Jökull - 01.12.2006, Síða 100
Magnús T. Guðmundsson
Afkomumælingar og veðurathuganir
Afkomumælingar stofnana á Vatnajökli, Langjökli og
Hofsjökli héldu áfram eins og undanfarin ár. Þá
var fram haldið mælingum á veðurþáttum á nokkr-
um stöðum á jöklum. Félagið aðstoðaði við vinnuna á
Vatnajökli í vorferðinni en var að öðru leyti ekki þátt-
takandi í þessum mælingum.
Rannsóknir við Tungnaárjökul
Eins og undanfarin ár vann hópur jarðfræðinga frá há-
skólanum í Torun í Póllandi að rannsóknum á jökul-
menjum framan við sporð Tungnaárjökuls í júlí og
fram eftir ágúst. Eftir miðjan ágúst kom stór hópur
pólskra jöklajarðfræðinga í skoðunarferð til Íslands.
Hópurinn heimsótti m.a. Jökulheima og hópinn sem
þar vann. Félagið styrkti þessar rannsóknir á þann
hátt að veita hópnum endurgjaldslaus afnot af húsum
í Jökulheimum. Eru Pólverjarnir mjög þakklátir fyrir
þessa fyrirgreiðslu.
Eftirlit með Mýrdalsjökli
Nokkrar rannsóknastofnanir hafa staðið að eftir-
liti með Mýrdalsjökli. Þessar mælingar eru GPS-
landmælingar, jarðskjálftamælingar, vatnshæðarmæl-
ingar í ám sem renna frá jöklinum og eftirlit með
breytingum á yfirborði jökulsins. Katla hafði hægar
um sig á síðasta ári en mörg undanfarin ár, en er þó
ekki sofnuð enn. Óvíst er um hvenær næst gýs.
FUNDIR
Fundir félagsins voru með reglubundum hætti á árinu
og haldnir í Norræna húsinu. Aðalfundur var í febrú-
ar, vorfundur í apríl og haustfundur í október. Aðal-
fundurinn var 22. febrúar og eftir venjuleg aðalfund-
arstörf sýndu Magnús Tumi Guðmundsson, Bergur
Sigfússon og Sverir Elefsen myndir og kynntu rann-
sóknir á Grímsvatnagosinu í nóvember 2004. Á vor-
fundi 25. apríl sagði Oddur Sigurðsson frá breytingum
jökla samkvæmt mælingum Jöklarannsóknafélagsins
og eftir hlé fjallaði Hallgrímur Magnússon um ferð til
Liverpoollands á austurströnd Grænlands. Haustfund-
ur var 25. október. Þar fjölluðu þau Steinunn Jakobs-
dóttir, Gunnar B. Guðmundsson, Matthew Roberts og
Kristín Vogfjörð um skjálftavirkni undir jöklum hér
á landi. Einnig sagði Magnús Hallgrímsson frá ferð
til Eþíópíu og ferð JÖRFÍ á Vatnajökul í ágúst. Allir
fundirnir voru ágætlega sóttir.
ÚTGÁFA JÖKULS
Nýjasti árgangur Jökuls, nr. 55 var sendur skilvísum
félagsmönnum nú í janúar. Þetta síðasta hefti er eitt
það efnismesta í sögu Jökuls. Í því eru 10 ritrýndar
fræðigreinar auk sérstakrar boðsgreinar sem Wallace
S. Broecker, prófessor við Columbiaháskóla í Banda-
ríkjunum skrifaði fyrir Jökul í tilefni heimsóknar sinn-
ar hingað til lands í janúar síðastliðnum. Er það gleði-
efni hve vísindamenn hafa tekið duglega við sér með
að birta efni í ritinu. Ritstjórnarnir Bryndís Brands-
dóttir og Áslaug Geirsdóttir hafa unnið ötullega að út-
gáfunni sem fyrr. Íslenskt efni er minna en oft áður en
það er tilviljun.
FRÉTTABRÉF
Fjögur fréttabréf komu út á árinu, nr. 99–102. Eins
og í fyrra fær stór hluti félagsmanna tilkynningu um
bréfið í tölvupósti. Umsjónarmaður fréttabréfsins er
Sverrir Elefsen.
SKEMMTIFERÐIR
Heldur lítið var um skemmtiferðir þetta árið. Áætluð
ferð að Eiríksjökli féll niður vegna þátttökuleysis og
aðeins 6 manna hópur fór 13. septemberferð í Jökul-
heima. Ljóst er að gera þarf átak í skipulagningu og
kynningu skemmtiferða og vinnur stjórnin að því að
svo verði á þessu ári.
SKÁLAMÁL
Eftir mikinn eril undanfarin ár í endurbótum og ný-
smíði varð úr að sinna sem mest reglubundnu viðhaldi
og endurbótum þetta árið. Þó var unnið töluvert í Jök-
ulheimum, m.a. skipt um gler og þakrennur og ofn
í nýja skála. Tréverk var málað á gamla skála, gólf
lakkað o.fl. Ný hurð var sett á vélageymsluna, hús-
ið málað að utan og skipt um gler. Á Grímsfjalli var
borið á öll hús og palla í vorferð og ágústferð. Í Fjall-
kirkju var húsið málað að utan. Húsin á Goðahnúkum
og Kverkfjöllum voru þrifin rækilega að innan og bor-
ið á þau að utan í mælingaferðinni í ágúst. Þau eru nú
98 JÖKULL No. 56, 2006