Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 RAM 3500 - HÖRKUTÓL SEM ENDIST ramisland.is TRYGGÐU ÞÉR NÝJAN RAM 3500 SLT, LARAMIE EÐA LIMITED. RAM 3500 VERÐ FRÁ KR. 6.260.000 ÁN VSK. KR. 7.762.400 MEÐ VSK. RAM 3500 LIMITED 40” BREYTTUR MENNTAMÁL „Frá því að ég tók við embætti sendiherra fyrir um ári hef ég tekið eftir auknum áhuga íslenskra námsmanna á námi í Sví- þjóð,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Sendiráðið stendur fyrir viðburð- inum „Námstækifæri í Svíþjóð“ á morgun milli klukkan 12 og 16 á Litla Torgi Háskóla Íslands. Þeir háskólar sem verða með kynningu eru Chal- mers-tækniháskólinn í Gautaborg, Gautaborgarháskóli, Háskólinn í Lundi, Linné-háskóli, Umeå-háskóli og Jönköping-háskóli. Håkan segir gott orð fara af Íslend- ingum í sænskum háskólum. „Íslenskir námsmenn eru vel metnir í Svíþjóð og þessir skólar eru mjög áhugasamir um að fá fleiri Íslendinga í nám,“ segir Håkan. – sar Svíar vilja fleiri Íslendinga í nám Håkan Juholt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR dóMsMÁL Lárus Welding, fyrr- verandi banka stjóri Glitnis, Magnús Arnar Arn gríms son, fyrr verandi fram kvæmda stjóri fyrir tækja sviðs Glitnis, og Jón Ás geir Jóhannes son voru allir sýknaðir í Lands rétti í gær í svo kölluðu Aurum Holding-máli. Málið snýst um meint um boðs- svik og hlut deild í tengslum við sex milljarða króna lán veitingu Glitnis til fé lagsins FS38 ehf. árið 2008. Fé- lagið var í eigu Pálma Haralds sonar. Lárus og Magnús Arnar voru á- kærðir fyrir um boðs svik vegna láns- ins. Einnig var Jón Ás geir, sem var einn aðal eig enda Glitnis, á kærður fyrir hlut deild í um boðs svikunum. Lárus og Magnús voru sak felldir í héraðs dómi í nóvember 2016 en Jón Ás geir og Bjarni Jóhannes son, fyrr- verandi við skipta stjóri hjá Glitni, voru sýknaðir. Lárus hlaut eins árs fangelsis dóm en Magnús tveggja ára. Báðir á frýjuðu til Hæsta réttar en málið var síðan fært niður til Lands- réttar. Upp haf lega var á kært í málinu árið 2012 og það tekið fyrir tveimur árum síðar. Allir fjórir voru þá sýkn- aðir og málinu á frýjað til Hæsta- réttar. Í apríl 2015 ó gilti Hæsti réttur dóm héraðs dóms. Málið var því aftur tekið fyrir í héraði í nóvember 2016. Ríkið var í gær dæmt til að greiða samtals 22,3 milljónir króna til lög- manna þeirra sem sýknaðir voru. – db Landsréttur sýknaði í gær alla þrjá í Aurum-Holding málinu Lögmenn sakborninga ganga til dóms í Landsrétti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STeFán MENNTAMÁL „Við þurfum að þora að leggja fjölbreytt mat á nemendurna sem koma úr skólakerfinu okkar og senda krökkum og foreldrum þau skilaboð að það loki ekki leiðum að velja iðnnám. Þetta eru skilaboð sem við verðum að senda því fólk er fast í þessari kreddu, að maður verði að hafa stúdentspróf,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur ásamt átta flokkssystk- inum sínum lagt fram frumvarp á Alþingi um að sveinspróf verði metið til jafns við stúdentspróf sem inntökuskilyrði í háskóla. „Það hefur ýmislegt verið gert til að efla iðnnám en við erum samt ekki að sjá neinar umtalsverðar breytingar á fjölda þeirra sem fara í iðnnám. Við þurfum að ráðast í miklu stærri breytingar. Þótt þetta frumvarp snúi aðeins að þessu eina atriði held ég að það yrði mikil breyting ef við færum að gefa stúd- entsprófi og sveinsprófi sama vægi.“ Áslaug Arna bendir á að of miklar skorður séu settar á möguleika fólks til að sækja sér aukna menntun þótt háskólum yrði áfram í sjálfsvald sett að setja sérstakar inntökukröfur í einstaka greinum. „Það mun reyn- ast okkur dýrmætt ef við fáum inn í háskólana fólk með fjölbreyttari bakgrunn.“ Hún segir að hér sé líka um ímyndarvanda að ræða. „Hluti þess vanda er sá að löggjafinn er búinn að ákveða að þetta sé svona. Lög- gjafinn á ekki að mismuna þessum námsleiðum.“ Í gær fór einnig fram sérstök umræða á Alþingi um stöðu iðn- menntunar þar sem Áslaug Arna var málshefjandi en Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráð- herra tók einnig þátt. „Ráðherrann fór yfir ýmsar kerfis- breytingar sem unnið er að og tók vel í umræðuna. Ég vildi setja þetta á dagskrá því ég tel vandann alvar- legri en fólk gerir sér grein fyrir. Þrátt fyrir stafræna byltingu verður áfram þörf fyrir fólk með þessa færni og þekkingu þótt störfin breytist. Frumvarpið er hugsað sem eitt skref af mörgum sem þarf að taka.“ Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, segist fagna frumvarpinu. „Við höfum lengi sagt að við viljum hindranalaust nám og teljum að við fengjum meira streymi inn í iðn- greinarnar með svona breytingu. Það er mjög mikilvægt að fá sam- fellu í framhaldsnámið.“ Hann segir að iðnmenntun ætti að nýtast vel sem grunnur inn í margt háskólanám og tekur sem dæmi verkfræði og arkitektúr. „Ef af þessu yrði myndi fjölbreytni í fram- haldsnáminu aukast því það væri ekki bara fólk með stúdentspróf að koma inn í háskólana.“ sighvatur@frettabladid.is Þurfum að senda þau skilaboð að iðnnám loki engum leiðum Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp sem myndi jafna stöðu sveinsprófs og stúdents- prófs sem inntökuskilyrðis í háskóla. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir að þótt ýmislegt hafi verið gert sé mikilvægt að taka stærri skref til að efla iðnnám. Formaður Samiðnar fagnar frumvarpinu. Hlutfall nemenda í starfsnámi á framhaldsskólastigi er töluvert lægra á Íslandi en að meðaltli í eSB. FRÉTTABLAÐIÐ/eRnIR Ég vildi setja þetta á dagskrá því ég tel vandann alvarlegri en fólk gerir sér grein fyrir. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Samkvæmt tölum frá LÍN voru 165 íslenskir námsmenn í sænskum háskólum á síðasta ári. 2 5 . o k T ó b E r 2 0 1 8 F I M M T U d A G U r4 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 A -E 6 3 0 2 1 2 A -E 4 F 4 2 1 2 A -E 3 B 8 2 1 2 A -E 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.