfjörð, Rikke Petersen (vefsíðustjóri), Andri Stefánsson (rit- ari) og Steinunn Hauksdóttir. Alls eru nú um 269 félagar skráðir í félagið. Störf félagsins voru með hefðbundnum hætti á árinu. Vor- fundur og aðalfundur félagsins voru haldnir 9. apríl og haustfundur 9. nóvember. Haustferð félagsins var far- in 12. nóvember. Einn fyrirlestur var haldinn á vegum félagsins þann 11. október. Sigrún Hreinsdóttir talaði um Denali jarðskjálftann í Alaska árið 2002. Fyrir- lesturinn var vel sóttur. Fyrirlestrarhald félagsins hef- ur minnkað stórum, einkum vegna mikils framboðs fyrirlestra á vegum stofnanna. Er það vísbending um mikla grósku í faginu og verður að teljast ánægjuleg þróun. Vorfundur félagsins fór fram 9. apríl. Hann var haldinn í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Fundinn sóttu um 85 félagar. Alls voru kynntar nið- urstöður um 46. verkefna með fyrirlestrum og vegg- spjöldum. Í ár var fundurinn aftur settur upp í tveim sölum og tókst í alla staði vel. Haustfundur félagsins fór fram 9. nóvember og var helgaður mannvirkjarannsóknum á Íslandi. Sá fundur var einnig haldinn í Öskju. Um var að ræða hálfsdagsfund að venju. Á fundinn mættu um 62 félagar. Alls voru flutt 10 erindi á fundinum. Í lokin voru svo pallborðsumræður um stöðu mann- virkjajarðfræði á Íslandi. Birgir Jónsson prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands hóf fundinn með er- indi og skilgreiningu á mannvirkjajarðfræði og tengsl- um hennar við verklega jarðfræði og jarðverkfræði. Matthías Loftsson hjá Hönnun hf, flutti næst erindi um grunnrannsóknir í tengslum við mannvirkjagerð. Atli Karl Ingimarsson einnig hjá Hönnun hf, fjallaði um jarðfræðilegt eftirlit við jarðgangagerð. Þorgeir S. Helgason hjá Petromodeli ehf fjallaði um eiginleika steinefna og prófanir á þeim. Snorri P. Snorrason hjá Almennu verkfræðistofunni hf, fjallaði um jarðfræði neysluvatns. Haukur Einarsson hjá Hönnun hf fjall- aði um mat á umhverfisáhrifum. Ómar Bjarki Smára- son fjallaði um Grjótnám fyrir brimvarnir á Íslandi og annarstaðar í heiminum. Hersir Gíslason og Hafdís Eygló Jónsdóttir fóru yfir námur á Íslandi og korta- grunn tengdum þeim. Að lokum fjallaði Ingvar Atli Sigurðsson um verndun jarðminja og nýlega skýrslu sem fjallar um þau mál. Haustferð félagsins var farin laugardaginn 12. nóvember og var ferðinni heitið að Kárahnjúkum til að kynna fyrir félagsmönnum virkjanaframkvæmdir þar eystra. Alls fór 51 félagi í ferðina. Flogið var með Flugfélagi Íslands til Egilstaða og þaðan farið um á rútu frá Austfjarðarleið. Almennt voru þátttak- endur ánægðir með viðtökur og kynningar þar eystra. Vinsældir haustferða fara stöðugt vaxandi og er það ánægjuefni, enda upplagt til að miðla þekkingu úr mörkinni til félagsmanna. Nefndir Eftirfarandi nefndir störfuðu á vegum félagsins árið 2005. Ritnefnd Jökuls – Fulltrúar félagsins í ritnefnd Jökuls eru Áslaug Geirsdóttir, ritstjóri, Karl Grön- vold og Kristján Sæmundsson. Samráðsnefnd Jarð- vísindastofnanna – Ármann Höskuldsson. Sigurð- arsjóður – Ármann Höskuldsson (form.), Freysteinn Sigmundsson og Kristín Vogfjörð. Sigurðarmedalía – Freysteinn Sigmundsson (form.), Ármann Höskulds- son og Olgeir Sigmarsson. Orðanefnd – Haukur Jó- hannesson (form.), Freysteinn Sigurðsson og Sigurð- ur Sveinn Jónsson. Siðanefnd – Steinunn Hauksdóttir (form.), Helgi Torfason, Kristján Ágústsson og Þor- valdur Þórðarson. EFG – Helgi Torfason og Páll Hall- dórsson. IUGS (nefnd skipuð af umhverfisráðherra) – Ekki hefur verið óskað eftir tilnefningu JFÍ. Ármann Höskuldsson 94 JÖKULL No. 56, 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.