Jökull


Jökull - 01.12.2006, Blaðsíða 101

Jökull - 01.12.2006, Blaðsíða 101
Jöklarannsóknafélag Íslands í betra standi en verið hefur í mörg ár. Svo er að sjá að GPS landmælingar henti sérstaklega vel til viðhalds á þessum húsum enda krefjast mælingarnar þess að beðið sé í sólarhring á hverjum stað meðan nægileg- um gögnum er safnað. Mun skálanefndin vera mjög hliðholl þessum rannsóknum. Enda veitir ekki af að nota sem flestar leiðir til að sinna viðhaldi skálanna. Ábyrgð skálanefndar er mikil og hún þarf að vinna mikið starf til að halda í horfinu. Þetta hefur nefndin gert með myndarbrag og jafnframt unnið að stöðugum endurbótum síðastliðin ár. BÍLAMÁL Fordinn var notaður í vorferð, ágústferð á Vatnajökul og vinnuferðir skálanefndar. Á fyrri hluta ársins voru endurbætur kláraðar með nýjum brettaköntum og aur- hlífum. Bílanefndin hefur aðstöðu í Hafnarfirði þar sem húsnæði er leigt undir bílinn. Þar hittist nefndin og vinnur að endurbótum og viðhaldi. Nýtt húsnæði hefur fengist í Reykjavík hjá Hafliða Bárði, gömlum bílanefndarmanni og reiknar nefndin með að komast þar inn á vormánuðum. Bíllinn nýttist vel í þeim ferð- um sem hann fór en viðhald og viðgerðir eru kostnað- arsamar eins og yfirleitt er með bíla af þessari gerð. ÁRSHÁTÍÐ Árshátíð félagsins var haldin laugardaginn 19. nóvem- ber. Fordrykkur var í boði Polaris umboðsins í nýju húsnæði þess á Höfða. Þaðan var haldið með rútubíl að félagsheimilinu Görðum á Álftanesi þar sem haldin var sérlega vel heppnuð árshátíð. Hljómsveitin Fönn lék fyrir dansi. STEFNUMÓTUNARNEFND Stefnumótunarnefnd starfaði lítið á árinu en hefur tek- ið mjög við sér eftir síðustu áramót. Ekki tókst að ljúka starfinu nú fyrir aðalfundinn en það er langt komið. Varaformaður félagsins mun gera frekari grein fyrir vinnu nefndarinnar undir liðnum önnur mál hér á eftir. LOKAORÐ Töluverð breyting mun verða á stjórn félagsins á þessu fundi. Einn aðalstjórnarmaður hættir og þrír ganga úr varastjórn. Halldór Gíslason yngri hefur ver- ið lykilmaður í bílanefnd og vorferðum í 15 ár en hann er nú fluttur til Noregs. Kraftur hans og smitandi vinn- ugleði er í minnum höfð og við eigum vonandi eftir að fá hann með okkur öðru hvoru þó nú sé vík milli vina. Hannes Haraldsson er búinn að vera lykilmaður í félaginu í 30 ár, máttarstólpi vorferðanna og helsti tengiliður okkar við Landsvirkjun. Hann mun halda öllu þessu áfram en vill nú rýma til í stjórn fyrir nýju fólki. Bryndís Brandsdóttir tekur sömu afstöðu enda segir hún að ritstjórn Jökuls sé ærið starf. Við sem til þekkjum vitum að þetta er síst ofmælt og þökkum fyrir að fá að njóta krafta Bryndísar áfram á þeim vett- vangi. Sverrir Elefsen hefur einnig ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnarstörfum en hann gegnir erilsömu starfi hjá Vatnamælingum. Sverrir hefur séð um frétta- bréfið með miklum glæsibrag. Vil ég nota tækifærið hér og þakka þessum fráfarandi stjórnarmönnum fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf. Magnús Tumi Guðmundsson JÖKULL No. 56, 2006 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.