Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 5 5 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Steingrímsson skrifar um uppákomu á McDonald’s. 11 Laugavegi 178 – sími 568 9955 AFSLÁTTARDAGAR -20% SÖFNUNAR - STELL HNÍFAPÖR GLÖS LOKADAGUR   -15% öflugur liðstyrkur H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils Samferðafólk þurfti að flytja konu sem féll í hálku við Gullfoss í gær að bílastæðinu á börum. Samkvæmt viðstöddum var talið að ferðalangurinn hefði fótbrotnað við byltuna. Göngustíg- arnir á svæðinu hafa verið afar hálir eftir frost síðustu daga. Ferðamenn sem ætla sér að fara hinn svokallaða Gullna hring í bráð ættu því að passa sig í hálkunni. Fréttablaðið/Ernir HeilbrigðisMál „Þetta er svo sorg- legt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólks- ins, um fyrirhugað frumvarp heil- brigðisráðherra um nýja heildar- löggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það ein- göngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúk- dóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfs- ákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra til- kynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyð- ingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæð- ingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félags- legar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heil- brigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga. – jóe Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Formaður Flokks fólksins er hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Ljósmæður og fæðingarlæknar meðal þeirra sem gefa umsögn og telja rétt að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðis­ ráðherra inga Sæland, formaður Flokks fólksins sport Handboltalandsliðið vann stórsigur í Tyrklandi. 14 tÍMaMót Mannskæðasti Atlants hafsfellibylur ársins 2012 gekk á land á þessum degi í New Jersey í Bandaríkjunum fyrir sex árum. Kostaði 233 lífið og olli milljarðatjóni. 18 lÍfið Eitt svalasta partý ársins var í Gamla bíói á föstudaginn þegar ný fatalína Inklaw var frumsýnd. 24 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 reYkJaVÍk Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúr- keyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg 100. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar fram þrjátíu ábendingar um það sem betur mætti fara. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábend- inganna hefur verið afgreiddur,“ segir Stefán Eiríksson borgarritari. – jóe / sjá síðu 4  Önnur úttektin á þremur árum 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 5 -8 3 0 C 2 1 3 5 -8 1 D 0 2 1 3 5 -8 0 9 4 2 1 3 5 -7 F 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.