Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 8
Bretland Vichai Srivaddhanap- rabha, hinn taílenski eigandi fyrir- tækisins King Power sem á enska knattspyrnufélagið Leicester City, var um borð í þyrlu sem hrapaði fyrir utan King Power-leikvanginn í Leicester eftir leik félagsins við West Ham United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Ásamt honum voru dóttir hans, tveir flugmenn og einn annar sem ekki er orðið opinbert hver er um borð. Reuters greindi frá í gær og hafði eftir heimildarmönn- um. Enn hefur ekkert verið gert opin- bert um afdrif fimmmenninganna. Sá orðrómur hafði verið á kreiki að Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester City, og Gareth Southgate, sem stýrir enska landsliðinu, hefðu verið í þyrlunni. Það reyndist rangt. Eigandinn ferðast venjulega með þyrlu á leiki liðsins og tekur þyrlan síðan á loft af grasinu eftir leikinn. Samkvæmt því sem sjónarvottar hafa sagt um slysið var þyrlan rétt komin upp fyrir stúkuna þegar hún fór að riða til í loftinu. Síðan brotlenti hún á bílastæði fyrir utan leikvanginn. „Á fáeinum sekúndum hrapaði þyrlan til jarðar eins og grjót. Sem betur fer snerist hún í loft- inu í dálítinn tíma þannig að fólk á jörðu niðri gat forðað sér,“ sagði einn sjónarvotta við Reuters. Stuðningsmenn Leicester og raunar knattspyrnuheimurinn allur er í sárum vegna slyssins. Fjölmargir hafa safnast saman fyrir utan King Eigandi Leicester í þyrlu sem hrapaði Fimm voru í þyrlunni sem hrapaði fyrir utan leikvang Leicester City á laugardaginn. Knattspyrnuheimurinn harmi sleginn eftir slysið. Ekkert orðið opinbert um ástand fimmmenninganna. Frá því Vichai keypti félagið fyrir átta árum hefur það unnið ótrúleg afrek. Ban darí ki n Robert Gregory Bowers, sem var handtekinn á laugardag og er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn í sam- kunduhúsi gyðinga í bandarísku borginni Pittsburgh, tjáði megnt hatur sitt á gyðingum bæði á meðan hann á að hafa verið að skjóta á gyð- inga í sýnagógunni og við lögreglu- menn eftir að hann var handtekinn. Þetta segir í ákærunni sem birt var í gær og er þar meðal annars haft eftir Bowers: „Ég vildi bara drepa gyðinga.“ Auk þess að vera ákærður í ellefu liðum fyrir „tálmun á trúfrelsi með banvænum afleiðingum“ er Bowers meðal annars ákærður í ellefu liðum fyrir að hafa notað skotvopn í ofbeldisskyni og fyrir að hafa sært sex með byssu sinni. Scott Brady saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að Bowers færi fyrir dóm í dag. „Það að árásin átti sér stað á meðan guðsþjónusta fór fram gerir glæpinn enn svívirði- legri,“ sagði Brady. Tvö hinna særðu voru enn í lífs- hættu í gær. Þrjú, þar af einn lög- regluþjónn, voru enn á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu og einn lög- regluþjónn til viðbótar hafði verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldar- vefnum. Samkvæmt Reuters hafði hann meðal annars gagnrýnt Donald Trump forseta fyrir að koma ekki í veg fyrir að gyðingar „sýktu“ Banda- ríkin. Á laugardagsmorgun, áður en Bowers á að hafa gert árásina, setti hann inn færslu þar sem hann sak- aði Hebrew Immigrant Aid Society, samtök til hjálpar flóttamönnum sem eru gyðingar, um að flytja inn morðingja til Bandaríkjanna. „Ég get ekki bara setið hjá og horft upp á þá slátra fólkinu mínu. Til andskotans með hvernig þetta lítur út, ég ætla að grípa til aðgerða.“ – þea Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers er ákærður fyrir að hafa myrt ellefu sóknarbörn. NordicPhotos/Getty stuðningsmaður Leicester city krýpur við lítið Búddalíkneski fyrir utan leikvang knattspyrnuliðsins. NordicPhotos/AFP Öskubuskuævintýrið Eftir að hafa rétt svo sloppið við fall úr úrvalsdeildinni var knatt- spyrnustjórinn Nigel Pearson rekinn árið 2015 og Claudio Rani- eri ráðinn í hans stað. Ráðningin var umdeild enda hafði Ranieri nýlega verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra gríska lands- liðsins. Hafði liðið annars tapað fyrir Færeyjum. Væntingarnar voru því ekki miklar. Mikið hefur verið fjallað um að veðbankar hafi gefið stuðulinn 5000/1 á að Leicester City ynni deildina. Líkurnar voru því taldar minni en á að Elvis Presley fyndist á lífi eða að geim- verur lentu á jörðinni. En Leicester City byrjaði tíma- bilið af krafti og vann og vann. Vinsældir Ranieri jukust og var til að mynda fjallað um það þegar hann verðlaunaði varnarvinnu liðsins með pitsuveislu. Það voru svo fráfarandi meistararnir í Chelsea sem tryggðu Leicester City titilinn. Þeir náðu að vinna upp tveggja marka mun og gerðu 2-2 jafntefli við Tottenham Hotspur, sem var í öðru sæti í deildinni, og voru því ekki nógu mörg stig eftir í pott- inum fyrir Spurs til að hirða efsta sætið af Leicester City. Power-leikvanginn, lagt þar blóm- sveiga og beðið fyrir heilsu fimm- menninganna. Þá hafa margar af skærustu stjörnum knattspyrnunn- ar tjáð sig um málið á samfélags- miðlum. Leikmenn Leicester City hafa flest- ir birt tíst með tjáknum (e. emojis) sem sýna spenntar greipar. Það hafa til dæmis varnartröllið Harry Magu- ire og sóknarmaðurinn Jamie Vardy, sem var lykilmaður í öskubusku- ævintýrinu þegar liðið vann úrvals- deildina afar óvænt árið 2016, gert. „Ég svaf varla neitt í nótt. Þessi maður hefur fært okkur upp úr ann- arri deild og gefið okkur von. Án hans værum við ekki í úrvalsdeildinni. Hver veit hvar við værum? Hann hefur haft mikil áhrif á líf allra hérna í borginni,“ sagði Daniel Connell, átján ára stuðningsmaður Leicester City, við blaðamann The Guardian fyrir utan leikvanginn. Ian Stringer, íþróttablaðamaður BBC, sagði andrúmsloftið á vellinum drungalegt í kjölfar slyssins. „Ég hef séð starfsfólk og liðsmenn hér tárvot í kvöld. Það ríkir þögn. Fólk horfir í kringum sig, grætur og veit ekki hvað það á að gera,“ skrifaði Stringer á laugardagskvöld. thorgnyr@frettabladid.is 2 9 . o k t ó B e r 2 0 1 8 M Á n U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 5 -A A 8 C 2 1 3 5 -A 9 5 0 2 1 3 5 -A 8 1 4 2 1 3 5 -A 6 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.