Jökull


Jökull - 01.12.2006, Blaðsíða 100

Jökull - 01.12.2006, Blaðsíða 100
Magnús T. Guðmundsson Afkomumælingar og veðurathuganir Afkomumælingar stofnana á Vatnajökli, Langjökli og Hofsjökli héldu áfram eins og undanfarin ár. Þá var fram haldið mælingum á veðurþáttum á nokkr- um stöðum á jöklum. Félagið aðstoðaði við vinnuna á Vatnajökli í vorferðinni en var að öðru leyti ekki þátt- takandi í þessum mælingum. Rannsóknir við Tungnaárjökul Eins og undanfarin ár vann hópur jarðfræðinga frá há- skólanum í Torun í Póllandi að rannsóknum á jökul- menjum framan við sporð Tungnaárjökuls í júlí og fram eftir ágúst. Eftir miðjan ágúst kom stór hópur pólskra jöklajarðfræðinga í skoðunarferð til Íslands. Hópurinn heimsótti m.a. Jökulheima og hópinn sem þar vann. Félagið styrkti þessar rannsóknir á þann hátt að veita hópnum endurgjaldslaus afnot af húsum í Jökulheimum. Eru Pólverjarnir mjög þakklátir fyrir þessa fyrirgreiðslu. Eftirlit með Mýrdalsjökli Nokkrar rannsóknastofnanir hafa staðið að eftir- liti með Mýrdalsjökli. Þessar mælingar eru GPS- landmælingar, jarðskjálftamælingar, vatnshæðarmæl- ingar í ám sem renna frá jöklinum og eftirlit með breytingum á yfirborði jökulsins. Katla hafði hægar um sig á síðasta ári en mörg undanfarin ár, en er þó ekki sofnuð enn. Óvíst er um hvenær næst gýs. FUNDIR Fundir félagsins voru með reglubundum hætti á árinu og haldnir í Norræna húsinu. Aðalfundur var í febrú- ar, vorfundur í apríl og haustfundur í október. Aðal- fundurinn var 22. febrúar og eftir venjuleg aðalfund- arstörf sýndu Magnús Tumi Guðmundsson, Bergur Sigfússon og Sverir Elefsen myndir og kynntu rann- sóknir á Grímsvatnagosinu í nóvember 2004. Á vor- fundi 25. apríl sagði Oddur Sigurðsson frá breytingum jökla samkvæmt mælingum Jöklarannsóknafélagsins og eftir hlé fjallaði Hallgrímur Magnússon um ferð til Liverpoollands á austurströnd Grænlands. Haustfund- ur var 25. október. Þar fjölluðu þau Steinunn Jakobs- dóttir, Gunnar B. Guðmundsson, Matthew Roberts og Kristín Vogfjörð um skjálftavirkni undir jöklum hér á landi. Einnig sagði Magnús Hallgrímsson frá ferð til Eþíópíu og ferð JÖRFÍ á Vatnajökul í ágúst. Allir fundirnir voru ágætlega sóttir. ÚTGÁFA JÖKULS Nýjasti árgangur Jökuls, nr. 55 var sendur skilvísum félagsmönnum nú í janúar. Þetta síðasta hefti er eitt það efnismesta í sögu Jökuls. Í því eru 10 ritrýndar fræðigreinar auk sérstakrar boðsgreinar sem Wallace S. Broecker, prófessor við Columbiaháskóla í Banda- ríkjunum skrifaði fyrir Jökul í tilefni heimsóknar sinn- ar hingað til lands í janúar síðastliðnum. Er það gleði- efni hve vísindamenn hafa tekið duglega við sér með að birta efni í ritinu. Ritstjórnarnir Bryndís Brands- dóttir og Áslaug Geirsdóttir hafa unnið ötullega að út- gáfunni sem fyrr. Íslenskt efni er minna en oft áður en það er tilviljun. FRÉTTABRÉF Fjögur fréttabréf komu út á árinu, nr. 99–102. Eins og í fyrra fær stór hluti félagsmanna tilkynningu um bréfið í tölvupósti. Umsjónarmaður fréttabréfsins er Sverrir Elefsen. SKEMMTIFERÐIR Heldur lítið var um skemmtiferðir þetta árið. Áætluð ferð að Eiríksjökli féll niður vegna þátttökuleysis og aðeins 6 manna hópur fór 13. septemberferð í Jökul- heima. Ljóst er að gera þarf átak í skipulagningu og kynningu skemmtiferða og vinnur stjórnin að því að svo verði á þessu ári. SKÁLAMÁL Eftir mikinn eril undanfarin ár í endurbótum og ný- smíði varð úr að sinna sem mest reglubundnu viðhaldi og endurbótum þetta árið. Þó var unnið töluvert í Jök- ulheimum, m.a. skipt um gler og þakrennur og ofn í nýja skála. Tréverk var málað á gamla skála, gólf lakkað o.fl. Ný hurð var sett á vélageymsluna, hús- ið málað að utan og skipt um gler. Á Grímsfjalli var borið á öll hús og palla í vorferð og ágústferð. Í Fjall- kirkju var húsið málað að utan. Húsin á Goðahnúkum og Kverkfjöllum voru þrifin rækilega að innan og bor- ið á þau að utan í mælingaferðinni í ágúst. Þau eru nú 98 JÖKULL No. 56, 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.