Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 38
Merkisatburðir 1665 Portúgalskir hermenn hálshöggva Anton fyrsta Kongókonung. 1787 Don Giovanni, ópera Mozarts, er frumsýnd í Prag. 1863 Fulltrúar átján ríkja koma saman í Genf og stofna Alþjóðaráð Rauða krossins. 1888 Níu ríki undirrita sáttmála í Konstantínópel um siglingar í gegnum Súesskurðinn. 1901 Leon Czolgosz, sem myrti William McKinley Bandaríkjaforseta, er tekinn af lífi. 1914 Ottómanveldið hefur þátttöku í fyrri heimsstyrj- öldinni. 1919 Fyrsta tölublað Al- þýðublaðsins kemur út. 1922 Rekstur dvalarheim- ilis hefst í Grund við Kapla- skjólsveg í Reykjavík. 1922 Viktor Emmanúel þriðji Ítalíukonungur gerir Benito Mussolini að for- sætisráðherra. 1923 Lýðveldið Tyrkland er stofnað eftir fall Ottóman- veldisins. 1925 Einnar og tveggja krónu peningar eru settir í umferð. 1929 Svarti þriðjudagurinn á Wall Street. 1960 Cassius Clay, síðar Muhammad Ali, vinnur sinn fyrsta sigur sem atvinnu- maður í hnefaleikum. 1969 Tölvur tengjast í fyrsta sinn yfir ARPANET, forvera veraldarvefsins. 1994 Francisco Martin Duran skýtur nærri þrjátíu sinnum að Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. 1998 Fellibylurinn Mitch gengur á land í Hondúras. 1998 Eldsvoði á nætur- klúbbi í Gautaborg kostar 63 lífið. 2002 Eldsvoði í verslun í Ho Chi Minh borg kostar 60 lífið. 2004 Al Jazeera sýnir myndband í fyrsta sinn þar sem Osama bin Laden játar ábyrgð sína á árásunum 11. september 2001. 2012 Fellibylurinn Sandy gengur á land í Bandaríkj- unum. 2015 Kína tilkynnir um lok einsbarnsstefnunnar. Ísraelski herinn réðst inn á Sínaískaga í Egyptalandi á þessum degi árið 1956. Innrásin markaði upphaf Súesdeilunnar. Átökin áttu eftir að standa yfir í níu daga og náðu Ísraelar að vinna Sínaískagann af Egyptum. Þeir héldu skaganum fram í mars. Alls létust 172 ísraelskir hermenn, allt að 3.000 egypskir hermenn, tíu franskir, sextán breskir og um 1.000 almennir borgarar í átökunum. Íslensku dagblöðin greindu frá innrásinni á forsíðu. „Ástand- ið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs hefur þótt svo alvar- legt, að öllum bandarískum þegnum sem þar dveljast var á sunnudaginn ráðlagt að halda heim nema þeir hefðu knýjandi ástæður til að vera um kyrrt,“ sagði meðal annars í frétt Þjóð- viljans. Að auki sagði að mikil hætta væri á því að árásin myndi marka upphaf nýrrar styrjaldar í Palestínu. „Til þessara aðgerða hefði verið gripið vegna síendur- tekinna árása Egypta á samgönguleiðir í Ísrael, í nánd við landamæri ríkjanna. – Seinustu fréttir frá Ísrael herma svo, að ísralskar og egypzkar hersveitir hafi lent í bardögum skammt innan egypzku landamæranna, en heimildarmönnum Reuters ber ekki saman um hversu langt innan landamæranna,“ sagði svo í Morgunblaðinu. Í tímanum sagði að framsóknin væri afar hröð og ekki hefði frést af neinni mótspyrnu. „Ísraelsmenn segjast gera þetta í hefndarskyni fyrir árásir Egypta. Árás þessi sé nauðsynleg til að eyðileggja bækistöðvar egypzkra víkingasveita á Sinaí-skag- anum.“ – þea Þ etta g e r ð i st : 2 9 . o któ b e r 1 9 5 6 Súesdeilan hefst með innrás Ísraela í Egyptaland  Franskir hermenn ganga á land í Egyptalandi. Nordicphotos/AFp Handsprengja á þingi Hér má sjá David Ben-Gurion, þáverandi forsætisráðherra Ísraels, særðan á Ziv-sjúkrahúsinu í Jerúsalem eftir að hand- sprengju var varpað inn á ísraelska þingið á þessum degi árið 1957. Fimm aðrir ráðherrar særðust. Nordicphotos/GEtty H itabeltislægðin sandy myndaðist á karíba­hafi  þann 22.  október 2012 og átti eftir að slá allnokkur met. tveim­ur dögum síðar varð sandy að fyrsta stigs fellibyl og gekk á land á Jamaíka. Þótt miðja bylsins hafi ekki gengið yfir eyjuna Hispanjólu fylgdi storminum um 500 mm úrkoma á eynni og fórust rúmlega 100 á Haítí í aurskriðum og flóðum í kjölfarið. stormurinn hélt síðan í átt að kúbu sem annars stigs fellibylur og olli gríðarlegu tjóni. Þaðan fór stormurinn að bahamaeyjum og upp með austur­ strönd bandaríkjanna. sandy átti hins vegar eftir að valda mestu tjóni þegar stormurinn gekk á land í New Jersey á þessum degi fyrir sex árum. Þegar stormurinn kom á land í banda­ ríkjunum mældist loftþrýstingur 940 millibör, sem var met fyrir atlantshafs­ storm er hafði staðið í rúm 70 ár. sjávar­ flóðin í New York náðu rúmum fjórum metrum og var þannig annað áratuga­ gamalt met slegið. alls heimti sandy líf 253 einstaklinga. Þar af fórust flestir í bandaríkjunum, eða 131, og næstflestir á Haítí, 104. talið er að eignatjónið sem stormurinn olli hafi numið um 66 milljörðum bandaríkja­ dala, andvirði um átta billjóna króna, og varð langmestur hluti tjónsins í banda­ ríkjunum. Þegar stormurinn reið yfir voru banda­ ríkjamenn á fullu að undirbúa sig undir forsetakosningar þar sem barack obama freistaði þess að ná endurkjöri og atti kappi við repúblikanann Mitt romney. Ýmsir höfðu spáð því að romney myndi hafa betur í þessum slag en allt kom fyrir ekki. síðan þá hafa spekingar vestan hafs velt því fyrir sér hvort sandy hafi tryggt obama sigur, en hlé var gert á kosninga­ baráttunni og obama vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í kjölfar stormsins. skoðanakannanir sýndu að um 80 pró­ sent voru hrifin af viðbrögðum forsetans. Þegar stormurinn gekk á land hafði rom­ ney mælst með forskot í könnunum en það breyttist um leið og storminn lægði. thorgnyr@frettabladid.is Fellibylurinn Sandy gekk á land í Bandaríkjunum Mannskæðasti Atlantshafsfellibylur ársins 2012 gekk á land á þessum degi í New Jersey í Bandaríkjunum fyrir sex árum. Kostaði 233 lífið og olli milljarðatjóni. Sumir segja Sandy hafa tryggt Barack Obama sigur á Mitt Romney í bandarísku forsetakosningunum. sandy olli gríðarlegu tjóni á eignum þegar stormurinn gekk yfir. Nordicphotos/GEtty 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M Á N U D A G U r18 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 5 -8 7 F C 2 1 3 5 -8 6 C 0 2 1 3 5 -8 5 8 4 2 1 3 5 -8 4 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.