Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.10.2018, Blaðsíða 6
Tölur úr bókhaldi fyrirtækisins n 152.916 eldis- laxar voru í sjókví Fjarða- lax í Tálknafirði áður en slysa- sleppingin varð í byrjun júlí. (Óyfirfarin gögn frá Arnar- laxi) n 143.284 löxum var slátrað upp úr kvínni, slátrun lauk í byrjun október. (Óyfirfarnar upplýsingar frá Arnarlaxi) n 4.651 lax drapst í þessari einu kví á slátur- tímabilinu. (Óyfirfarnar upplýsingar frá Arnarlaxi) = Ekki vitað um afdrif 4.981 lax á þessu tímabili FISKELDI Svo virðist sem hvorki Mat- vælastofnun né fyrirtækið Fjarðalax, dótturfyrirtæki Arnarlax, viti hversu mikið af laxi slapp úr kví fyrir- tækisins í byrjun júlí þegar göt upp- götvuðust á einni kvínni. Fyrirtækið heldur fram að aðeins 300 fiskar hafi sloppið. Aftur á móti veit enginn um afdrif hátt í 5.000 laxa. „Fyrirtækið áætlar að það séu um 300 fiskar sem hafa sloppið. Okkur þykja óvissuþættirnir vera það stórir að við getum ekki áætlað um fjölda fiska sem farið hafa úr kvínni. Hvort þau séu hundruð eða þúsund,“ segir Erna Karen Óskarsdóttir, fagsviðs- stjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun. Slátrun upp úr kvínni lauk í byrjun þessa mánaðar, um 90 dögum eftir að göt fundust á kvínni. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins voru tæplega 153.000 laxar í kvínni þegar óhappið varð. Um 143.000 fiskum var slátrað upp úr kvínni. Fyrirtækið segir tæp- lega 5.000 fiska hafa drepist og 300 hafi sloppið. Eftir stendur 4.981 lax sem hvorki drapst, slapp né var slátr- að upp úr kvínni og enginn veit um. Samkvæmt tölum fyrirtækisins drapst 4.651 fiskur. Það gerir um 1.500 fiska á mánuði á tímabilinu. Ef hver fiskur var 4 kíló að meðaltali hafa tæp 18,6 tonn af fiski drepist í kvíunum á þremur mánuðum. Erna telur Matvælastofnun ekki í stakk búna til að sinna skyldum sínum um eftirlit með fiskeldi. Efla þurfi stofnunina. Um 60 aðilar hafi rekstrarleyfi til fiskeldis en einungis einn starfsmaður vinni við eftirlit. „Fyrst og fremst verðum við að fá inn fjármagn til að ráða starfsfólk til að auka eftirlit með fiskeldi. Til við- bótar, ef frumvarp um fiskeldi sem stendur til að leggja fyrir þingið á næstunni verður að lögum, munum við fá aukin verkefni, til dæmis mánaðarlegar upplýsingar frá fisk- eldisfyrirtækjum og við þurfum auðvitað mannskap til að yfirfara þessar tölur. Eins og staðan er í dag er ég ein í þessu starfi sem er bagalegt fyrir stofnun með alla þessa ábyrgð,“ segir Erna. sveinn@frettabladid.is Ekki mannskapur til að hafa eftirlit með eldi Á bilinu 300 til 5.000 laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði í júlí. MAST hefur ekki burði til að sannreyna tölur um fjölda laxa í kvínni þegar göt uppgötvuðust, eða fjölda laxa sem drápust eða sluppu. Einn starfsmaður hefur eftirlit með laxeldi. Fagsviðsstjóri segir MAST ekki hafa burði til að sinna lögbundnum skyldum um eftirlit með fiskeldi. MYND/JóN ÖrN Sumarið 2014 n Eldislax sleppur frá Fjarðalaxi í Patreksfirði. Samkvæmt rannsókn Veiði- málastofnunar fyrir Fiskistofu á þeim löxum sem veiddust í Patreksfirði það sumar eru líkur á að laxarnir hafi komið úr fleiri en einni slysaslepp- ingu. Sumarið 2016 n Nokkurt magn regnbogasilungs veiðist í ám á Vestfjörðum auk þess sem hann veiðist í Vatns- dalsá, Haffjarðará og í Hítará á Mýrum í Borgar- firði. Málið kært til lögreglu. Febrúar 2017 n Göt finnast á kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. Ekki ljóst hversu mikið af fiski slapp út í lífríkið. Matvælastofnun rannsakar málið. Febrúar 2018 n Slys hjá Arnarlaxi þar sem eldiskví með um 500 tonnum af eldis- laxi marar í hálfu kafi í Tálknafirði. Göt reynast svo á kvínni þegar hífa þarf hana upp til viðgerðar. Færa þarf lax á milli kvía og drepast um 50.000 laxar í þeirri aðgerð. Forsvarsmenn fyrirtækisins viðurkenna þau mistök að tilkynna Um- hverfisstofnun ekki um óhöpp. Júlí 2018 n Göt finnast á kví Arnarlax í Tálknafirði. Óvíst er hversu mikill fiskur slapp á haf út. September 2018 n Regnboga- silungur sleppur úr eldisstöð á Húsavík og í frá- veitukerfi. Ekki vitað hvort fiskur hafi náð á haf út en líkur benda til þess. 26. október 2018 n Ljóst þykir að mikið magn eld- islax hafi sloppið úr kví Fjarðalax í Tálknafirði í júlí. Fyrirtækið telur að um 300 fiskar hafi sloppið. Matvælastofnun getur ekki sann- reynt þá tölu og telur jafnframt að fjöldi fiska sem slapp sé umtalsvert hærri. Tæplega 5.000 fiskar drápust í sumar og haust samkvæmt fyrir- tækinu. ✿ Atburðarásin Svör Arnarlax Samkvæmt Arnarlaxi hafa fáir fiskar sloppið. Mun fleiri fiskar hafi drepist og leyst upp í sjónum. Þetta kemur fram í skýrslu Arnarlax til Matvælastofnunar, þann 9. október síðast- liðinn. „Fiskur er fljótur að rotna, þar sem það tók langan tíma að fjarlægja öll afföll í kringum atburða- rásina í febrúar og má þá gera ráð fyrir því að eitthvað af afföllunum hafi einfaldlega leyst upp,“ segir í skýrsl- unni. 2 9 . o K t ó b E r 2 0 1 8 M Á N U D A G U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð Miðvikudaginn 31/10 kl 15–17 Í aðalmyndveri RÚV, Útvarpshúsinu við Efstaleiti Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á málþingið. Fjallað verður um lífsstíl og miðlanotkun yngri kynslóða, stefnu og þjónustu RÚV og framúrskarandi erlendir gestir miðla af reynslu sinni. Hvaða möguleikar liggja í samstarfi á sviði fræðslu- og menntamála, menningar- og samfélagsmála? Hvaða tækifæri felast í nýrri tækni og hvernig styður RÚV við íslenskt mál? Fundurinn verður í beinni á RÚV.is og RÚV 2. Nánari upplýsingar og skráning á ruv.is 15:00 Stutt ávarp Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta – og menningarmálaráðherra 15:10 Stefna RÚV og miðlanotkun yngri kynslóða Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri, Hildur Harðardóttir frkvstj. samskipta, notenda og þróunar og Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknastjóri 15:20 Fyrst og fremst í þjónustu við börn og ungt fólk. Alice Webb, BBC Children Hildri Gulliksen, NRK Super 16:00 KrakkaRÚV, RÚVnúll og mikilvægi samstarfs Sindri Bergman og Sigyn Blöndal, KrakkaRÚV Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar, Reykjavíkurborg Atli Már Steinarsson og Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚVnúll 16:40 Pallborðsumræður 17:00 Fundarlok Fundarstjóri Baldvin Þór Bergsson Dagskrá NÆST Á DAGSKRÁ MÁLÞING UM BÖRN, UNGT FÓLK OG FJÖLMIÐLUN TIL FRAMTÍÐAR 2 9 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 3 5 -A F 7 C 2 1 3 5 -A E 4 0 2 1 3 5 -A D 0 4 2 1 3 5 -A B C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.