Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2018, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 29.10.2018, Qupperneq 14
Handbolti „Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu og ég get ekki annað en verið sáttur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson í samtali við Frétta- blaðið eftir stórsigur Íslands á Tyrklandi, 22-33, í Ankara í undan- keppni EM 2020 í gær. Íslenska liðið byrjaði mun betur en gegn Grikkjum á miðvikudaginn og tók strax frumkvæðið í leiknum. Íslendingar leiddu allan tímann og eftir tólf mínútna leik var staðan orðin 4-9, Íslandi í vil. Tyrkir gáfust þó ekki upp og hleyptu Íslendingum aldrei lengra en fimm mörkum fram úr sér. Onur Ersin var þeirra besti maður en hann skoraði fjögur af fyrstu sjö mörkum Tyrkja. Þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn þrjú mörk, 13-16. „Sóknin var góð allan leikinn en við gerðum nokkur mistök í vörn- inni í fyrri hálfleik. En hún varð alltaf betri og betri og í seinni hálf- leik sóttum við þá lengra út,“ sagði Guðmundur. Líkt og gegn Grikkjum byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn gegn Tyrkjum af miklum krafti. Ísland skoraði níu af fyrstu ellefu mörk- unum í seinni hálfleik og náði tíu marka forskoti, 15-25, þegar 17 mínútur voru eftir. Heimamenn áttu í mestu vandræðum með að leysa varnarleik Íslands og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 17 mínút- um seinni hálfleiks. Björgvin Páll Gústavsson var rólegur í fyrri hálfleik en lék einkar vel í þeim seinni. Hann varði alls 14 skot og skoraði að auki eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Þegar upp var staðið munaði ell- efu mörkum á liðunum. Lokatölur 22-33, Íslandi í vil og fjögur stig komin í hús í undankeppni EM. „Við vorum ógnandi alls staðar á vellinum og fengum mörk úr öllum stöðum,“ sagði Guðmundur sem var að vonum ánægður með liðsheild íslenska liðsins í leiknum í gær. Ellefu Íslendingar skoruðu í leikn- um í Ankara. Elvar Örn Jónsson var þeirra markahæstur en hann skor- aði níu mörk úr níu skotum. Frábær frammistaða hjá Selfyssingnum sem hefur heldur betur þakkað traustið sem hann hefur fengið hjá Guð- mundi sem var skiljanlega ánægður með frammistöðu Elvars. „Þetta var frábær leikur hjá honum, virkilega góður,“ sagði landsliðsþjálfarinn sem hrósaði eldri og reyndari leikmönnum Íslands fyrir þeirra framlag. Björgvin Páll varði vel eins og áður sagði, Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og dældi út stoð- sendingum, Arnór Þór Gunnarsson var traustur í hægra horninu, Rúnar Kárason byrjaði af krafti og Ólafur Gústafsson átti afar góðan leik í miðri vörn Íslands. „Ólafur er ákveðið akkeri í vörn- inni. Þótt hann hafi ekki marga landsleiki á bakinu hefur hann verið lengi að og spilað með góðum liðum erlendis,“ sagði Guðmundur um Hafnfirðinginn sem hefur stimplað sig aftur inn í landsliðið eftir erfið meiðsli. Næstu leikir Íslands í undan- keppni EM eru ekki fyrr en í apríl á næsta ári. Öll einbeiting fer nú á heimsmeistaramótið sem hefst í janúar. ingvithor@frettabladid.is Undankeppni EM tyrkland 22-33 Ísland (13-16) Mörk Íslands: Elvar Örn Jónsson 9, Aron Pálmarsson 6, Bjarki Már Elísson 5, Arnór Þór Gunnarsson 4, Rúnar Kárason 3, Gísli Þorgeir Krist- jánsson 1, Arnar Freyr Arnarsson 1, Haukur Þrastarson 1, Stefán Rafn Sigurmannsson 1/1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1, Björgvin Páll Gúst- avsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavs- son 14. Fimmta heimsmeistaratitlinum fagnað Nálgast Schumacher Lewis Hamilton (Mercedes) varð í gærkvöldi heimsmeistari ökuþóra í fimmta sinn og í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Hamilton varð fjórði í Mexíkókappakstrinum en honum nægði að vera meðal sjö efstu til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Hann hefur nú orðið heimsmeistari jafn oft og Juan Manuel Fangio en Michael Schumacher er sá sigursælasti frá upphafi með sjö heimsmeistaratitla. nordicphotos/afp 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M Á n U d a G U r14 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð sport Frakkar náðu fram hefndum Handbolti Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri laut í lægra haldi fyrir Frakklandi, 21-26, í seinni vináttu- landsleik liðanna á Ásvöllum á laugardaginn. Ísland vann fyrri leik liðanna á föstudaginn, 28-24, eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik, 17-7. Líkt og í fyrri leiknum var Teit- ur Örn Einarsson markahæstur í íslenska liðinu í þeim seinni. Hann skoraði sjö mörk. Birgir Már Birgis- son og Sveinn Andri Sveinsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir íslenska liðið. – iþs Engin vandamál í Ankara Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði góða ferð til Tyrklands og vann ellefu marka sigur á heimamönn- um, 22-33, í gær. Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2020 með samtals 25 marka mun. Elvar Örn Jónsson var markahæstur í íslenska liðinu. fréttablaðið/Eyþór 9 mörk skoraði Elvar Örn Jónsson í leiknum gegn tyrk- landi í Ankara í gær. Misstu af titli og Evrópusæti Fótbolti Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård sáu á eftir sænska meistaratitlinum í hendur Piteå. Rosengård tapaði 4-2 fyrir Kopparbergs/Göteborg í loka- umferðinni á laugardaginn á meðan Piteå vann stórsigur á Våxjö, 6-1, og tryggði sér þar með titilinn. Rosengård var á toppnum fyrir lokaumferðina og með sigri hefði liðið orðið meistari. Hlutirnir fóru hins vegar á versta mögulega veg. Rosengård tapaði, datt niður í 3. sæti deildarinnar og missti þar með af Evrópusæti. Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn fyrir Limhamn Bunkeflo sem bjargaði sér frá falli með 1-0 sigri á Djurgårdens. Limhamn Bunkeflo vann fjóra af síðustu fimm leikjum sínum á tímabilinu og endaði í 10. sæti. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir leika með Djurgårdens sem endaði í 8. sætinu. Sif Atladóttir var á sínum stað í vörn Kristianstads sem gerði markalaust jafntefli við Linköpings á útivelli. Kristianstads, sem Elísa- bet Gunnarsdóttir þjálfar, endaði í 4. sæti deildarinnar sem er besti árangur í sögu félagsins. Sif er ein þriggja sem koma til greina sem besti leikmaður tímabilsins í sænsku deildinni. – iþs Glódís og stöllur hennar fóru niður í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í lokaumferðinni. fréttablaðið/Ernir teitur Örn Einarsson. 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 5 -9 1 D C 2 1 3 5 -9 0 A 0 2 1 3 5 -8 F 6 4 2 1 3 5 -8 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.