Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 37
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is TUDOR alltaf öruggt start eftir kaldar nætur. Er bíllinn tilbúinn fyrir kuldann í vetur? Hr aðþ jónusta Við mælum rafgeyma og skiptum um. Fimleikar Sonja Margrét Ólafs- dóttir stimplaði sig heldur betur inn á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í áhaldafimleikum. Í undanúrslitunum á HM í Doha í Katar á laugardaginn framkvæmdi hún æfingu sem hefur ekki áður verið framkvæmd á stórmóti í fim- leikum. Eins og venjan er þegar slíkt gerist fékk Sonja æfinguna nefnda eftir sér. Í dómarabókinni heitir þessi æfing núna Ólafsdóttir. Einn annar keppandi afrekaði þetta í fyrradag; Simone Biles, sennilega skærasta stjarna fimleikaheimsins. „Þetta var æðisleg tilfinning, bara einstök,“ sagði Sonja eftir undanúr- slitin á laugardaginn. „Það var frábært að fara niður af pallinum eftir að hafa lent stökk- inu og sjá stelpurnar svo glaðar og fá knús.“ Sonja segist hafa undirbúið æfing- una í dágóðan tíma. „Já, samt ekkert rosalega lengi. Eða jú,“ sagði Sonja og hló. „Ég var stressuð í heilan dag en ég á ekki að vera það því í 99% tilvika negli ég þetta stökk. Ég var byrjuð að efast um mig sem ég þurfti ekki að gera því ég lenti þessu fullkomlega á mótinu,“ bætti hún við. Sonja var einn þriggja nýliða í íslenska kvennaliðinu ásamt Mar- gréti Leu Kristinsdóttur og Thelmu Aðalsteinsdóttur. Auk þeirra voru Agnes Suto og Dominiqua Alma Belányi í kvennaliðinu. Ísland átti síðast lið á HM í áhaldafimleikum í Árósum í Danmörku fyrir tólf árum. Ísland hafnaði í 19. sæti í liða- keppninni með samtals 137.629 stig og komst ekki áfram í úrslit. Agnes náði bestum árangri íslensku keppendanna í fjölþraut. Hún fékk 46.765 stig og endaði í 52. sæti. Thelma varð í 61. sæti með 45.332 stig og Sonja í 78. sæti með 42.864 stig. Áðurnefnd Biles varð efst með 60.965 stig. Hún þurfti að leggjast inn á sjúkrahús vegna nýrnasteina fyrir undanúrslitin en lét það ekki á sig fá. ingvithor@frettabladid.is Sonja fékk stökk nefnt eftir sér Fimleikakonan unga og efnilega Sonja Margrét Ólafsdóttir á núna æfingu nefnda eftir sér. Hún framkvæmdi hana í fyrsta sinn, og fyrst allra, á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum í Doha í Katar á laugardaginn. Íslenska kvennaliðið eftir undanúrslitin á heimsmeistaramótinu á laugardaginn. Mynd/FiMleikasaMband Íslands luis suárez fagnar einu þriggja marka sinna gegn Real Madrid. noRdicphotos/Getty Þrenna Suárez í El Clásico Fótbolti Nýbakaði faðirinn Luis Suárez skoraði þrennu þegar Barce- lona rúllaði yfir Real Madrid, 5-1, í El Clásico í gær. Lionel Messi lék ekki með Barcelona vegna meiðsla en Suárez sá til þess að hans var ekki saknað. Barcelona hefur nú leikið 42 deildarleiki á Nývangi í röð án þess að tapa. Philippe Coutinho kom Barce- lona yfir á 11. mínútu og eftir hálf- tíma leik bætti Suárez öðru marki við úr vítaspyrnu. Marcelo minnk- aði muninn í upphafi seinni hálf- leiks en Börsungar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins; Suárez tvö og Arturo Vidal eitt. Real Madrid hefur ekki unnið í fimm deildarleikjum og nær öruggt er að Julen Lopetegui verði rekinn út starfi knattspyrnustjóra Evr- ópumeistaranna. Antonio Conte þykir líklegastur til að taka við Real Madrid. – iþs Ég var byrjuð að efast um mig sem ég þurfti ekki að gera því ég lenti þessu fullkomlega. Sonja Margrét Ólafsdóttir S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ða b l a 17m Á N U D a G U r 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 5 -8 3 0 C 2 1 3 5 -8 1 D 0 2 1 3 5 -8 0 9 4 2 1 3 5 -7 F 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.