Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 36
Vetraryfirhafnir fá lengra líf með réttri umhirðu. MYNDIR/NORDIC PHOTOS/GETTY Ef það er eitthvað sem allir þurfa að eiga, þá er það hlý og góð vetraryfir- höfn. Kápur, jakk- ar og úlpur endast betur ef þær fá rétta umhirðu. Gott er að eiga nokkrar vetrar­yfirhafnir til skiptanna, enda er íslenskur vetur oft langur og kaldur. Falleg ullarkápa, hlý dúnúlpa og þykkur jakki eru flíkur sem koma að miklu gagni yfir vetrartímann. Yfirhafnir endast almennt betur ef þær fá rétta umhirðu og þvott. Alltaf er best að lesa vel þvottaleið­ beiningar á flíkum áður en þeim er skellt í þvottavélina eða farið með þær í hreinsun. Heldur lit og lögun Ullin góða er náttúrulegt efni sem má þvo í fremur köldu vatni. Samt sem áður má ekki þvo ullarkápur í þvottavél heldur á að setja þær í hreinsun. Ástæðan er sú að flestar yfirhafnir úr ull eru blandaðar með öðrum efnum og svo getur fóðrið stækkað eða minnkað í þvotti. Með því að fara með ullarkápu í hreinsun heldur hún bæði lögun og lit og verður ekki tuskuleg. Ef aðeins þarf að fríska upp á ullar­ kápuna er hægt að hengja hana á herðatré út á snúru í klukkutíma eða svo. Það má pressa ullarkápu ef hún er krumpuð en þá þarf að gæta þess að strau járnið sé stillt á lágan hita. Það sama gildir um ullarjakka og ­frakka. Þurrkað með tennisbolta Margir eiga góðar dúnúlpur eða dúnvesti en hlýrri og léttari flíkur er vart hægt að fá. Mikilvægt er að halda dúninum hreinum, þurrum og léttum en með því móti lengjast líf­ dagar flíkurinnar svo um munar. Það er í lagi að setja dúnúlpu í þvotta­ vélina, þvo við lágan hita og nota sérstakt þvottaefni fyrir dún. Það er einnig í lagi að setja dúnúlpu í þurrkara við lágan hita. Gott er að setja 2­3 tennisbolta með í þurrkarann til að dúnninn verði léttur í sér. Rafmagnað flís Flísjakkar koma sér vel í svölu veðri en þá er gott að þvo í þvottavél og fylgja vel þvottaleiðbeiningum sem fylgja þeim. Best er að hengja flísfatnað til þerris, úti eða inni. Í lagi er að setja flísfatnað í þurrkara en þá við lægsta mögulega hita. Það á alls ekki að láta flísfatnað þorna til fullnustu í þurrkara heldur taka hann út á meðan hann er enn rakur og hengja upp. Flísið getur orðið rafmagnað við að þurrkast í þurrkara. Hár hiti óvinurinn Gervipelsar hafa sjaldan verið vinsælli en nú en margir eru í vafa um hvernig eigi að hreinsa þá. Best er að lesa vel leiðbeiningarnar á flíkinni. Pelsinn er, eins og nafnið bendir til, úr gerviefnablöndu og líklegast þarf að fara með hann í hreinsun. Hár hiti er versti óvinur gervipelsins og það ætti aldrei að setja slíka flík í þurrkara. Vatnsheldir útivistarjakkar standa alltaf fyrir sínu, hvort sem er um sumar eða vetur. Þá má oftast þvo í þvottavél en það verður að nota sérstakt þvottaefni sem fæst í útivistarverslunum. Útivistarjakka ætti aldrei að setja í þurrkara heldur hengja á herðatré til þerris. Gervileðurjakkar og ­kápur búa yfir þeim góða kosti að vera létt í umhirðu. Hægt er að þurrka bletti af gervileðri með rökum klút. Oftast má henda flíkum úr gervileðri í þvottavélina og þvo við lágan hita og lágan snúningshraða. Gervileðurflíkur má alls ekki setja í þurrkara, þær geta einfaldlega bráðnað. Þurrka eða þvo? Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Frakkar fara í hreinsun. Kynntu þér Opel Karl á opel.is/karl eða í sýningarsölum okkar í Reykjavík og Reykjanesbæ Sýningarsalir Krókháls 9, Reykjavík, 590 2000 Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, 420 3330 Opnunartímar Virka daga 9–18 Laugardaga 12–16 Bi rt m eð fy rir va ra u m m yn da - o g te xt ab re ng l. Pi pa r\ TB W A \ S ÍA Opel Karl Enjoy. Verð: 2.190.000 kr. Tilboðsverð, sjálfskiptur: 1.990.000 kr. Opel Karl er afburðaknár 5 dyra bíll með öllu tilheyrandi. Þýsk gæði á ótrúlegu verði! FÁÐU ÞÉR SJÁLFSKIPTAN KARL Þýsk gæði Þýsk hagkvæmni Þýsk hönnun 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 A -F 0 1 0 2 1 2 A -E E D 4 2 1 2 A -E D 9 8 2 1 2 A -E C 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.