Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 16
Fasteignasalarnir Magnús Már Lúðvíksson og Þorsteinn Yngvason ólust báðir upp á Kársnesinu og taka fagnandi þeirri uppbyggingu sem þar er hafin. „Kópavogsbær hefur lagt mikinn metnað í skipulag svæðisins og verður hverfið með fjölbreyttum íbúðum. Mikil áhersla er lögð á vel skipulagðar íbúðir með góðri nýtingu fermetra og fleiri her- bergjum. Þá er mikill kostur að nýja hverfið er að byggjast upp við rótgróna hluta Kársnessins og því stutt í alla þjónustu sem er nú þegar á svæðinu,“ segir Þorsteinn. Allt það helsta er til staðar á Kársnesinu sem er einn fegursti og gróðursælasti útsýnisstaður höfuð- borgarsvæðisins. „Í hverfinu eru spennandi hjóla-, hlaupa- og göngustígar við sjávar- síðuna, góðar samgönguleiðir og fyrirhuguð er ný brú frá Kársnesi yfir í miðbæ Reykjavíkur,“ upplýsir Þorsteinn um heillandi hverfi þar sem grunnskóli og leikskólar eru í stuttu göngufæri. „Allt um kring eru falleg útivistarsvæði, opin leik- svæði og stutt er í helstu verslanir og þjónustu sem og fjölbreytta afþreyingu. Svæðið í heild mun einkennast af nýjum íbúðum í bland við atvinnubyggð, endur- nýjuðu bryggjusvæði og hvarvetna er nú gagnger uppbygging.“ Vandað til verka Hafnarbraut 9 er nýtt og fallegt fjölbýlishús með 24 íbúðum. Húsið er á fjórum hæðum og með tvo stigaganga. Tvær lyftur eru í húsinu og stæði í lokaðri bílageymslu fylgir öllum íbúðum ásamt raf- magnstengli með hverju stæði. „Íbúðirnar eru vandaðar og hannaðar með fjölbreytt fjöl- skyldumynstur í huga. Útsýni frá íbúðunum er afar fallegt til sjávar og yfir smábátahöfnina,“ útskýrir Þorsteinn um glæsilegar íbúðir sem eru tveggja til fjögurra her- bergja, frá 59,3 fm til 172,4 fm að stærð og er verð frá 38,9 milljónum króna. „Meðalstærð íbúða er 111 fer- metrar með sérgeymslu sem fylgir Úr nýju íbúðunum við Hafnarbraut er stórkostlegt útsýni yfir smábátahöfnina, til sjávar og Snæfellsjökuls. Þaðan verður indælt að horfa á sólarlagið frá einstaklega fögrum stað á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@ frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@ frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Framhald af forsíðu ➛ hverri íbúð. Við byggingu hússins var lögð áhersla á að lágmarka við- hald þess. Húsið er einangrað að utan og að mestu klætt Cembrit- klæðningu. Þak er klætt aluzinki og flestir milliveggir íbúða eru hlaðnir,“ upplýsir Þorsteinn. Góðir fataskápar eru í forstofu og svefnherbergjum. „Í íbúðunum eru vandaðar inn- réttingar frá HTH og blöndunar- tæki frá Grohe. Innbyggð upp- þvottavél og innbyggður ísskápur með frysti eru í eldhúsi íbúða, og eru sumar íbúðanna með eyju í eldhúsi. Almennt er opið inn í rúmgóða og bjarta stofu þar sem er útgengt á svalir og flestar íbúðirnar eru með sjávarsýn,“ segir Þor- steinn. Íbúðirnar afhendast án gólfefna, nema að á baðherbergi er flísalagt gólf og er hluti af veggjum bað- herbergis flísalagður. Baðherbergi eru með gólfhita, handklæðaofni, upphengdu og innbyggðu salerni ásamt flísalögðum sturtubotni og sturtuhlið úr gleri. „Áætlað er að íbúðir að Hafnar- braut 9 verði afhentar á vormán- uðum 2019. Sameign að utan og lóð verða afhent á sama tíma og bílageymsla verður afhent sam- hliða íbúðum,“ segir Þorsteinn. Lind fasteignasala sýnir íbúðirn- ar að Hafnarbraut 9 eftir bókunum, alla daga milli klukkan 12 og 13 og eftir klukkan 16.30. Áhugasömum er bent á að bóka skoðun hjá Magnúsi, Þorsteini og Hannesi: Magnús Már Lúðvíksson, lög- giltur fasteignasali, í síma 699-2010 eða magnus@fastlind.is Þorsteinn Yngvason, löggiltur fasteignasali, í síma 696-0226 eða thorsteinn@fastlind.is Hannes Steindórsson, löggiltur fasteignasali, í síma 699-5008 eða hannes@fastlind.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . O K tÓ B E R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 5 -A 5 9 C 2 1 3 5 -A 4 6 0 2 1 3 5 -A 3 2 4 2 1 3 5 -A 1 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.