Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.10.2018, Blaðsíða 26
Fataskápur Einars Stefánssonar úr Vök er mikið bland í poka þegar kemur að vörumerkjum en honum finnst gaman að blanda saman ólíkum flíkum. Árið hefur verið ansi við-burðaríkt hjá tónlistar-manninum Einari Hrafni Stefánssyni en hljómsveit hans Vök hefur túrað mikið um Evrópu við ansi öfgakenndar aðstæður. „Árið byrjaði á tæpu tveggja mánaða tónleikaferðalagi um Evrópu á einum kaldasta vetri sem ég hef upplifað. Stórum hluta sum- arsins eyddum við svo í hljóðveri í London án loftkælingar í einni mestu hitabylgju í sögu Bretlands- eyja. Ansi öfgafullt ár hingað til svona þegar maður spáir í því. Við erum nýlega búin að gefa út tvö lög af komandi breiðskífu og munum gefa út nokkur í viðbót í aðdrag- anda útgáfu plötunnar en hún á að koma út fyrri part árs 2019.“ Hrifinn af svörtu Einar lýsir fatastíl sínum þannig að hann sé einfaldur en um leið samkvæmur sjálfum sér. „Ég vann í nokkur ár sem „freelance“ hljóð- tæknimaður og einkennisbúning- ur rótarans er svart, svart, svart. Því á ég á mikið af dökkum fötum sem er mjög einfalt að klæðast. Svört föt eru bæði grennandi (gott fyrir pabbakroppinn) og líta nánast alltaf út fyrir að vera nýþvegin. Maður þarf ekkert að spá í kaffi- slettum eða slíku. Svart passar við allt og maður getur sett allar svartar flíkur í sömu þvottavél.“ Sá einstaklingur sem hefur haft mest áhrif á fatasmekk hans er nánasti vinur hans og samstarfs- maður, Klemens Hannigan, en klæðaburður hans er yfirleitt óaðfinnanlegur segir Einar. „Fyrr- verandi hljómsveitarfélagi og núverandi markaðsstjóri Húrra Reykjavík, Ólafur Alexander, hefur líka haft sín áhrif en hann hefur verið duglegur að hvetja mig til að kaupa „framtíðarflíkur“, s.s. föt sem maður mun nota mikið og lengi.“ Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast? Hrifinn af framtíðarflíkum Bolurinn er Urban Outfitters og skyrtan frá Zplish. Buxurnar koma frá Selected. MYNDIR/ANTON BRINK  Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Ég vil trúa því að hann sé að þroskast og þróast á jákvæðan veg. Í dag fjárfesti ég miklu meira í gæðaflíkum heldur en áður fyrr og vel mér föt vandlega. Ég kaupi yfir- leitt bara flík ef ég er handviss að ég muni vera í henni og hún verði að framtíðarflík í fataskápnum. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Ég kaupi stundum föt þegar ég er á tónleikaferðalögum, þá sjaldan sem maður fær frídag. Heima hef ég stundum farið í Húrra Reykjavík og herrafatabúðin hans Jörmundar í kjallaranum á Laugavegi 25 klikkar líka seint. Jörmundur er algjör klassi af manni og ef það er í rauninni einhver sem maður ætti að taka til fyrirmyndar hvað varðar tísku þá er það hann. Maður fer sjaldnast tómhentur út þaðan. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Eins klisjukennt og það hljómar er svart í algjöru uppáhaldi. Það er tímalaus litur og helst alltaf í tísku. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Á tímabili í 10. bekk stundaði ég tilraunastarfsemi með mjög lit- ríkan fatasmekk. Ég átti það til að blanda saman t.d. rauðum buxum við fjólubláa peysu og ljósbláa húfu. Það voru til myndir en ég er búinn að brenna þær. Hvaða flík hefur þú átt lengst og notar enn þá? Það er gamli svarti rúskinns- jakkinn minn sem passar við allt og hentar næstum því öllum árs- tíðum. Það er mikið tilfinningalegt gildi í honum. Ég lét meira að segja taka hann í gegn hjá skósmiði í fyrra og núna er hann eins og nýr! Áttu þér uppáhaldsverslanir? Fataskápurinn minn er frekar mikið bland í poka hvað varðar vörumerki og mér finnst gaman að blanda saman ólíkum samsetn- ingum. Það er líka einstaklega auð- velt þegar maður er að vinna með svona takmarkaða litapallettu. Það getur þó verið gaman að fara í Uniqlo. Úrvalið þar er einfalt og mínímalískt sem ég fíla. Ég hef líka oft fundið aðeins meira „trendy“ föt í Urban Outfitters. Áttu þér uppáhaldsflík? Mér finnst erfitt að eiga eina uppáhaldsflík því stór hluti af fata- skápnum hefur tilfinningalegt gildi fyrir mér. Í augnablikinu er það líklegast skyrta frá vörumerkinu Zplish sem ég fann í New York um daginn. Hún öskraði á mig í búðinni. Hún smellpassar líkams- forminu mínu sem er líka frekar sjaldgæft. Skyrtur eiga það til að vera ermastuttar á mér. Bestu og verstu fatakaup? Bestu var fóðraður Levi’s galla- jakki sem ég fann á 5.000 kall í Rauða krossinum fyrir nokkrum árum. Alvöru framtíðarflík. Verstu fatakaupin eru jakki sem ég fann á tónleikaferðalagi í Hollandi árið 2015. Þetta var svona pínu fleginn og fínlegur jakki sem mér fannst æðislega flottur í búðinni og keypti án þess að hugsa. Þegar ég kom svo heim fattaði ég í raun hversu fáránlegur ég var í honum. Algjört lestarslys. Notar þú einhverja fylgihluti? Ég er ekki mikið fyrir skart en ég á það til að nota úrið sem ég fékk frá belgíska tískufyrirtækinu Komono. Vök var í samstarfi með þeim fyrir haustlínuna í fyrra. Vegan Dr. Martenarnir mínir mættu líka teljast sem fylgihlutur þar sem þeir eru miklu meira en bara skór. Þetta eru óþægilegustu skór sem ég hef á ævinni verið í en þeir mega eiga það að þeir eru nánast alltaf eins og glænýir. Hér klæðist Einar rúllukragabol frá 66°Norður, jakka frá Wood Wood og buxum frá Libertine Libertine. Skórnir eru vegan Dr. Martens.  Hér klæðist Einar buxum frá Libertine Libertine, rúllukragabol frá Samsoe og peysu frá Asos.  Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15 Kíkið á myndir og verð á Facebook 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R 2 5 -1 0 -2 0 1 8 0 4 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 2 B -1 2 A 0 2 1 2 B -1 1 6 4 2 1 2 B -1 0 2 8 2 1 2 B -0 E E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 2 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.