Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 36
BATE Borisov í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og hefur því skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikj- um Chelsea. „Barkley hefur spilað mjög vel að undanförnu,“ sagði Sarri eftir leik- inn í gær. „Hann hefur bætt varnar- leik sinn mikið sem og líkamlegt ástand. Síðasta tímabil var erfitt fyrir hann vegna alvarlegra meiðsla. Hvað tæknilega hlutann varðar er hann mjög góður leikmaður en núna er frammistaða Barkley heil- steyptari.“ Barkley er farinn að sýna sömu takta og gerðu hann að einum mest spennandi unga leikmanninum í bransanum. Kraftur og hreysti í bland við góða boltameðferð urðu til þess að honum var jafnan líkt við Paul Gascoigne. Barkley sló í gegn tímabilið 2013- 14 þegar Everton var nálægt því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evr- ópu. Hann lék sinn fyrsta landsleik haustið 2013 og var í enska hópnum sem fór á HM 2014. Einhvers staðar á leiðinni staðn- aði Barkley. Hann missti sæti sitt í enska landsliðinu og óskaði eftir sölu frá Everton. Meiðsli settu líka stórt strik í reikninginn og hann missti nánast heilt tímabil úr. En Barkley er ekki lengur gleymd- ur og grafinn. Hann er í stóru hlut- verki hjá Chelsea sem hefur byrjað tímabilið betur en flestir þorðu að vona. Þegar tíu umferðir eru búnar er Chelsea í 2. sæti ensku úrvals- deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. Þá er Barkley kominn aftur í enska landsliðið og byrjaði leikina gegn Króatíu og Spáni í Þjóðadeild- inni og spilaði vel. ingvithor@frettabladid.is Enska úrvalsdeildin Staðan Úrslit 10. umferðar 2018-19 Brighton - Wolves 1-0 1-0 Glenn Murray (48.). Fulham - Bournemouth 0-3 0-1 Callum Wilson, víti (14.), 0-2 David Brooks (72.), 0-3 Wilson (85.). Rautt spjald: Kevin McDonald, Fulham (73.). Liverpool - Cardiff 4-1 1-0 Mohamed Salah (10.), 2-0 Sadio Mané (66.), 2-1 Callum Paterson (77.), 3-1 Xherdan Shaqiri (84.), 4-1 Mané (87.). S’oton - Newcastle 0-0 Watford - Huddersfield 3-0 1-0 Roberto Pereyra (10.), 2-0 Gerard Deulofeu (19.), 3-0 Isaac Success (80.). Leicester - West Ham 1-1 0-1 Fabián Balbuena (30.), 1-1 Wilfried Ndidi (89.). Rautt spjald: Mark Noble, West Ham (38.). Burnley - Chelsea 0-4 0-1 Álvaro Morata (22.), 0-2 Ross Barkley (57.), 0-3 Willian (62.), 0-4 Ruben Loftus-Cheek (90+2.). C. Palace - Arsenal 2-2 1-0 Luka Milivojevic, víti (45+1.), 1-1 Granit Xhaka (51.), 1-2 Pierre-Emerick Aubameyang (56.), 2-2 Milivojevic, víti (83.). Man. Utd. - Everton 2-1 1-0 Paul Pogba (27.), 2-0 Anthony Martial (49.), 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson, víti (77.). Tottenham og Manchester City mætast í loka- leik 10. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 20:00 í kvöld. FÉLAG L U J T MÖRK S Liverpool 10 8 2 0 20-4 26 Chelsea 10 7 3 0 24-7 24 Man. City 9 7 2 0 26-3 23 Arsenal 10 7 1 2 24-13 22 Tottenham 9 7 0 2 16-7 21 B’mouth 10 6 2 2 19-12 20 Watford 10 6 1 3 16-12 19 Man. Utd. 10 5 2 3 17-17 17 Everton 10 4 3 3 16-14 15 Wolves 10 4 3 3 9-9 15 Brighton 10 4 2 4 11-13 14 Leicester 10 4 1 5 16-16 13 West Ham 10 2 2 6 9-15 8 C. Palace 10 2 2 6 7-13 8 Burnley 10 2 2 6 10-21 8 S’oton 10 1 4 5 6-14 7 Cardiff 10 1 2 7 9-23 5 Fulham 10 1 2 7 11-28 5 Newcastle 10 0 3 7 6-14 3 Huddersf. 10 0 3 7 4-21 3 Ekki lengur gleymdi maðurinn Eftir erfiða tíma hefur Ross Barkley gengið í endurnýjun lífdaga eftir að ítalski stjórinn Maurizio Sarri tók við Chelsea. Barkley lét mikið að sér kveða þegar Chelsea vann öruggan sigur á Burnley á Turf Moor í gær. fótbolti Mikið hefur breyst hjá Ross Barkley á síðustu mánuðum. Eftir að félagaskipti hans frá Everton til Chelsea duttu upp fyrir haustið 2017 gekk hann loksins til liðs við Lundúnaliðið í byrjun þessa árs. Barkley lék ekkert með Everton fyrri hluta síðasta tímabils og aðeins tvo leiki með Chelsea í ensku úrvals- deildinni seinni hluta tímabilsins. Barkley glímdi við erfið meiðsli í hásin og kom lítið við sögu hjá Ant- onio Conte, þáverandi knattspyrnu- stjóra Chelsea. Ítalinn var rekinn í sumar og inn kom landi hans, Maurizio Sarri. Bankamaðurinn fyrrverandi virð- ist hafa öllu meiri trú á Barkley en Conte. Þótt hann sé ekki alltaf í byrjunarliðinu hefur Barkley komið við sögu í flestum leikjum Chelsea á tímabilinu. Og hann spilar alltaf betur og betur. Barkley hefur skorað í síðustu þremur leikjum Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Í 0-3 útisigrinum á Southampton í 8. umferðinni skoraði hann eitt mark og lagði upp annað. Það var jafnframt hans fyrsta mark fyrir Chelsea. Barkley kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Manchester United á Stamford Bridge um síðustu helgi og skoraði jöfnunarmark Chelsea þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Barkley fór svo mikinn þegar Chelsea vann Jóhann Berg Guð- mundsson og félaga hans í Burnley á Turf Moor í gær, 0-4. Eden Hazard var fjarri góðu gamni vegna meiðsla en það breytti litlu. Barkley lagði fyrsta mark leiksins upp fyrir Álvaro Morata sem hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Staðan var 0-1 í hálfleik. Á 57. mínútu bætti Barkley öðru marki Chelsea við og fimm mínútum síðar Leikmaður helgarinnar Callum Wilson skoraði tvívegis þegar Bournemouth vann 0-3 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Suðurstrandarstrákarnir hafa byrjað tímabilið af miklum krafti og sitja í 6. sæti deildarinnar með 20 stig eftir tíu umferðir. Wilson hefur verið mjög öflugur í upphafi tímabils. Hann hefur leikið alla tíu deildarleiki Bournemouth, skorað fimm mörk og gefið fjórar stoðsendingar. Hann hefur komið með beinum hætti að níu af 19 mörkum Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni. Wilson, sem er 26 ára, hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli en hann hefur tvívegis slitið krossband í hné síðan Bournemouth byrjaði að spila í ensku úrvalsdeildinni 2015. Núna er hann hins vegar heill heilsu, spilar vel og því er spáð að hann fái tækifæri í enska landsliðinu áður en langt um líður. – iþs Stóru málin eftir helgina í enska boltanum Stærstu úrslitin Crystal Palace stöðvaði sigurgöngu Arsenal þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli á Selhurst Park. Fyrir leikinn hafði Arsenal unnið ellefu leiki í röð. Luka Mili- vojevic skoraði bæði mörk Palace úr vítaspyrnum. Hann jafnaði í 2-2 sjö mínútum fyrir leikslok. Hvað kom á óvart? Hinn ólseigi Glenn Murray skoraði eina mark leiksins þegar Brighton tók á móti Wolves. Þetta var þriðji 1-0 sigur Brigh- ton í röð en liðið er komið upp í 11. sæti deildarinnar. Úlfarnir hafa hins vegar tapað tveimur leikjum í röð. Mestu vonbrigðin Fulham er í tómu tjóni og um helgina tapaði liðið 0-3 fyrir Bournemouth. Fulham hefur fengið á sig flest mörk allra í ensku úrvalsdeildinni, eða 27 í tíu leikjum. Slavisa Jokanovic þykir vera orðinn valtur í sessi í starfi stjóra nýliðanna. Álvaro Morata fagnar með Ross Barkley. Þeir skoruðu báðir í stórsigri Chelsea á Burnley, 0-4, á Turf Moor í gær. NoRdiCPHoToS/GETTy Okkar menn Íslendingar í efstu tveimur deildunum á Englandi Everton Gylfi Þór Sigurðsson Skoraði mark Everton í 2-1 tapi fyrir Manchester United. Þetta var hans fimmta deildarmark á tímabilinu. Cardiff City Aron Einar Gunnarsson Var í byrjunarliði Cardiff og lék fyrstu 73 mínút- urnar í tapi fyrir Liverpool. Reading Jón daði Böðvarsson Kom inn á sem vara- maður á 64. mínútu þegar Reading tapaði 2-0 fyrir Swansea. Aston Villa Birkir Bjarnason Fór meiddur af velli skömmu fyrir hálfleik í 1-0 tapi Aston Villa fyrir QPR. Burnley Jóhann Berg Guðm. Lék allan tímann þegar Burnley steinlá fyrir Chel- sea, 0-4. Burnley hefur tapað tveimur leikjum í röð. lagði hann þriðja mark liðsins upp fyrir Willian. Ruben Loftus-Cheek rak svo síðasta naglann í kistu Burnley þegar hann skoraði fjórða mark Chelsea í uppbótartíma og tryggði liðinu sinn stærsta sigur á Turf Moor frá upphafi. Loftus-Cheek skoraði þrennu í 3-1 sigri Chelsea á 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 8 M Á N U D A G U r16 S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 3 5 -8 C E C 2 1 3 5 -8 B B 0 2 1 3 5 -8 A 7 4 2 1 3 5 -8 9 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.