Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI DODGE Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 7 MANNA (SJÖ FULLORÐNIR) LÚXUS JEPPI HLAÐINN BÚNAÐI. ÖRFÁIR BÍLAR EFTIR Á GAMLA GENGINU Hentar vel fyrir ferðaþjónustuaðila (hægt að fá niðurfellingu vörugjalda). 32” dekk passa beint undir bílinn. 33” breyting kostar kr. 380.000. DODGE DURANGO GT PREMIUM dodge.is STAÐALBÚNAÐUR GT PREMIUM M.A.: 7 manna og fer vel um fullorðna í þriðju sætaröðinni, fjarstart, leðursæti, lykillaust aðgengi, upphitað stýrishjól, 20” álfelgur, hiti í fram- og aftursætum, 8,4” snerti- upplýsingaskjár/aksturstölva , minni í bílstjórasæti, útvarpi og speglum, rafdrifin framsæti, blindhornsvörn, þakbogar með innbyggðum þverbogum, rafmagns afturhleri, Beats hljómkerfi með 9 hátalara og bassaboxi, rafdrifin sóllúga o.m.fl. AUKABÚNAÐUR: Bluray DVD kerfi og málmlitur. NeyteNdur Breki Karlsson, for- stöðumaður Stofnunar um fjármála- læsi, var í gær kjörinn formaður Neytendasamtakanna. Breki fékk 53 prósent atkvæða. Samtökin höfðu verið án formanns frá því Ólafur Arnarson sagði af sér for- mennsku fyrir rúmu ári. Að sögn Breka mun hann leggja áherslu á þrennt. „Það er í fyrsta lagi innra starf. Þar þurfum við að efla faglegheit og byggja okkar vinnu á gögnum og rannsóknum. Í því skyni þurfum við að stórefla neytenda- rannsóknir á Íslandi,“ segir hann. Í öðru lagi þurfi að styrkja samband við önnur hagsmunasamtök, bæði heima og í útlöndum, og í þriðja lagi segir Breki að efla þurfi miðlun. „Við þurfum að auka neytendafræðslu og miðla því góða starfi sem Neytenda- samtökin eru að vinna.“ – þea Breki kjörinn formaður SlyS Erlendur ferðamaður lést í árekstri jepplings og fólksbíls á Reykjanesbraut við Vallahverfið í Hafnarfirði í gærmorgun. Ferðamað- urinn var farþegi í öðrum bílnum. Hann var fluttur á Landspítalann eftir slysið en úrskurðaður látinn þegar þangað var kominn. Ökumenn voru einnig fluttir á slysadeild. Ekki er talið að þeir hafi slasast alvarlega. Hópur sem kallar sig Stopp, hingað og ekki lengra íhugar að loka Reykjanesbrautinni til þess að mót- mæla því hversu hægt hefur gengið að tvöfalda brautina. Hópurinn hefur ítrekað þrýst á stjórnvöld að klára málið. – þea / bsp Íhuga að loka Reykjanesbraut Breki Karlsson. FréttaBlaðið/Vilhelm SamgöNgur Birta ætti upplýsingar um flugveðurskilyrði á ensku sem og notkunarleiðbeiningar fyrir flugmenn á vefsíðu Veðurstofunn- ar. Einnig ætti að gera flugvöllinn á Höfn að millilandaflugvelli. Þessar tillögur birti Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) í skýrslu um atvik sem átti sér stað þann 4. júlí 2014 á Austurlandi. Flugmaður á vél sem hann byggði sjálfur og var að fljúga í kringum hnöttinn hafði þá flogið frá Vágum á Færeyjum til Egilsstaða. Áður en hann lagði af stað frá Færeyjum hafði hann fengið upplýsingar um að léttskýjað yrði um miðnætti á Egilsstöðum og samkvæmt því sem flugmaðurinn tjáði RNSA mat hann aðstæður nógu góðar til flugs. Vélin lenti hins vegar í afar slæmu skyggni yfir Austfjörðum og þar sem hún var ekki útbúin til blindflugs sendi flug- maðurinn út neyðarkall. Að því er fram kemur í skýrsl- unni taldi veðurfræðingur að flug- völlurinn á Höfn hefði hentað mun betur til lendingar þennan dag. Sá flugvöllur er hins vegar ekki milli- landaflugvöllur. Einnig kemur fram að upplýs- ingar um flugveðurskilyrði birtist eingöngu á íslensku en í upplýsing- unum sem birtust þennan dag kom fram að skilyrði yrðu slæm á svæð- inu. – þea Vilja að völlurinn á Höfn verði millilandaflugvöllur Flugmaðurinn átti í basli með að lenda á egilsstöðum enda var skyggni slæmt. FréttaBlaðið/Vilhelm reyKJaVÍK Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) skilaði rekstrarúttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) árið 2015. Sem stendur er unnið að annarri úttekt á starfsemi SEA af sama aðila en að þessu sinni vegna framúr- keyrslu við byggingu braggans við Nauthólsveg. Í eldri skýrslunni kemur fram að starfsmenn SEA eigi í „þó nokkrum“ samskiptum við borgarstjóra. Í skýrslunni eru taldar upp þrjá- tíu ábendingar um það sem betur mætti fara og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar. Í kjölfar þess að skýrslunni var skilað var skipaður starfshópur til að fara yfir ábending- arnar og gera tillögur um úrbætur. „Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábendinganna hefur verið afgreiddur. Ég kom inn í hópinn þegar ég tók við á síðasta ári og það eru útistandandi ýmis af þessum verkefnum. Áfangaskýrslu var skilað í sumar og unnið er að því að stilla allt af,“ segir Stefán Eiríks- son borgarritari. Hann tók sæti í hópnum þegar hann tók við sem borgarritari í fyrra. Stefán segir þá vinnu sem eftir er unna í miklu samráði SEA, fjár- málaskrifstofu og umhverfis- og skipulagssviðs (USK). Aðspurður segir hann að búið sé að afgreiða um fjórðung til þriðjung þeirra ábend- inga sem fram komu í úttekt SEA. Í úttekt IER er meðal annars vikið að stjórnskipulegri stöðu SEA. Skrif- stofan heyri undir borgarritara og borgarstjóra. Vikið er að því að engar formlegar verklagsreglur gildi um fyrirkomulag samskipta SEA við áðurnefndu embættin tvö. „Í viðtölum við starfsmenn SEA kom fram að [þáverandi] borgar- ritari hafi frekar lítil afskipti af SEA, þó einna helst við skrifstofustjóra. Aftur á móti eru starfsmenn SEA í þó nokkrum samskiptum við borgar- stjóra í tengslum við verkefni sem þeir vinna að,“ segir í skýrslunni. Þá segir fyrr í skýrslunni að starfsmenn SEA eigi í miklum samskiptum við borgarstjóra, USK, fjármálaskrif- stofu, borgarlögmann og fagsvið. Aðspurður um hvort breyting hafi orðið á samskiptum SEA við borgar- ritara og borgarstjóra segir Stefán að hann þekki ekki nákvæmlega samanburðinn á því þar sem hann tók við í fyrra. „Það er ágætis sam- vinna milli aðila sem hittast reglu- lega á fundum. Ég held það sé engin grundvallarbreyting á fyrirkomu- laginu og ekkert óeðlilegt við það.“ „Það er ljóst að IER hefur gert margar athugasemdir við SEA og það er líka ljóst að þeim ábend- ingum hefur ekki verið sinnt nema að hluta. Þessi strúktúr í borginni er greinilega í ólagi, um það er ekki lengur deilt. Að það taki þrjú og hálft ár að fá formleg viðbrögð er alltof langur tími,“ segir Eyþór Arn- alds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Ef ekkert hefur breyst varðandi það að borgarstjóri var með afskipti af einstökum verkefnum SEA þá kallar það á spurningar varðandi aðkomu borgarstjóra að þeim verkefnum sem hafa farið fram úr kostnaðaráætlun,“ segir Eyþór. joli@frettabladid.is Tekið rúm þrjú ár að afgreiða tillögur innri endurskoðunar Innri endurskoðun borgarinnar skilaði úttekt um skrifstofu eigna og atvinnuþróunar fyrir rúmum þremur árum. Þrjátíu ábendingar um úrbætur var þar að finna. Áfangaskýrslu starfshóps sem vinnur úr ábending- unum var skilað í sumar. Í skýrslunni segir að borgarstjóri eigi í þó nokkrum samskiptum við skrifstofuna. innri endurskoðun reykjavíkurborgar vinnur nú að úttekt vegna braggans við Nauthólsveg 100. FréttaBlaðið/aNtON Ég er ekki með nákvæma tölu um það hver stór hluti ábending- anna hefur verið afgreiddur. Stefán Eiríksson, borgarritari 2 9 . o K t ó b e r 2 0 1 8 m Á N u d a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 5 -9 B B C 2 1 3 5 -9 A 8 0 2 1 3 5 -9 9 4 4 2 1 3 5 -9 8 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.