Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 48
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5407. Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Guðrún Frances Ágústsdóttir Nielsen lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 23. október 2018. Jarðarför auglýst síðar. Katrín Þ. Magnúsdóttir Magnús S. Kristinsson Guðjón H. Magnússon Ágústa S. Magnúsdóttir Hafsteinn K. Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Lára Vilhelmsdóttir ljósmóðir, Ægisgötu 14, Ólafsfirði, lést föstudaginn 19. október. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðar- kirkju laugardaginn 27. október kl. 14.00. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir Sigfríður Héðinsdóttir Ingimundur Sverrisson Lára og Héðinn Ingimundarbörn Minn heittelskaði lífsförunautur, dóttir mín og systir okkar, Jóhanna Björg Pálsdóttir Mánatúni 1, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 29. október kl. 13.00. Þau sem vilja minnast hennar eru beðin um að láta Kattholt, Geitfjársetrið á Háafelli eða MS-félagið njóta þess. Lana Kolbrún Eddudóttir Páll Brekkmann Ásgeirsson Svala Pálsdóttir Páll Pálsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Helga Guðmundsdóttir Núpalind 6, Kópavogi, lést miðvikudaginn 3. október. Útför hennar fer fram frá Kópavogs- kirkju mánudaginn 29. október kl. 15.00. Kristjana Bjarnadóttir Þorsteinn Sigurðsson Ólöf Bjarnadóttir Guðlaugur G. Jónsson Ása Bjarnadóttir Árni Valur Árnason Elín Hreindal Bjarnadóttir Birna Bjarnadóttir Gísli Örn Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, Lilja Grétarsdóttir búvísindakandidat, Hávarsstöðum, Hvalfjarðarsveit, lést á sjúkrahúsinu á Akranesi þann 19. október. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í Hvalfjarðarsveit þriðjudaginn 30. október kl. 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Julio Gutierrez Narcisa Gutierrez Emiliano Gutierrez Hólmfríður Gísladóttir Grétar Jónsson Sigríður Hilda Radomirsdóttir Elskulegur faðir okkar, Þórólfur Jóhannsson Austurbyggð 17, Akureyri, lést 12. október. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Beykihlíð fyrir góða umönnun. Hannes Heiðar Þórólfsson Eva María Þórólfsdóttir Ástkær móðir okkar, sambýliskona, tengdamamma, amma, langamma og systir, Steingerður Jónsdóttir frá Húsanesi, síðar Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu 21. október. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 30. október kl. 13. Sveinn Gunnlaugsson Sigríður Sigtryggsdóttir Pétur Pétursson Agnes Sigtryggsdóttir Siamack Atiabi Björg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræðingur, lést að Droplaugarstöðum 17. október síðast liðinn. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. október klukkan 13. Guðmundur Karl Jónsson Olga Björg Jónsdóttir Nanna Ingibjörg Jónsdóttir Jón Ingvar Jónsson Brigitte M. Jónsson Ingvar Gýgjar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorkell Skúlason endurskoðandi, sem lést 13. október sl., verður jarðsunginn föstudaginn 26. október nk. kl. 13.00 frá Hjallakirkju, Kópavogi. Ólafía Katrín Hansdóttir Valdís Brynja Þorkelsdóttir Ingiríður H. Þorkelsdóttir Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir barnabörn og barnabarnabörn. Lögin á diskinum Á diskinum eru 10 einleiksverk sem spanna tímabil frá Bach til Scriabins, fiðlusónata eftir Mozart með Sigrúnu Eðvalds- dóttur, sellósónata eftir Chopin með Gunnari Kvaran og tvö kammerverk með Kammersveit Reykjavíkur. Allt stúdíóupptökur nema Píanókvintett eftir Cesar Franck með kammersveitinni sem er beint af tónleikum. Með diskunum fylgir 48 síðna bæklingur með minninga- brotum Selmu auk viðtals og greinar eftir Elísabetu Indru Ragnarsdóttur.Þarna er yfirlit yfir minn feril. Öll tónlistin er sígild og upptökurnar vandaðar,“ segir Selma Guðmundsdóttir um safndisk með píanóleik hennar. Hann hefur yfirskriftina Quo vadis/Hvert liggur leið þín? Ein upptakan er frá tónleikum í Íslensku óperunni með Kammersveit Reykja­ víkur en hinar eru gerðar í Ríkis­ útvarpinu. „Útvarpið var með gott stúdíó og fína tækni og fylgdist vel með tón­ listarlífinu. Fyrsta upptakan með mér var Carnival eftir Schumann. Þá var ég 21 árs, nýbúin með lokatón­ leika úr tónlistarskólanum. Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld var upptökustjóri. Svo hefur Bjarni Rúnar Bjarnason, tónmeistari RÚV til margra ára, séð um lokahljóð­ vinnslu við útgáfuna,“ lýsir Selma. „Þetta er svo mikið efni að diskurinn varð fjórfaldur. Þar er meðal annars stór konsert eftir Khatsjatúrjan sem ég spilaði með Sinfóníuhljómsveit­ inni 1988. Hann tekur næstum 40 mínútur.“ Selma segir tilviljun að af útgáf­ unni varð. „Þegar geisladiskur með Árna Kristjánssyni, gamla píanó­ kennaranum mínum, kom út, hitti ég Bjarna Rúnar sem sagði margar upptökur til hjá útvarpinu með minni spilamennsku. Ég ætlaði ekki að þora að hlusta á þær en svo fannst mér þær mun betri en ég bjóst við og af því að það voru 40 ár frá því ég hafði debúterað langaði mig að gefa þær út.“ Titil diskanna rekur Selma til sumar dvalar í Róm þar sem hún kveðst hafa farið að líta í huganum til baka yfir líf sitt og feril. „Það var ekkert auðveldasta leiðin sem ung kona gat valið sér að ákveða að verða píanóleikari. Ég fann að sumum fannst það ekkert sniðugt, einkum af því að ég var orðin tveggja barna móðir um tvítugt og komin með fjölskyldu. En löngunin til náms var sterk og margir hvöttu mig. Meðal annars stóðu foreldrar mínir alltaf við bakið á mér og hjálpuðu mér mikið, enda er diskasafnið tileinkað þeim og börnunum mínum fjórum. Selma ber lof á kennarana sína. „Árni Kristjánsson var ekki aðeins besti kennari sem ég gat haft heldur var hann líka mikill áhrifavaldur í lífi mínu. Svo kom einn virtasti kennari Evrópu, Hans Leygraf, til landsins, og var með meistaranámskeið, hann bauð mér að verða nemandi sinn og að hjálpa mér að útvega styrki. Því boði var ekki hægt að hafna, enda lögðust margir á eitt. Þá var ég orðin 23 ára. Það er Polarfonia Classics sem gefur diskinn út og hann er til sölu í 12 tónum. Útgáfuhóf er á afmælis­ daginn minn, 26. október, í Listasafni Einars Jónssonar á Skólavörðuholti.“ gun@frettabladid.is Með fingurna á nótnaborðinu í 40 ár Selma tileinkar diskinn foreldrum og börnum. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Quo vadis/Hvert liggur leið þín? er nýr safndiskur með klass- ískri tónlist sem Selma Guðmundsdóttir píanisti hefur spilað á 40 ára ferli sínum. Út- gáfuhóf er á morgun. Það var ekkert auðveldasta leiðin sem ung kona gat valið sér að ákveða að verða píanó- leikari. Ég fann að sumum fannst það ekkert sniðugt ... 2 5 . o k t ó b e r 2 0 1 8 F I M M t U D A G U r24 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð I ð tímamót 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 A -D 7 6 0 2 1 2 A -D 6 2 4 2 1 2 A -D 4 E 8 2 1 2 A -D 3 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.