Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 30
Jakkar geta virkað vel sem millilag, eins og rússneska fyrirsætan Irina Liss sýnir hér á götum New York- borgar. MYNDIR/NORDIC­ PHOTOS/GETTY Fyrirsætan Johannes Huebl sýnir hér hvernig það er snyrtilegast að vera í stysta laginu innst og auka síddina með hverju lagi. Það er eðlilegt að vilja dúða sig þegar vetrarkuldinn byrjar að stinga, en það lítur ekki alltaf mjög glæsilega út að fara í hnausþykka úlpu eða hrúga bara á sig flíkum. Til að líta vel út þarf að temja sér listina við lagskiptingu. Hér eru nokkur góð ráð til að hafa í huga þegar maður klæðir sig fyrir veturinn. Að lita lögin Hlutlausir litir virka vel í lagskipt- ingu og það er bæði hægt að leika sér með ólíka tóna eða halda sig við einn lit. Ef maður heldur sig við einn lit er mikilvægt að velja efni með ólíka áferð. Það bætir við dýpt og fjölbreytileika og annars er hætta á að fá of flatt og einsleitt útlit. Ef maður ætlar að halda sig við einlitt útlit er ekki gott að velja mjög skæra liti, því þá er hætta á að líta út eins og sögupersóna í barna- efni. Það er betra að nota frekar Listin við að lagskipta Þegar vetrarvindar byrja að blása teygjum við okkur í hlýju fötin. En margir kjósa að klæða sig frekar í nokkur lög en að draga fram þykk kuldaföt. Hér eru nokkur góð ráð til að negla laglega lagskiptingu. hlutlausa liti, sérstaklega ef maður vill vera látlaus í klæðaburði. Það þurfa ekki öll fötin að vera í litum sem passa fullkomlega saman, en það ætti bara ein flík að vera „hávær“ og skera sig úr frá öllum hinum. Ef þú heldur þig almennt við hlutlausa liti er hægt að nota trefil eða húfu sem mest áberandi flíkina til að setja tóninn. Það er líka alveg óhætt að nota mynstur, jafnvel þó maður vilji halda sig við einfaldan og látlausan klæðaburð. Hógvært mynstur sem passar við litasamsetningu klæðnaðarins getur átt mjög vel við, sérstaklega sem millilag. Margar leiðir til að lagskipta Jakkar þurfa ekki endilega að vera ysta lagið. Léttir jakkar og leður- jakkar geta virkað vel sem millilag. Lykillinn er að velja bara nógu létta flík og para hana við stóra kápu. Það er líka gott vera í ólíkum lögum af prjónuðum fötum. Þau líta vel út og vernda mann vel gegn kuldanum. Þá er samt gott að blanda saman léttari og þyngri prjónuðum flíkum, eða ólíkum síddum og litum, til að aðskilja lögin. Treflar í yfirstærð eru góð leið til að fá lagskipt útlit þó að maður sé ekki í mörgum lögum. Því stærri, því betra. Það er hægt að láta þá hanga yfir öxlina eða hálsinn eða láta þá flæða niður í kringum líkamann. Slíkir treflar geta líka bætt aukinni dýpt í lagskipt útlit. Síddir skipta máli Karlar ættu að reyna að láta klæða- fald hvers nýs lags vera síðari en lagsins á undan. Þannig ætti fyrsta lagið, til dæmis stuttermabolur, að vera styst, en svo ætti peysan sem kemur þar yfir að vera með síðari klæðafald en bolurinn og næsta lag þar á eftir ætti að vera ennþá síðara. Auðvitað eru til undantekn- ingar við þessa reglu, en almennt lítur það ekki snyrtilega út ef innri lög ná niður fyrir ytri lög. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Hér sýnir fyrirsætan Anastasia Ivanova hvernig hægt er að setja aukna dýpt í einlitan klæðaburð með því að velja efni með ólíka áferð. Treflar í yfirstærð eru góð leið til að fá lagskipt útlit. Þeir geta hangið yfir öxlina eða hálsinn eða flætt niður í kringum líkamann. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook 20% afsláttur af öllum vörum fimmtudag, föstudag, laugardag Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 FLOTT VETRARFÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 A -E B 2 0 2 1 2 A -E 9 E 4 2 1 2 A -E 8 A 8 2 1 2 A -E 7 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.