Jökull


Jökull - 01.12.2006, Page 98

Jökull - 01.12.2006, Page 98
Magnús T. Guðmundsson Alexander Ingimarsson sá um félagaskrá og var að auki umsjónarmaður húsnæðis í Mörkinni 6. Steinunn Jakobsdóttir sá um erlenda áskrift Jökuls. FÉLAGATAL Skráðir félagar er nú 480. Heiðursfélagar er 11, al- mennir félagar 406, fjölskyldufélagar 7, fyrirtæki og stofnanir 41 og námsmenn 15. Einnig eru um 50 bréfafélagar auk þess sem Jökull er sendur 7 fjölmiðl- um og erlendir áskrifendur eru rúmlega 60. FJÁRMÁL Fjárhagur félagsins er viðunandi og fjárhagsstaðan traust. Hinsvegar er ljóst að ýmis kostnaður hefur vax- ið töluvert á síðustu árum, t.d. póstburðargjöld, gjöld af vefsetri, húsaleiga vegna bíls og fleira. Stjórn fé- lagsins þarf því jafnan að fylgjast vel með útgjöldum og leita leiða til að halda rekstrinum sem hagkvæm- ustum og styrkja og efla fjáröflunarleiðir félagsins. Nánar er fjallað um fjármálin af gjaldkera þegar hann kynnir reikninga félagsins. RANNSÓKNIR Rannsóknir sem félagið kom að fóru einkum fram í vorferð á Vatnajökul, ágústferð á Vatnajökul og í sporðamælingum félagsmanna. Að auki studdi félag- ið beint og óbeint við fleiri verkefni. Vorferð Vorferðin, sú 53. í röðinni, var farin 3.–12. júní. Þátt- takendur voru 24 en að auki voru fjórir sem héldu til byggða mánudaginn 6. júní. Að venju var unnið að margvíslegum verkefnum í ferðinni, s.s. mælingum á vatnshæð Grímsvatna, vetrarafkomu í Grímsvötn- um, á Háubungu og Bárðarbungu, GPS landmæling- um, þyngdarmælingum, kortlagningu jökulyfirborðs í Grímsvötnum og Gjálp, athugunum á gosstöðvum í Grímsvötnum frá 2004, kortlagningu gjóskulags- ins frá gosinu 2004, mælingum á ísskriði í Gjálp og Skaftárkötlum, vitjað var um veðurstöðvar og unnið að viðhaldi á gufurafstöðvum á Grímsfjalli. Félagið naut góðs stuðnings frá Landsvirkjun og Vegagerð- inni eins og oft áður. Landsvirkjun sá til þess að snjóbíll Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík var með í för og nýttist hann mjög vel við að gera gryfjur nið- ur að gjóskulaginu í Grímsvötnum. Auk sjálfboðaliða JÖRFÍ tóku starfsmenn Jarðvísindastofnunar Háskól- ans, Veðurstofunnar og Landsvirkjunar þátt í ferðinni. Einnig var með okkur ungur vísindamaður frá Spáni, sem hingað kom til að fræðast um gosmyndanir í jökli. Ferð á Vatnajökul í ágúst Vegna eldgossins í nóvember haustið áður og vegna þess verkefnis að mæla með nýjustu tækni (GPS) þrí- hyrninganetið frá 6. áratugnum var farin ferð á Vatna- jökul dagana 6.–14. ágúst. Landsvirkjun tók einnig þátt í ferðinni í þeim tilgangi að vitja um sjálfvirk- ar veðurstöðvar á jöklinum, og hliðraði þeirri árvissu ferð sinni til að hægt væri að vinna öll þessi verkefni samtímis. Einn hluti hópsins hélt austur á Goðahnúka og var lengst af þar eða í Kverkfjöllum við mæling- ar. Tókst að mæla inn gömlu merkin og setja upp ný á hentugri stöðum fyrir GPS mælingar. Í Grímsvötn- um var unnið að rannsóknum á gígnum frá 2004 og farið var niður á Skeiðarárjökul til að safna sýnum af gjóskulögum frá 19. öld sem þar er að finna ofarlega á leysingarsvæðinu. Tókust allar þessar rannsóknir með ágætum. Jökullinn var mjög leiðinlegur yfirferð- ar austan til og sagði það til sín á heimleið, því þá biluðu allir bílar og svo fór að skilja varð einn eftir undir Eyjafjöllum. Sporðamælingar Nú í febrúar höfðu borist 36 skýrslur um sporðamæl- ingar til Odds Sigurðssynar, umsjónarmanns mæling- anna. Langflestir jöklar hopa eins og undanfarin ár en þó minna en 2003 og 2004 enda var síðastliðið sumar bæði styttra og kaldara en tvö undangengin ár. Gaman er að geta þess að starf félagsins og sú saga sem sporðamælingarnar geyma vekur æ meiri athygli erlendra fjölmiðla. Oddur sendi eftirfarandi lista yfir greinar, viðtöl og upplýsingagjöf til ýmissra aðila er- lendis um Jöklarannsóknafélagið og jöklabreytingar á Íslandi: 1) Iceland’s glacier - keepers; grein í Toronto Star 20. mars 2004. 2) The Climate of Man-1; grein í The New Yorker 25. apríl 2005. 3) Viðtal í beinni útsendingu við Canadian Broa- dcasting Corporation, Radio One 11. maí 2005. 96 JÖKULL No. 56, 2006
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.