Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 54
Gullskip, Dulbreiða, Af Vo p n u m o g Hringvellir eru nöfn nokkurra íslenskra listaverka á hinni fjölradda sýningu Einungis allir sem verður opnuð klukkan 19 í kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi. Þar eru vídeóverk, skilti og skúlptúrar, líka hljóðverk og olía á striga. Listamennirnir eru ekki bara af myndlistarsviðinu heldur líka hönnuðir, tónlistarmenn og skáld. Sýningin er liður í hátíðinni Cycle 2018 og sækir hugmyndir sínar meðal annars í fjölmenningu. Þemað er þjóð meðal þjóða. Hinn sænski en íslenskumæl- andi Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Hann mætir mér í forsal safnsins. Þar eru tvær mann- eskjur á vinnupalli að hengja upp stórt textíllistaverk úr mörgum taubútum. Á það hefur listakonan Melanie Ubaldo skrifað í flýti með olíulitum: Er einhver Íslendingur að vinna hérna? Úr fordyrinu inn í stóra salinn göngum við gegnum perluhengi eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. „Svona glerperlur eru á grænlenska þjóðbúningnum. Þær eru frá Fen- eyjum en hafa orðið að grænlensku þjóðartákni,“ segir Jonatan og bendir líka á málverkið Saumaklúbb eftir Erlu Haraldsdóttur, þar er fólk í íslenskum þjóðbúningum í sterkum litum og með þekktu mynstri frá Nble-fólkinu í Suður-Afríku. Í stóra salnum snúast verkin mikið um tungumál, breytingar og sam- runa. Þar bregður fyrir páfagauk að fljúga um íslenskt landslag. Lap-See Lam, sem er af þriðju kynslóð Kín- verja í Svíþjóð, er með stórt vídeó- verk sem snýst um breytingar í sam- félaginu. Lap-See er búin að ákveða að vera listamaður en ekki veitinga- maður eins og móðir hennar og amma. „Amma Lap-See kallar hana bananabarn, það merkir að hún sé gul að utan en hvít að innan. Í verk- inu eru meðal annars þrjár tíma- línur, ein táknar 1978, ein nútíðina og ein framtíðina þegar afgreiðslan á veitingastaðnum er orðin tölvu- stýrð,“ útskýrir Jonatan. Ljóðið Evrópa eftir sænska skáldið Athena Farrokzhad er prentað á filmu og það heyrist lesið af Sönnu Magdalenu Mörtudóttur þegar gengið er yfir brúna út við gluggann. Tyrkneska listakonan Pinar Öğrenci á tvö verk á sýningunni. Á myndbandi er ungur maður að smygla sér milli Tyrklands og Grikk- lands en hann er með mjög fallegt hljóðfæri og verður að skilja það eftir. Svo sést bara hafið og hljóð- færið á reki. „Pinar fjallar oft um erfið efni án þess að hafa ofbeldi af nokkru tagi í verkunum. Þau snerta samt djúpt,“ segir Jonatan og bætir við að lokum: „Sýningin er innblásin af hugmyndum um hið opna sam- félag heimsins og tungumálin. Við finnum auðvitað aldrei sameiginlegt tungumál en vonandi sameiginlegan hljóm.“ Bækur rof HHHHH Bubbi Morthens Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 64 Fátt er karlmannlegra í íslenskri þjóðarsál en Bubbi Morthens, þessi vöðvastælti, hranalegi rokkari, sem vann í fiski, slóst og notaði fíkni- efni, liggur ekki á skoðunum sínum og hefur hátt grófri röddu um sam- tímann, ekki síst í tónlist sinni. Þessi staðalmynd af karlmennsku hefur þó ekki komið í veg fyrir að Bubbi sýni einnig á sér viðkvæmari hliðar, fyrst á plötunni Kona sem kom út árið 1986 og oft síðan, við mismiklar undirtektir. Hann var einn af þeim fyrstu til að bæta við karlmennskuhugtakið sýnilegri blíðu og viðkvæmni sem hefur eflaust orðið einhverjum sem voru læstir inni í ímyndinni lykill til að horfast í augu við hið blíða í sjálfum sér. Og nú sendir hann frá sér bók um kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og áhrifin sem það hafði á líf hans. Bók þar sem ein- mitt er fjallað um lása en líka lykla. Hann hleypir sjálfum sér út úr þögn- inni þar sem eina lausnin var að „grafa dýpra“ eins og segir í ljóðinu Boðflenna á bls. 50. Orðið Rof vísar til þess sem gerðist: daginn eftir var kominn/brestur þvert yfir/spegil- myndina (bls. 7) og mörg ljóðanna fjalla um hvernig ljóðmælandi hefur falið sig síðan, átt erfitt með nánd, borið skugga gerandans og þess sem gerðist með sér hvert sem hann fór, ekki síst inn í sambönd við annað fólk. Ljóðin eru meitluð, fá orð en hvert um sig þrungið og valið, og myndirnar skýrar og sterkar. Mynd- málið er einfalt, hreint og áhrifa- mikið enda er Bubbi Morthens auðvitað ekki ókunnugur orðinu, en það verður að segjast að þetta knappa form klæðir hann afskap- lega vel. Í sumum ljóðanna er hægt að sjá eða finna bergmál frá Bubba ann- ars tíma, þeim sem söng um fingra- förin á sálinni, eins og í ljóðinu Fót- spor á bls. 17: á yfirborði tunglsins er fótspor eins er fótspor í kjarna mín sjálfs Það er eins og það að viðurkenna atvikið fyrir sjálfum sér opni augu ljóðmælanda fyrir fleiri atvikum og fleiri þolendum, þannig er ljóðið Framheilaskaði á bls. 34 ekki endi- lega um ljóðmælanda heldur um sögu annarra og fleiri, og það sama má segja um ljóðin Hófaför við alt- arið (bls. 44) og Í felulitum (bls. 41) Hann fjallar einnig um að þol- andinn getur verið Hver sem er (bls. 24) og í raun er eins og þolendurnir verði skyndilega sýnilegir í kring- um hann, ekki ósvipað því sem gerðist þegar #metoo-byltingin fyrir ári gerði heiminum skyndi- lega ljóst að nánast allar konur og margir karlar áttu sér sárar og stundum mjög bældar minningar um kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi sem loksins fengu lit og orð. En bókin er ekki bara myrkar minningar og þrúgandi heims- mynd, þar eru líka lyklar, eins og áður sagði, von um að hægt sé að komast út. Kveðjustund Biðstofan er full Röðin er löng Fullorðnir menn að kveðja skemmda drenginn inni í sér (bls. 47) Í seinni hluta bókarinnar er vonin að glæðast, og tengir í upp- hafsorð bókarinnar: Það er aldrei of seint/að byrja að elska sjálfan sig. Brynhildur Björnsdóttir Niðurstaða: Sársaukafull, falleg og mikilvæg ljóðabók, einlægt innlegg í eitt brýnasta málefni samtímans. Fingraför á sálinni Finnum vonandi sameiginlegan hljóm Jonatan Habib er sýningarstjóri Einungis allir. FréttaBlaðið/Ernir Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Móðurmál nefnist þetta listaverk eftir lap-See lam & Wingsee. Það er að hluta vídeóverk. FréttaBlaðið/EyÞór ÁrnaSon andvari, verk eftir Pinar Öğrenci. Þar er hljóðfæri á reki. FréttaBlaðið/EyÞór Einungis allir er al- þjóðleg sýning sem verður opnuð í Gerðarsafni í Kópa- vogi. Þar veltir fólk fyrir sér ættjarðar- ást, tungumálum, fólksflutningum, frelsi og upp- flosnun. Jonatan Habib Engqvist er sýningarstjóri. Listamenn sýningarinnar anna Júlía Friðbjörnsdóttir, anna rún tryggvadóttir, athena Farrokzhad, Bryndís Björns- dóttir, Childish Gambino, Erla S. Haraldsdóttir , Joseph Beuys, libia Castro & ólafur ólafsson, Magnús Sigurðarson, Mel- anie Ubaldo , Meric algün, Sara Kramer, Sarah rosengarten & Hrefna Hörn leifsdóttir, Slavs and tatars, Steinunn Gunn- laugsdóttir, lap-See lam & Wingsee, Þráinn Hjálmarsson & Brynjar Sigurðsson & Veronika Sedlmair, Pinar Öğrenci, Julius von Bismarck and Julian Char- riere , Hulda rós Guðnadóttir, Jeannette Castioni & Þuríður Jónsdóttir. 2 5 . o k t ó B e r 2 0 1 8 F i M M t u D a G u r30 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð menning 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 2 A -F 9 F 0 2 1 2 A -F 8 B 4 2 1 2 A -F 7 7 8 2 1 2 A -F 6 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.