Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 2
Veður
Norðan og norðvestan 8-13 og él
eða dálítil snjókoma norðan til, en
yfirleitt bjartviðri syðra. Hiti nálægt
frostmarki. sjá síðu 26
Jafnréttisbaráttan stendur enn
Kvennafrí var á Arnarhóli í gær. „Okkur hefur í alvörunni tekist að eyða heilli
plánetu á styttri tíma en okkur hefur tekist að viðurkenna konur sem menn,“ las
Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir háskólanemi úr ljóði sínu. Fréttablaðið/Sigtryggur
Dómsmál Jón Trausti Lúthersson fer
fram á 10,5 milljónir í skaðabætur
frá ríkinu vegna ólögmæts gæslu-
varðhalds en hann sat í einangrun
í 21 dag vegna rannsóknar á dauða
Arnars Jónssonar Aspar í fyrra.
Sveinn Gestur Tryggvason var einn
ákærður og dæmdur fyrir að hafa
verið valdur að dauða Arnars, með
hættulegri líkamsárás, en sex manns
voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald
vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa
bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal
Marek Nabakowski einnig krafist
bóta en þeir sættu einangrun í viku
vegna málsins.
Ríkislögmaður hefur þegar hafnað
bótakröfu Jóns Trausta með þeim
rökum að hann hafi sjálfur valdið
eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu,
þar sem hann hafi ekki sýnt sam-
vinnu við rannsókn málsins, gefið
litlar eða óljósar skýringar á atburða-
rás og hafnað því að veita lögreglu
leyfi til að skoða símann sinn.
„Það er fráleitt að halda því fram
að hann hafi sjálfur stuðlað að ein-
angrunarvist sem hann sætti í 21
dag. Framburður hans var afdráttar-
laus allan tímann og í samræmi við
frásagnir vitna,“ segir Sveinn Andri
Sveinsson, lögmaður Jóns Trausta.
Bótaréttur Jóns er í stefnu byggður
á því að ekki hafi verið færðar sönnur
á meinta háttsemi hans og sakir á
hendur honum hafi verið felldar
niður. Hans eina aðkoma að andláti
Arnars hafi falist í því að afvopna
hann og yfirbuga. Frásögn hans hafi
verið óbreytt frá fyrstu yfirheyrslu
og allt þar til hann hafi gefið skýrslu
í aðalmeðferð sakamálsins gegn
Sveini Gesti. – aá
Jón Trausti vill
10,5 milljónir í
bætur frá ríkinu
Jón trausti
lúthersson
Kynntu þér afsláttarþrep
Orkunnar á orkan.is.
NÝTT!
Nú eru allar 55
stöðvar Orkunnar
þínar stöðvar.
Fleiri myndir frá Arnarhóli er að finna á +Plússíðu
Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-
appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PlúS
sAmFÉlAG Fjölskylda José Ignacio
Soto Roldán íhugar að kanna rétt-
argrundvöll sinn vegna máls hans.
Sárast finnst þeim að enn hafi
enginn frá Flytjanda haft samband
við þau, beðist afsökunar á mistök-
unum og vottað þeim samúð sína
vegna málsins.
José var 33 ára Spánverji, ættaður
frá smábæ skammt frá Granada í
Andalúsíuhéraði Spánar, en fjöl-
skylda hans er ekki efnuð. Vinur
hans hafði komið hingað til lands
fyrir þremur árum og lofaði landið.
Það varð því úr að José fluttist hing-
að til Akureyrar fyrir um þremur
vikum.
Að morgni fimmtudagsins fyrir
viku vöknuðu vinir José til að fara
til vinnu. Það var þá sem þeir tóku
eftir því að hann var lífvana. Lög-
regla var kölluð til og vinunum tjáð
að flytja þyrfti líkið til Reykjavíkur
til að framkvæma á því krufningu.
Sá flutningur myndi fara fram á
mánudag.
Að sögn vina og aðstandenda
kom það því nokkuð flatt upp á
þá þegar líkið var flutt suður strax
á föstudagskvöld. Þegar líkið kom
til Reykjavíkur voru þau mistök
gerð að í stað þess að kistunni væri
komið fyrir í kældri geymslu var
hún geymd yfir nótt í geymslu þar
sem hitastigið stýrist af veðrinu
utandyra.
Fréttablaðið spurðist fyrir hjá lög-
reglunni og útfararstofunni á Akur-
eyri hvers vegna lík José var flutt svo
fljótt en upphaflega var stefnt að því
að líkið yrði krufið á þriðjudag. Lög-
reglan benti á útfararstofuna sem
vildi engu svara um ástæður hins
snögga flutnings.
Fjölskylda José hefur óskað eftir
því að vinir hans hér á landi fái
að sjá líkið áður en útförin og lík-
brennsla fer fram.
Þau svör hafa aftur á móti fengist
frá sendiráði Spánar í Ósló að slíkt
sé ekki æskilegt. Fyrirhugað er að
vinir José muni taka við duftkeri
hans og flytja það með sér í hand-
farangri til Spánar þar sem hann
verður lagður til hinstu hvílu. Að
sögn fjölskyldu og vina eru dagarnir
fram að því í lausu lofti og þau viti
í raun lítið sem ekkert um stöðu
mála.
Fjallað var um málið í fréttamiðli
Spánverja á Íslandi í gær. Viðbrögð
við þeirri umfjöllun og upplifun
fjölskyldunnar af málinu öllu hefur
vakið talsverða athygli. Þeir sem
deila fréttinni velta því meðal ann-
ars fyrir sér hvort öðruvísi hefði
verið búið um hnútana hefði verið
um Íslending að ræða.
joli@frettabladid.is
Finnst sárt að hafa ekki
fengið afsökunarbeiðni
Mistök voru gerð við flutning á líki 33 ára Spánverja sem lést hér á landi í liðinni
viku. Fjölskyldu hins látna á Spáni sárnar að enginn hafi beðið þau afsökunar
og vottað samúð sína. Samskiptaleysi sendiráðsins vekur þeim einnig gremju.
lík José roldán var yfir nótt í ókældri geymslu. Fréttablaðið/PJEtur
José Roldán var 33 ára,
ættaður frá smábæ skammt
frá Granada í Andalúsíuhér-
aði á Spáni. Vinur hans kom
hingað til Íslands fyrir
þremur árum og lofaði
landið. Það varð því úr að
José fluttist hingað til Akur-
eyrar fyrir þremur vikum.
FÉlAGsmál Gylfi Arnbjörnsson, frá-
farandi forseti ASÍ, kvaddi félags-
menn í setningarræðu á þingi sam-
bandsins í gær.
Gylfi sagði ASÍ og samfélagið
standa frammi fyrir miklum áskor-
unum nú þegar undirbúningur
kjarasamninga stæði sem hæst og
toppi hagsveiflunnar hefði verið náð.
Þá gagnrýndi hann stjórnvöld
fyrir að hafa á undanförnum árum
hirt lungann af þeim ávinningi sem
kjarasamningar hefðu tryggt þeim
tækjulægstu. – sar
Forseti kvaddi
gylfi arnbjörnsson flytur setningar-
ræðuna. Fréttablaðið/aNtON briNK
2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I m m t u D A G u r2 F r É t t I r ∙ F r É t t A b l A ð I ð
2
5
-1
0
-2
0
1
8
0
4
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
2
A
-D
2
7
0
2
1
2
A
-D
1
3
4
2
1
2
A
-C
F
F
8
2
1
2
A
-C
E
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K