Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 2
Veður Sunnan 3-8 og skúrir eða él. Þurrt og bjart veður á Norður- og Austur- landi. Hiti 0 til 5 stig. sjá síðu 20 Stórsigur Einherja Stórsigur Þessar klappstýrur léku listir sínar fyrir áhorfendur þegar Einherjar unnu 50-0 sigur á þýska liðinu Cologne Falcons í amerískum fótbolta um helgina. Næsti leikur Einherja fer fram á Akranesi í nóvember. Fréttablaðið/Sigtryggur ari FLÓÐKASTARAR IK07 3000K 4000KIP65 Rafvirkjar Jóhann Ólafsson & Co 533 1900 | olafsson.is sAMFÉLAG „Við erum að leggja loka- hönd á þetta og flokka titlana eftir kúnstarinnar reglum svo allir finni sína flokka og bækur með sem skilvirkustum hætti,“ segir Bryn- dís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda en Bókatíðindi koma út um miðjan næsta mánuð. Bryndís segir að þótt Bókatíð- indi séu ekki hávísindaleg gefi þau nokkuð áþekka sýn á stöðu bókaút- gáfu á Íslandi ár frá ári. Ritið er gefið út í um 120 þúsund eintökum og er dreift á öll heimili sem ekki frábiðja sér fjölpóst. „Útgáfan í ár er í heildina áþekk miðað við síðustu ár ef litið er á fjölda prentaðra titla. Við erum hins vegar að sjá aukningu í útgáfu raf- og hljóðbóka. Annars er þetta frekar stórt íslenskt skáldsagnaár og fræði- bækur eru með fjölbreyttasta móti.“ Prentaðir titlar í Bókatíðindum ársins eru 610 en Bryndís telur að heildarútgáfa á landinu sé á áttunda hundrað titla. Til samanburðar hafi fjöldi titla farið yfir þúsund rétt fyrir hrun. „Það sem einkennir stétt bókaút- gefenda er óhófleg bjartsýni og ástríða. Þessi bransi er kannski knúinn meira af ástríðu en aðrir bransar.“ Þegar Bryndís horfir yfir útgáfu ársins segir hún margt spenn- andi í boði. „Þarna eru okkar stóru kanónur en ég hvet fólk líka til að gefa nýliðum tækifæri.“ Þegar kemur að barna- og ung- mennabókum eru titlarnir í ár fleiri í heildina en undanfarin ár. „Það er búin að vera gríðarleg umræða um mikilvægi lesturs, bæði í fjöl- miðlum, skólum, stjórnmálum og í samfélaginu. Þarna hefur verið viss hnignun sem við þurfum að snúa við. Það er hægt að greina samtaka- mátt hvað það varðar í fleiri barna- bókatitlum.“ Hún segir að fólk vilji gera vel á þessu sviði. „Barnabækur eru flókn- ar markaðslega séð. Þarna eru tveir markhópar. Fullorðnir sem kaupa bækurnar og börnin sem lesa þær. Smekkur þeirra fer ekki endilega saman.“ Næsta verkefni Bryndísar eftir að Bókatíðindin hafa komið út er Bókamessa í Hörpu sem haldin verður 24. – 25. nóvember. „Þátt- takan í ár er meiri en áður, við höfum aldrei selt fleiri pláss. Það er greinilega hugur í mönnum.“ sighvatur@frettabladid.is Útgefendur séu fullir óhóflegrar bjartsýni Bókatíðindi koma út um miðjan næsta mánuð en prentaðir titlar eru rúmlega 600. Aukning í útgáfu raf- og hljóðbóka. Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda segir að óhófleg bjartsýni og ástríða einkenni bókaútgefendur. bryndís loftsdóttir segir að margt spennandi sé að finna í bókaútgáfu ársins sem telur um 600 prentaða titla. bókatíðindi koma brátt. Fréttablaðið/EyÞÓr Lestur er leikur Í könnun sem Zenter gerði fyrir Félag íslenskra bókaútgef- enda eftir síðustu jól kom í ljós að … n tæp 59 prósent Íslendinga 18 ára og eldri fengu að minnsta kosti eina bók í jólagjöf. n hver einstaklingur 18 ára og eldri fékk að meðaltali 1,1 bók í jólagjöf en keypti 2,1 bók til gjafa en af þeim voru 1,4 barna- eða unglingabækur. n hver Íslendingur las að meðaltali rúm- lega ellefu bækur á síðasta ári. LöGreGLuMáL Rann sókn á and láti karl manns sem fannst látinn í tjörn við Tón listar skólann í Hafnar firði í gær mun taka sinn tíma. Það sagði Margeir Sveins son, að stoðar yfir lög- reglu þjónn mið lægrar rann sóknar- deildar lög reglu, í sam tali við Frétta- blaðið. Maðurinn sem fannst látinn var á sex tugs aldri. Lík mannsins fannst um há degis- bil en Margeir segir að gangandi veg far endur hafi komið að því og hringt í Neyðar línuna. Ekki sé út lit sé fyrir að dauða hans hafi borið að með sak næmum hætti að svo stöddu en allir þættir verði rann- sakaðir. Í kjöl far þess að líkið fannst var stórt svæði í kringum tón listar- skólann og kirkjuna sem þar er girt af og fólki meinaður að gangur að því. Að gerðir lög reglu á svæðinu í gær stóðu yfir í um það bil klukku- stund. – dfb Vegfarendur komu að líkinu 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M á N u D A G u r2 F r É t t i r ∙ F r É t t A b L A ð i ð Lö G r eG Lu M áL H é ra ð s d ó m u r úrskurðaði fyrir helgi karlmann á sextugsaldri í vikulangt gæslu- varðhald. Lögregla rannsakar meint peningaþvætti mannsins og krafðist gæsluvarð- halds á grundvelli rannsóknarhags- muna. Maðurinn er sagður hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Hann var handtekinn á fimmtudag. Þá hefur hald verið lagt á verulega fjármuni. Fasteign mannsins var kyrrsett, hald lagt á bankareikninga og ökutæki sem og töluvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum sem lög- reglu grunar að hafi verið ætluð til endursölu. Verðmæti eigna og fjár- muna sem kyrrsett hafa verið og haldlagðar vegna málsins hleypur á tugum milljóna. – þea Gæsluvarðhald og haldlagning Fleiri myndir frá leik Einherja er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs- appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PlúS tækNi Snap, fyrirtækið sem rekur Snapchat, stendur illa vegna sífellt harðnandi sam- keppni við Insta- gram og Whats- App. Techcrunch greindi frá því í gær að Snap ætti nú eignir að verð- mæti 1,4 millj- arðar bandaríkjadala og vísaði til þess mats greiningarfyrirtækisins Moffet Nathanson að fyrirtækið myndi tapa 1,5 milljörðum á næsta ári. Áður höfðu greinendur spáð því að fyrirtækið hætti að tapa pening- um árið 2020, jafnvel 2021, og eru horfur því afar slæmar. Vegna þessarar samkeppni hefur Snapchat til að mynda tapað þrem- ur milljónum daglegra notenda á síðasta ársfjórðungi. Auk þess nota færri Snap Map en vonir stóðu til og efnisveita Snapchat hefur ekki vakið mikla lukku. – þea Dökkar horfur hjá Snapchat 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 5 -8 7 F C 2 1 3 5 -8 6 C 0 2 1 3 5 -8 5 8 4 2 1 3 5 -8 4 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.